Ofsóknir gegn kristnum

DSC_0229


Nýlega sá ég merkilega heimildarmynd á þýsk-frönsku sjónvarpsstöðinni Arte um ofsóknir gegn kristnum í Austurlöndum nær. Haldi þessi þróun áfram sýnist mér reyndar réttara að tala um útrýmingarherferð en ofsóknir.

Við upphaf 20. aldar var fjórði hver íbúi þessa heimshluta kristinnar trúar. Nú eru kristnir þar í miklum minnihluta, einungis 11 milljónir af 320 milljónum. Á ári hverju er fjöldi kristinna manna myrtur og rekinn á flótta, m. a. vegna þess að kristnir eru taldir tengjast óvininum mikla, Vesturlöndum. Með tilkomu hryðjuverkasamtakanna Íslamskt ríki versnaði staða þeirra enn frekar.

Nú er svo komið að eldfornum kristnum trúarsamfélögum í Tyrklandi hefur því sem næst verið útrýmt. Þar eru trúlega rétt um 100.000 kristnir eftir. Í Írak voru þeir ofsóttir grimmilega og flúðu til Kúrdistan. Ástandið í Sýrlandi er enn verra. Þar hefur ein milljón kristinna flúið landið. Hvergi fyrirfinnast fleiri kristnir í þessum heimshluta en í Egyptalandi, koptarnir svonefndu, með sína stórmerkilegu arfleifð og sögu. Staða þeirra er þó mjög erfið.

Í viðtali við höfund myndarinnar, franska kvikmyndagerðarmanninn Didier Martiny, kemur fram að hann telur að Evrópa og Bandaríkin horfi aðgerðarlaus upp á þessa skelfilegu þróun vegna þess að þessi minnihluti hafi enga strategíska þýðingu fyrir þau.

Trúarflóran í Austurlöndum nær er þó enn furðu fjölbreytt. Þar eru ýmsar fámennar kirkjudeildir með mjög langa og merkilega sögu. Þessir trúarhópar eru hver öðrum háðir og staða þeirra viðkvæm. Höfundur myndarinnar segir það sína skoðun, að hverfi einn af svæðinu geti hinir horfið í kjölfarið. Gerist það sé heimshlutinn sviptur mikilvægum hluta af menningararfi sínum.

Eitt sinn var vagga kristninnar í Austurlöndum nær en síðustu aldirnar hafa kristnir menn sætt illri meðferð stjórnvalda og víða verið annars flokks borgarar. Þeir hafa aldrei búið við ríkidæmi en þó alltaf lagt áherslu á að vera vel að sér um önnur trúarbrögð á svæðinu. Í viðtalinu segist Martiny til dæmis hafa hitt munka sem bjuggu yfir frábærri þekkingu á Kóraninum. Kristnir menn séu mjög mikilvægir fyrir fjölhyggjuna í heimshlutanum.

Myndina tók ég í gær af eyfirsku vori


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Takk fyrir góðan pistil. Umræða um þessa hörmungarsögu er nánast engin, "enda hentar hún ekki" í dag. Mesta púðrið fer í umræðu um böðlana, sem skipulega flæða nú yfir enn víðfeðmari svæði kristinna manna, með mjög fyrirsjáanlegum afleiðingum.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 20.5.2016 kl. 01:13

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Heilar þakkir fyrir þessa góðu grein um brýnt mál og skelfilega hluti raunar, séra Svavar Alfreð.

Stjórnvöld okkar mættu greinilega beina sjónum sínum að því að bjarga kristnu fólki á áhrifasvæði Ríkis islams frá þeim sem þar ógna sjálfri tilveru þeirra og sæmd kvennanna og dætra þeirra.

Hvað er að þeim pólitíkusum sem daufheyrast við þessu ákalli?

Jón Valur Jensson, 20.5.2016 kl. 02:14

3 identicon

Evrópuþingið hefur úrskurðað að það eigi sér stað þjóðarmorð á kristnum á þessu svæði og það væri óskandi að íslensk stjórnvöld tækju undir með Evrópuþinginu. 

http://www.europarl.europa.eu/sides/getDoc.do?pubRef=-%2F%2FEP%2F%2FNONSGML+MOTION+P8-RC-2016-0149+0+DOC+PDF+V0%2F%2FEN

Guðrún (IP-tala skráð) 20.5.2016 kl. 10:58

4 Smámynd: Svavar Alfreð Jónsson

 Þetta er merkilegt plagg, Guðrún. Í febrúar á þessu ári lýsir Evrópuþingið því yfir að verið sé að fremja þjóðarmorð á kristnum mönnum og öðrum minnihlutahópum. Það þjóðarmorð virðist fá að halda áfram án þess að vestrænir fjölmiðlar sjái ástæðu til að fjalla um það.

Svavar Alfreð Jónsson, 20.5.2016 kl. 11:16

5 identicon

Já fjölmiðlar hafa brugðist upplýsingaskyldu sinni í þessu máli.
Getur Þjóðkirkjan gert eitthvað?

Guðrún (IP-tala skráð) 20.5.2016 kl. 11:24

6 identicon

Í 1400 ár bjuggu kristnir og gyðingar í sátt og samlyndi með öðrum á þetta svæði, en í byrjun 20sta aldar þegar stórveldi foru að skipta sér á málum þetta svæði þá for allt í bál og brand fyrir alla íbúa þess. Skipting Tyrkjaveldi í litlum ríkum af stórveldið gerði ljóta hlutir. Stofnun Israels ríki var ekki til að bæta ástandið. Stríð vesturlönd í Iraq, Syrland,libíu og fleiri lönd eyðilagði samfélagið þar.Það hef ekkert með trúarbrögð að gera . Það er skriðsglaðir vesturlönd sem ber ábyrgð á hörmungin fyrir alla þjóðfélagshópa þar. Afaverju heyrðist ekkert þegar kristin menn vöru myrtir og hrakin í burt af zionistana frá Haifa og Palestina. Afaverju eru kristin menn í Palestina meinaðir aðgangur til Jerúsalem alveg eins og múslimar. Lausn á þessu er að Vestur lönd láta okkar í friði.

Salmann Tamimi (IP-tala skráð) 20.5.2016 kl. 18:25

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þorir Þjóðkirkjan því? (að gera eitthvað í málinu). Er leiðandi fólk þar ekki búið að múlbinda sig við að fylgja bæði félagspólitískum "rétttrúnaði" fremur en þeirri réttu Nýjatestamentistrú, að við eigum að "gjöra öllum gott og einkum bræðrum vorum"?

Ef fjölmenningarhyggjan heldur aftur af stjórnmálamönnum og jafnvel kirkjunni að koma kristnum mönnum í augljósri neyð til bjargar, þá mætti það verða þeim fyrstnefndu til áminningar og nýs viðmiðs, að ESB-þingið hefur tekið ærlega á þessu máli, og nú geta [að minnsta kosti] fylgismenn ESB brotizt út úr sínum pólitíska rétttrúnaði og krafizt hjálpar við kristna Sýrlendinga sem sæta þjóðarmorði.

Jón Valur Jensson, 20.5.2016 kl. 19:29

8 Smámynd: Svavar Alfreð Jónsson

Takk fyrir þína góðu athugasemd, Salmann Tamimi!

Og takk fyrir að minna okkur á að sagan sýnir, að trúarbrögðin geta vel búið saman í sátt og samlyndi.

Ég er sammála þér um að afskipti Vesturlanda hafa alls ekki alltaf verið til góðs - og of oft til ills eins og fram kemur í þessari heimildarmynd.

Mér finnst á hinn bóginn ekki hægt að sitja aðgerðarlaus á meðan verið er að fremja þjóðarmorð. Þá skiptir engu máli hverrar trúar fólkið er sem verið er að myrða.

Bestu kveðjur,

Svavar Alfreð

Svavar Alfreð Jónsson, 20.5.2016 kl. 20:13

9 identicon

Sæll Svavar Alfreð - sem og aðrir gestir, þínir !

Það er RANGT: af hálfu Salmanns Tamimi, að Kristnir menn, geti treyst á sátt og samlyndi, við fylgjendur Múhameðs fals- spámanns.

Saga aldanna - sýnir okkur það, beinlínis.

Salmann Tamimi: ætti að útskýra fyrir okkur, megin ástæður Krossferðanna, t.d.

Arabar: ruddust inn í Norður- Afríku á sínum tíma, og eyðilögðu að stærstum hluta, menningar samfélögum Berbanna, sem margir voru Kristnir:: fylgjendur Fornkirkjudeildanna, sem og Andatrúar, aukinheldur.

Má víst telja gott - að Berbum hafi tekist, að varðveita Amazigh stafa gerð sína / sem og Tónlistar arf, að nokkru, þrátt fyrir linnulausar tilraunir Arabíska innrásarliðsins, að splundra því, sem öðru.

Þá - rústuðu Múhameðskir, Sassanída ríki Persa (Zaraþústratrúarmanna), á 7. öldinni, og munum:: örlög Konstantínópel, þann 29. Maí, árið 1453.

Fagurgali Salmanns: er marklaus með öllu, hlaðinn hræsni og því undirferli, sem Mekku kenningin byggir á, gott fólk.

Hindúar - Kristnir menn - Bhúddatrúarmenn, auk fjölda annrra, standa nú frammi fyrir því verkefni, að uppræta Múhameðskuna, og eyðileggingar hyggjuna, sem hún hefir byggt á, allt: frá öndverðu sinni !

Með beztu kveðjum af Suðurlandi - fremur þurrum, til Salmanns Tamimi, og annarra áhangenda hrottans Múhameðs, aftur á móti /    

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 20.5.2016 kl. 22:01

10 Smámynd: Svavar Alfreð Jónsson

Sæll, Óskar Helgi.

Það er rétt að því miður eru of mörg dæmi um ófrið af völdum trúarbragða og lífsskoðana.

Ef til vill er ein skýringin á því viðhorf eins og fram koma í þessari athugasemd þinni.

Bestu kveðjur,

Svavar Alfreð

Svavar Alfreð Jónsson, 20.5.2016 kl. 22:14

11 identicon

Komið þið sæl - á ný !

Svavar Alfreð !

Sem vænta mátti: lest þú alveg hárrétt, í mínar meiningar / sem ályktanir, allar.

Um óhæfuverk Múhameðskra - gæti ég skrifað heilar Tylftir bókarit raða, gæfist mér tóm til, en þar sem ég er innvinnklaður Málmiðanaðinum og þörfum hans (til Sjávar og Sveita) upp á hverja aðra hversdagslega veraldarinnar vísu, mun vart við því að búast, að eptir mig liggi fræðirit, um einn Myrkasta tíma Miðaldanna / sem og til okkar daga, sem hér er til megin- umfjöllunar, en um leið vil ég þakka þér fyrir þína skilmerkilegu og gagnlegu samantekt hér að ofan, Svavar Alfreð.

Með þeim sömu kveðjum - sem hinum fyrri / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 20.5.2016 kl. 22:29

12 Smámynd: Theódór Norðkvist

Langar að spyrja Salmann, sem vill að Vesturlönd láti Miðausturlönd í friði, hvort það merki að við eigum að hætta alveg að taka við flóttamönnum þaðan og senda alla Miðausturlandabúa til baka, sem hafa verið teknir inn sem flóttamenn. Eins hvort að Vesturlönd eigi að hætta allri þróunaraðstoð við þessi sömu ríki.

Theódór Norðkvist, 21.5.2016 kl. 08:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband