Jólin 2009

DSC_0747 

Gleðileg jól, kæru vinir, nær og fjær!

 

Í litlu gistihúsi er drepið þungt á dyr

og daufur karlmannsrómur um næturgreiða spyr.

Úr hlýjunni berst svarið „hér ekkert rými er"

svo út í dimma nóttina hófatakið fer.

 

Á baki situr meyjan og köld er hennar kinn.

Til kofans handan byggðar hann teymir asna sinn.

Þótt hrörlegt sé það skýli og næði þar um þil

er þreyttum ljúft að hvílast við týruflökt og yl.

 

Þau heyra englasönginn sér færast nær og nær

en niðamyrkrið ljómar og hopar sífellt fjær,

því hann sem er að fæðast er lífsins sanna sól

og sendir ljós til þeirra sem halda nú sín jól.

 

Myndin er af Akureyrarkirkju, tekin í gær, 23. 11. 2009.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Gleðileg jól Svavar. Það væri nú mikil bragarbót af því að flytja svona ægifagurt ljóð í aðfangadagsmessunum heldur en lesa textann beint upp úr biblíunni eins og gert er víðast. Vel gert og fallegt Kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 25.12.2009 kl. 11:35

2 Smámynd:

Falleg vísa atarna. Gleðileg jól norður í snjóinn

, 25.12.2009 kl. 22:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband