21.12.2009 | 22:30
Jólin eru yfir Hrólfsskeri
Jólin hafa veriđ ađ lóna fyrir utan Norđurlandiđ en eru farin ađ mjaka sér inn í fjarđarkjaftinn.
Ţegar ţetta er skrifađ munu jólin vera nokkurn veginn yfir Hrólfsskeri.
Klukkan sex á ađfangadag verđa jólin komin í bćinn.
Ţá verđur allt ađ vera til, baukarnir fullir af dropakökum, sörum og hálfmánum, steikin snarkandi í ofninum, húsbóndinn gljárakađur, vćttur dýrum rakspíra, húsfrúin í sínu fínasta dressi og börnin sitja prúđ af sér máltíđina, afplána guđspjalliđ áđur en byrjađ verđur ađ tćta utan af pökkunum.
Allra augu beinast ađ dagatalinu og ţegar ţar stendur 24 međ rauđu fćrast augun á klukkur og úr.
Svo verđur klukkan sex og jólin eru komin á áfangastađ eftir siglinguna inn fjörđinn. Kólfarnir bresta í dans innan í klukkunum, organistar landsins rétta úr sér og spila inn hátíđina, kórarnir rćskja sig og ţađ er orđiđ of seint fyrir okkur prestana ađ laga jólarćđurnar.
Myndina tók ég á föstudaginn var og ţar sést áminnst Hrólfssker.
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.