8.12.2009 | 20:31
Fyrir jólatónlistarfíkla
Nýlega voru Frostrósatónleikar hér í Íţróttahöllinni. Fer tvennum sögum af ţeim. Hljómburđurinn í höllinni er vitaskuld umdeildur og eins ţykir mörgum sem ég hef heyrt í of mikil peningalykt af fyrirtćkinu ţótt margir frábćrir listamenn hafi komiđ fram á tónleikunum.
Frostrósir eru pínulítiđ 2007. Jólin í útrásarham.
Manninum sem gekk út af tónleikunum og kom til mín í kaffi og kjúkling af ţví ég á heima rétt hjá íţróttahöllini benti ég á Akureyrarkirkju og ţađ frábćra og fjölbreytta tónlistarstarf sem ţar fer fram.
Annađ kvöld er nýstofnađur kammerkór, Ísold, međ sína fyrstu tónleika í kirkjunni. Ţeir hefjast kl. 20. Ég hlakka mikiđ til ađ heyra í ţessum nýja kór. Hann skipa ungar konur sem eru vaxnar upp úr Stúlknakór Akureyrarkirkju.
Ég ţekki eina 18 ára Ísoldarstúlku sem byrjađi ađ taka ţátt í kórastarfinu 7 ára gömul og er búin ađ syngja sig upp í gegnum kórana í kirkjunni. Mér er sagt ađ hún hafi misst af einni kórćfingu á öllum ţeim ferli.
Nćsta sunnudag er síđan komiđ ađ árlegum Jólasöngvum Kórs Akureyrarkirkju. Ţeir eru fyrir löngu orđnir ómissandi ţáttur í jólaundirbúningi stórs hluta bćjarbúa. Undanfarin ár hefur ţurft ađ hafa ţá tvisvar, kl. 17 og 20, og hefur kirkjan fyllst í bćđi skiptin.
Kórinn hefur sjaldan veriđ betri en núna.
Styrktartónleikar líknarsjóđsins Ljósberans verđa í Akureyrarkirkju 17. desember kl. 20. Björg Ţórhallsdóttir, söngkona, hefur veg og vanda af undirbúningi ţeirra og syngur ţar ásamt góđum gestum.
Kammerkórinn Hymnodia verđur međ sína jólatónleika mánudaginn 21. desember. Söngur kórsins er sannkallađ eyrnakonfekt og hann er án efa í fremstu röđ slíkra kóra hér á landi.
Ofangreint sýnir ţróttinn í tónlistarstarfinu í Akureyrarkirkju en ţar standa í brúnni organistarnir Eyţór Ingi Jónsson og Sigrún Magna Ţórsteinsdóttir.
Auk nefndra kóra starfa tveir barnakórar viđ kirkjuna.
Jólatónlistarfíklar geta flutt inn í kirkjuna nćstu vikurnar međ svefnpoka og tannbursta.
Myndina tók ég í Brynjuísbíltúr í gćrkvöldi og ţar gefur m. a. ađ líta Akureyrarkirkju. Akureyskara verđur ţađ varla.
Athugasemdir
Jólalegt og fallegt. Akureyri eins og stórborg á ţessari mynd. Ég hef gaman af góđri tónlist en dytti aldrei í hug ađ fara á rándýra dívutónleika. Hvorki Frostrósir né Kidda Konn. Alls ekki Bubba og ekki einu sinni Bjögga ţó ég sé ađdáandi hans. Tónlist í kirkjum landsins er í hćsta gćđaflokki og stundum finnst mér hún stela athyglinni frá hinu heilaga orđi ef svo má segja . Kveđja Kolla
Kolbrún Stefánsdóttir, 8.12.2009 kl. 22:44
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.