Bókmenntamessur

DSC_0604 

Á nýju ári verður bryddað upp á nýmælum í starfi Akureyrarkirkju. Svokallaðar bókmenntamessur komast á dagskrá og verða mánaðarlega fram á vor.

Í bókmenntamessum verður ein bók höfð til hliðsjónar við prédikun og við val á sálmum, tónlist, bænum og ritningartextum.

Lesnir verða stuttir kaflar úr bókinni. Þar nýtur kirkjan liðsinnis leikara úr Leikfélagi Akureyrar.

Fyrsta bókmenntamesan verður sunnudaginn 10. janúar. Biskup Íslands, herra Karl Sigurbjörnsson, ríður á vaðið. Hann valdi sér bókina Dóttir myndasmiðsins eftir Kim Edwards.

Sr. Dalla Þórðardóttir, prófastur Skagfirðinga, annast bókmenntamessu 14. febrúar. Hennar bók er Brasilíufararnir eftir Jóhann Magnús Bjarnason.

Í lok kirkjuviku, þ. 14. mars, ætlar dr. Hjalti Hugason að fjalla um nýja bók Böðvars Guðmundssonar, Enn er morgunn.

Hjónin í Laufási, Sunna Dóra Möller og sr. Bolli Pétur Bollason, sækja Akureyrarkirkju heim sunnudaginn 18. apríl. Þeirra bók er Saga þernunnar eftir Margaret Atwood. Umfjöllunarefni þeirrar sögu er hið fullkomna karlaveldi.

Síðasta bókmenntamessan í þessari törn verður 31. maí en vígslubiskupinn á Hólum, sr. Jón A. Baldvinsson, sér um hana.

Nú er um að gera að fara að viða að sér bókum og taka frá ofangreinda sunnudaga.

Myndin: Brasilíufararnir eru meðal bókanna í messunum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Sæll séra Svavar!

Þið eruð skemtilega hugmyndarík í Akureyrarkirkju.

Blessunaróskir úr Garðabæ.

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 11.12.2009 kl. 13:02

2 identicon

Sæll vertu...briljant hugmynd hjá ykkur, ætti kannski að stela þessari hugmynd og senda á prestinn okkar Blandon:)

Njóttu aðventunnar.

Kveðja úr sveitinni,

Anna Ring

Anna Ringsted (IP-tala skráð) 11.12.2009 kl. 14:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband