14.12.2009 | 00:11
Dúnmjúk jól
Um þetta leyti ársins eru gjarnan slegin hraðamet.
Nú er mikill asi á öllu og margir hrópendur í eyðimörkuðunum.
Manni liggur lífið á.
En sá sem er í vændum á aðventunni kemur varlega.
Þannig er þetta orðað í spádómsbók Jesaja.
Hann kallar ekki og hrópar ekki og lætur ekki heyra raust sína á strætunum. Brákaðan reyrinn brýtur hann ekki sundur og dapran hörkveik slekkur hann ekki.
Þessi texti er þörf áminning mönnum eins og mér. Ég hef ægilega gaman af öllu aðventutilstandinu og lúmskt gaman af vandlæturunum sem árlega hneykslast á slíku.
Aðventan má samt ekki verða of höst.
Og þegar jólin koma vil ég hafa þau alveg dúnmjúk.
Myndin: Í Krossanesborgum við Akureyri.
Athugasemdir
Góð færsla ;)
fær mig persónulega 20 ár aftur í tímann þegar ég samdi lag og texta sem hét "Dúnmjúka Dimma"... í huganum þegar ég samdi lagið var einmitt að finna friðinn sem fylgir næturstemmningunni og sjá ljósið í myrkrinu :)
Ég fékk þessa góðu tilfinningu hér um stund við lestur færslunnar :)
Ólafur í Hvarfi (IP-tala skráð) 14.12.2009 kl. 12:11
Sæll Svavar. Alltaf gott að lesa pistlana þína. Reyndar er ég að sættast við jólin eftir að hafa verið ein í einhver tólf ár. Áður fyrr þurfti allt að vera svo fullkomið og á réttum tíma og það var út af jólunum og "komu frelsarans". Hann kom víst kl 1800 þann 24.12. Núna er ég hætt öllu veseni í sambandi við jólin en held samt upp á aðventuna með ljósum og jólaskrauti bæði litríkum ljósaseríum og gyðingaljósum. Er t.d. núna að skreyta jólatréð en sendi ekki jólakort. Ég gef gjafir en það er allt og sumt. Lausnin er að losna út úr hefðunum. Fólk sendir jólakort út og suður, fyrirtæki sín á milli hvað þá heldur annað. Mér finnst það bara hlægilegt í besta falli. Því miður skil ég ekki tilvitnunina hjá þér í Jesaja varðandi jólin og það sölubatterí sem þau eru orðin og hafa kannski alltaf verið. Veit að þau færa mörgum slæmar tilfinningar en fáum sanna gleði. Var að koma af jólamarkaði í Lille í Frakklandi og það var mjög gaman að skoða fallega smáhluti sem kostuðu lítið en hentuðu til jólagjafa. kveðja Kolla.
Kolbrún Stefánsdóttir, 14.12.2009 kl. 23:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.