Þeir ósnertanlegu

DSC_0371 

Sagan endurtekur sig því enginn var að hlusta.

Þannig mæltist vitrum manni einu sinni.

Í kvöld setti Egill Helga tveggja mánaða gamlan pistil inn á bloggið sitt ásamt jafngömlum athugasemdahala.

Nú heldur bloggherinn hans Egils áfram að gera athugasemdir þar sem frá var horfið.

Það er hægur vandi því ekkert hefur breyst.

Ekkert breytist vegna þess að enginn er að hlusta.

Auðmennirnir sitja ennþá að sínu. Þeir halda eignum sínum, fyrirtækjum og fjölmiðlum. Þeir stjórna umræðunni.

Þeir gera milljarðadíla við stjórnvöldin sem um leið vinna að því hörðum höndum að koma ofurskuldum þeirra yfir á almenning.

Þeir fá alls konar ívilnanir frá ríkinu meðan það hækkar skattana og lánin sem almenningur þarf að borga og lækkar launin.

Vinkona mín á kassanum í hverfisbúðinni spurði mig í dag hvort hún væri siðlaus.

Hún sagði að presturinn í DV segði að Íslendingar væru siðlausir og hann hefði enga trú lengur á samfélaginu.

Þannig er Ísland í dag. Mennirnir sem komu okkur á kaldan klaka halda sínu. Líka fjölmiðlunum. Og nota þá til að útbreiða þann boðskap að hrunið sé siðlausum Íslendingum að kenna - eins og vinkonu minni á kassanum í Strax.

Þeir eru ósnertanlegir enda komst þessi ágæti kollegi minn víst þannig að orði í viðtali við DV að ekki væri hægt að ætlast til annars af útrásarvíkingunum en að þeir gerðu það sem þeir gerðu.

Hluti þjóðarinnar er með öðrum orðum undanþeginn löghlýðni og siðgæðiskröfum.

Eins og sést.

Myndin er endurtekning. Ég hef birt hana áður. Nú er hún svarthvít.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sverrir Einarsson

Þetta er kjaftæði að myndin sé gömul, þetta er ný mynd (ég hef aldrei séð hana fyrr). sbr. ef ég fengi mér nýja kennitölu.

ps. kaldhæðni hvað....

Sverrir Einarsson, 17.12.2009 kl. 16:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband