Líknarhöggið á þjóðina

DSC_0420 

Ég sé ekki betur en að ungir Sjálfstæðismenn séu að leggja til að hætt verði að stunda menningu, listir og rannsóknir á Íslandi.

Nái tillögur þeirra fram að ganga má segja að græðgisöflunum hafi tekist ætlunarverk sitt og fullkomnað glæpinn.

Búið er að hafa af þjóðinni efnisleg auðæfi og sennilega fullveldið líka.

Búið er að skuldsetja börnin og veðsetja framtíðina.

Enn á þjóðin einhver andleg verðmæti og jafnvel snefil af sjálfsvirðingu. 

Nú skal gengið í að klára það dæmi.

Gefa líknarhöggið og veita nábjargirnar.

Drepa listirnar, menninguna og vísindin.

Vel má vera að skattahækkunaráform ríkisstjórnarinnar séu hálfgert brjálæði.

En í þessum tillögum ungra Sjálfstæðismanna birtist djöfulskapurinn sem kom okkur á kaldan klaka.

(Því miður reyndist ekki unnt að setja inn mynd með þessari færslu og kannski segir það sína sögu.)

Jú annars, það hafðist í næstu tilraun, þessi mynd af fallegasta bæ í heimi, tekin nú í vikunni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinbjörn Ragnar Árnason

Íslendingar, í dag föstudag 13.11.2009, kl 12:00 tökum við mótmælastöðu fyrir utan Félagsmálaráðuneytið. Mætum öll. 

Klanið burt

Sveinbjörn Ragnar Árnason, 13.11.2009 kl. 10:31

2 identicon

Þú ert væntanlega að tala um þjóðkirkju?

Auðvitað á að aðskilja ríki og kirkju að fullu, allir afskráðir úr henni, þeir sem vilja skrá sig inn fara svo bara og gera það.. ríkið innheimti ekki gjöld fyrir trúfélög..
Plottið með að láta gjöld til trúfélaga inn í skatta er svívirða.

DoctorE (IP-tala skráð) 13.11.2009 kl. 10:57

3 identicon

Nei hann er ekki að tala um þjóðkirkjuna DoctorE.

SUSarar vilja skera niður 100% basically alla styrki til menningar og vísinda í þessum algjörlega spinnegal "fjárlagatillögum" sínum.

Þeir eru til þess að gera góðir við þjóðkirkjuna.

Jesús Kristur (IP-tala skráð) 13.11.2009 kl. 16:11

4 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Þeir sem halda að menning þrífist ekki nema ríkið borgi brúsann eru á villigötum. Hvað sem menn segja til dæmis um Hollywood kvikmyndir þá eru þær menning og ekki styrkir ríkið þær. Ýmis fornmenning sem mikill fengur er að, til dæmis Íslendingasögurnar, ekki voru þær ritaðar á kostnað ríkisins.

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 13.11.2009 kl. 17:41

5 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Það má alveg skilja það þannig. Ég vil samt stilla valinu þannig upp að ef ég get verið viss um að mín börn fái bestu mögulegu þjónustu í heilbrigðiskerfinu á kostnað listamanna á ríkislaunum þá er valið mjög einfallt.

Ef ríkisútgjöld hafa tvöfaldast síðan 2004 þá vill ég að ríkisútgjöld í dag verði þau sömu og 2004. Ég sé engan mun á velferðarkerfinu 2004 og á árinu 2008.

Ríkið er sjálft að taka þessa fjármuni til sín, án þess að dreifa þeim til okkar sem leggja þeim í té þá fjármuni. Sé ekki að það muni breytast í bráð.

Sindri Karl Sigurðsson, 13.11.2009 kl. 21:09

6 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Sæll Svavar.

Þau eru býsna frökk að setja fram þessai stefnumál - tillögur hjá SUS. Nú er Amerískan komin á fulla ferð hjá þessu krökkum. Sem betur fer erum við með stjórn í landinu þar sem Íhaldið er ekki innanborðs.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 13.11.2009 kl. 23:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband