18.11.2009 | 21:29
Af menningarhúsum
Um árabil sáu sómahjónin Hlín Stefánsdóttir og Rögnvaldur Rögnvaldsson um rekstur almenningssalerna undir kirkjutröppunum á Akureyri.
Hún var frá Haganesi í Mývatnssveit en hann Húnvetningur, frá Litlu-Ţverá í Miđfirđi.
Ţau hjónin voru mjög menningarlega sinnuđ og vinsćlt ađ staldra viđ hjá ţeim og spjalla viđ ţau um bókmenntir, ţjóđmál eđa annađ.
Rögnvaldur var afar skemmtilegur hagyrđingur. Vísur hans voru hnyttnar, vel gerđar og gjarnan ţrungnar speki. Dćmi:
Í mér eru reyndar tveir
eđlisţćttir ríkjandi.
Hryggđ og gleđi heita ţeir
og hvorugur ţeirra víkjandi.
Rögnvaldur lést áriđ 1987 og síđastliđinn föstudag var Hlín jarđsungin frá Akureyrarkirkju.
Hún var mikil saumakona og tók ađ sér ađ sníđa og sauma flíkur á fólk. Oft sat hún viđ ţá iđju fram á nćtur, ekki síst fyrir jólin. Einu sinni í ţannig ađstćđum gerđi bóndi hennar ţessa vísu:
Situr hún viđ sauma enn,
sama heldur hún sprettinum.
Bjargast ţannig börn og menn
frá bannsettum jólakettinum.
Vísan sú heyrđist í útfararrćđunni og einnig ţessi eftir sama höfund:
Öll viđ felum okkar ráđ
einni og sömu hendi,
sem ađ gjörđi lög og láđ
og ljós í heiminn sendi.
Ég man vel eftir ţessum góđu hjónum.
Nú er veriđ ađ reisa menningarhús hér á Akureyri og víđar.
En steypan býr ekki til menningu.
Fólkiđ býr til menningu - eđa ómenningu.
Ţađ getur hćglega fyllt hinar glćstustu menningarhallir fjölbreytilegri ómenningu.
En rétta fólkiđ gerir almenningssalerni ađ menningarmiđstöđ.
Myndina tók ég í frostinu í dag í Krossanesborgum. Horft er upp í ađra náttúruparadís Akureyringa, Súlur og Glerárdal.
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.