Siðleysið toppað með vitleysi

DSC_0405 

Fróðlegt hefur verið að fylgjast með viðbrögðum við skoðanakönnunum og kosningum um Icesave-samningana.

Þegar stefndi í að andstaðan við samningana í undirskriftasöfnun Indefence-samtakanna næði áður óþekktum hæðum upphófst ófrægingarherferð gegn söfnuninni.

Sama máli gegnir um kosningu um málið sem framkvæmd var á vefsíðunni Eyjunni.

Þegar sú kosning fór af stað var ljóst hvernig hún yrði framkvæmd.

Samt er ekki fyrr en úrslitin liggja fyrir að menn finna framkvæmdinni allt til foráttu.

Bæði skoðanakannanir og kosning Eyjunnar sýna held ég að mikill meirihluti þjóðarinnar er á móti því að veita Icesave-samningunum ríkisábyrgð.

Rökin sem notuð hafa verið fyrir Icesave eru þau að það hafi ekki verið einkafyrirtæki sem stóð í siðlausum viðskiptum í Bretlandi og Hollandi.

Siðleysið hafi verið þjóðarinnar. Íslendingar séu siðlausir og þess vegna séu Icesave-klyfjarnar þeim makleg refsing - og komandi kynslóðum.

Nú er því haldið fram að ekki sé nóg með að þjóðin sé siðlaus og ærulaus heldur vitlaus í ofanálag.

Hún haldi að Icesave sé spurning um einhvers konar lýðræði!

Það er mikill misskilningur, segja ísklafasinnar.

Icesave sé bara spurning um hvort standa eigi við samninga og borga eigi skuldir.

Samkvæmt því er allt vesenið á Alþingi undanfarna mánuði líka misskilningur.

Aldrei kom annað til greina en að segja já við samingunum eins og þeir liggja fyrir.

Alþingi Íslendinga hefur í þessu tilfelli einungis það hlutverk að staðfesta díl sem felur í sér einhverjar mestu skuldbindingar sem nokkur þjóð hefur á sig tekið.

Þjóðin er bara of vitlaus til að fatta það.

Nema þessi stóri minnihluti sem veit um hvað málið snýst og á því að hafa vit fyrir okkur hinum, siðleysingjunum og vitleysingjunum.

Kannski er þarna komin elítan fræga, sem Steingrímur talaði um í vor?

Myndin er af Sigurhæðum og sér fram í Garðsárdal, tekin fyrir rúmum mánuði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þetta eru EB-sinnarnir, þeir líta á okkur sem "afdala- og útkjálkamenn" það hef ég lesið hér á blogginu. Í þessu sambandi er rétt að rifja það upp að niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar um að aðild að ESB verða ekki bindandi.

Sigurður Þórðarson, 18.12.2009 kl. 12:43

2 identicon

Leiðréttu mig ef ég hef rangt fyrir mér; Björgólfur eldri var einn stærsti eigandi að gamla-Landsbanka sem var bæði arkitekt og eigandi að Icesave. Hann lýsti sig gjaldþrota fyrr á þessu ári svo ekki er hægt að nálgast eigur hans lengur sem hægt er að notast upp í skuldir Icesave, sem e.t.v. hafa verið færðar í eigu sonar hans eða annarra ættingja eftir á...

Hefur mig missést eða hefur umfjöllunin um Björgólfsfeðga færst grunsamlega mikið yfir á aðgerðarleysi ríkisstjórnar og önnur mál til að "fela" tengsl þeirra við Icesave....

Viskan (IP-tala skráð) 18.12.2009 kl. 12:59

3 Smámynd: Lárus Baldursson

Já ég held að þetta sé eitthvað í íslenskum genum, hvað þjóðin er vitlaus fyrst fengu útvaldir eignarétt á fiskinum í sjónum og eittvað verndunar sjónarmið var notað og því trúðu menn sem er náttúrulega algjör vitleysa að bera saman steindauð innhöf eins og Eystrasalt og Nýfundnaland við norður atlandshafið 200 sjómílur hringinn í kringum landið hvað eru þetta eiginlega margir ferkílómetrar, og nú er það Icesave ímynda menn sér það að það sé þegnskylda íslendinga, að taka þessar klyfjar á okkur fyrir ESB.

Lárus Baldursson, 19.12.2009 kl. 03:10

4 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sælir. Sammála ykkur öllum og eins og Viskan bendir á þá er fólk með þær væntingar til stjórnmálamanna að láta rétta aðila taka ábyrgðina í stað þess að nú ætlar stjórnin að skella þeim á þjóðina. Síðan ætlar stjórnin að gefa réttum sökudólgum tækifæri til að reyna aftur með afsláttarkjörum ef þarf. Þjóðin er og var grandvaralaus , grunnhyggin og trúgjörn og gamla hugsunin " þetta reddast" hefur ekki hopað í hausnum á henni. Held að fólk skilji ekki alveg þessar rosafjárhæðir og hvað það þýðir fyrir okkur að undirgangast þennan gjörning sem Icesave er. Kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 20.12.2009 kl. 13:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband