16.10.2016 | 23:34
Mannkynið verður trúaðra
Oft er því haldið fram að með aukinni upplýsingu, hagsæld og stöðugum framförum í vísindum minnki vægi trúarbragða. Margir spá því að hnattvæðingin ásamt meira frelsi til hugsana og skoðana útrými trúarbrögðum. Sú skoðun virðist útbreidd að þau séu við það að hverfa.
Kommúnistar, fasistar og postmódernískir guðleysingjar hafa keppst við að boða aðsteðjandi dauða skipulegs kristindóms og hafa tekið undir fræg orð þýska heimspekingsins Friedrich Nietzsche um að Guð sé dauður.
Enginn dregur í efa að mikil umbrot eru í hinum trúarlega heimi. Ekki leikur heldur vafi á að í mörgum löndum eiga trúarbrögðin undir högg að sækja. Þar fjölgar stöðugt fólki sem kýs að standa utan allra trúfélaga. Hæpið er að tala um mörg vestræn lönd sem kristin lengur. Trúarlegu læsi í þeim heimshluta hrakar með hverju árinu.
Enn játa þó þrír af hverjum fjórum jarðarbúum einhverja trú. Samkvæmt nýrri rannsókn bandarísku Pew Research hugveitunnar mun það hlutfall vaxa næstu áratugina. Árið 2050 munu 80% mannkyns tilheyra einhverjum trúarbrögðum. Múslimar verða þá næstum jafnmargir og kristnir. Búddistum verða jafnmargir og nú en bæði hindúum og gyðingum mun fjölga. Guðleysingjum og þeim sem telja sig ekki eiga samleið með neinum trúarbrögðum mun fjölga í mörgum löndum, þar á meðal Bandaríkjunum, en á heimsvísu fer þeim hlutfallslega fækkandi.
Timothy Samuel Shah og Monica Duffy Toft, virtir bandarískir fræðimenn á sviði félagsvísinda og alþjóðastjórnmála, benda á að sennilega hafi aldrei í sögu mannkyns verið meira frelsi, virkara lýðræði eða almennari menntun í heiminum en á okkar tímum. Bandaríska rannsóknarstofnunin Freedom House telur að á árunum 1975 til 2005 hafi frjálsum ríkjum heimsins fjölgað úr 93 í 147. Samkvæmt tölum frá UNESCO fjölgaði læsu fólki í stórum hluta svokallaðra þróunarlanda um helming á árunum 1970 til 2000. Alþjóðabankinn hefur sýnt fram á að á tólf ára tímabili, frá 1990 til 2002, hafi hlutfall íbúa í sömu löndum sem þarf að draga fram lífið á minna en einum bandaríkjadal lækkað úr 28% í 22%.
Margir gætu dregið þá ályktun að því ríkara sem fólk verði, menntaðra og njóti meira lýðréttinda, verði það jafnframt afhelgaðra. Það er ekki rétt, segja fræðimennirnir í merkilegri grein sem ber yfirskriftina Why God is Winning. Síðustu áratugir hafa þvert á móti virkað eins og vítamínssprauta á trúarbrögðin. Stærstu trúarbrögð heimsins hafi vaxið hraðar en íbúafjöldi jarðar.
Svo sannarlega er hið trúarlega landslag að breytast en það virðist vera ein útbreiddasta mýta nútímans, að trúarbrögðin séu á undanhaldi. Í niðurlagi greinarinnar segja höfundar:
"The belief that outbreaks of politicized religion are temporary detours on the road to secularization was plausible in 1976, 1986, or even 1996. Today, the argument is untenable. As a framework for explaining and predicting the course of global politics, secularism is increasingly unsound. God is winning in global politics. And modernization, democratization, and globalization have only made him stronger."
Myndin: Þegar ég kom út úr fiskbúðinni um daginn hafði þessi fagri regnbogi tyllt sér á Vaðlaheiðina.
Athugasemdir
PewResearchCenter er bull stofnun. Í menntuðu samfélagi er ekki pláss fyrir fáfræði og hindurvitni. Nietzsche "hat NICHT recht gehabt", Guð er ekki dauður, hann var aldrei til.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 17.10.2016 kl. 00:50
Að "Guð sé að vinna" eru ekki endilega góðar fréttir. Höfundar greinarinnar skrifa:
"Today’s neo-orthodoxies may effectively use the tools of the modern world, but how compatible are they with modern democracy? Religious radicals, after all, can quickly short-circuit democracy by winning power and then excluding nonbelievers. Just as dangerous, politicized religion can spark civil conflict. Since 2000, 43 percent of civil wars have been religious (only a quarter were religiously inspired in the 1940s and 50s). Extreme religious ideology is, of course, a leading motivation for most transnational terrorist attacks."
Wilhelm Emilsson, 17.10.2016 kl. 04:25
Og þú fagnar því að menn eins og Saudi Arabar og ISIS sem höggva haus og annan séu að fjölga.
Eg myndi kalla slíkt hörmung.
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 17.10.2016 kl. 09:02
Í þessum pistli er bent á að það viðhorf að trúarbrögðin séu að hverfa standist tæplega. Í þeim heimildum sem vísað er í er því alls ekki fagnað að róttækum og ofbeldissinnuðum öfgahópum geti hugsanlega fjölgað. Þvert á móti er á það bent að grösin í trúarbragðaflórunni séu mörg og misjöfn. Þar þrífst svo sannarlega illgresi. Þess vegna verðum við að vera gagnrýnin á það sem þar getur sprottið. Þótt alhæfingar geti verið varasamar held ég að mikilvægt sé að taka mark á þeirri ábendingu, að séu trúarbrögðin ekki hluti af lausninni verði þau mjög líklega hluti af vandanum.
Svavar Alfreð Jónsson, 17.10.2016 kl. 09:21
Hvort að trúarbrögð séu anachronism eða ekki fer líklega eftir því hvaða hlutverki þau gegna í nútíma upplýstu samfélagi menntunar og þekkingar. Eitt höfuðvígi trúarinnar, sköpunarverkið, sem birtist okkur í fegurð og fjölbreytni lifandi náttúru, en einnig í grimmd og andstyggð hennar, var jafnað við jörðu með ritinu „On the Origin of Species“ eftir Charles Darwin, sem birtist 24. nóvember 1859. Af mörgum talið merkasta rit vísindanna, af svipaðri stærðargráðu og Philosophiae Naturalis Principia Mathematica, sem Issac Newton birti 1687. Mikið áfall fyrir kirkjuna, sem tók til fótanna í næsta höfuðvígið, sköpun alheimsins, en náttúrunni sjálfri hafði ekki verið treyst fyrir slíkum smíðum, þrátt fyrir Darwin. Eðlis- og efnafræði, skammtafræðin (quantum mechanics) og afstæðiskenningar Einstein’s hafa nú eytt því vígi. Heimurinn varð nefnilega til fyrir 13,72 milljörðum ára (Big bang) úr „engu.“ Tómarúmið (vacuum) er nefnilega ekki tómt, ekki alveg, ekki alltaf (quantum fluctation, inflation, phase transfer). Svavar, þú þarft að auka og bæta menntun þína. Ert eftir því sem ég hef heyrt sóma maður og skynsamur mjög. Láttu mál flóttafólks meira til þín taka. Þar sem göfug og mannleg gildi eru höfð að leiðarljósi. Um slík gildi þurfum við ekki að ræða.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 17.10.2016 kl. 12:01
Supposing there was no intelligence behind the universe, no creative mind. In that case, nobody designed my brain for the purpose of thinking. It is merely that when the atoms inside my skull happen, for physical or chemical reasons, to arrange themselves in a certain way, this gives me, as a by-product, the sensation I call thought. But, if so, how can I trust my own thinking to be true? It's like upsetting a milk jug and hoping that the way it splashes itself will give you a map of London. But if I can't trust my own thinking, of course I can't trust the arguments leading to Atheism, and therefore have no reason to be an Atheist, or anything else. Unless I believe in God, I cannot believe in thought: so I can never use thought to disbelieve in God.
- C.S. Lewis
Theódór Norðkvist, 17.10.2016 kl. 13:20
What do atheists think of C.S. Lewis' "Mere Christianity”?
Not much. Religion is bunk. God or gods almost certainly don't exist. Why philosophise over irrelevant musings?
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 17.10.2016 kl. 14:11
Gott og vel, það er sem sagt nóg að segja að einhver fræðimaður sé ómarktækur til að ógilda öll hans rök. Þá hef ég ekkert meira við þig að ræða, eigðu góðan dag.
Theódór Norðkvist, 17.10.2016 kl. 17:34
"Þeir sem fullyrða að guð sé til hafa á röngu að standa, þeir sem fullyrða að guð sé ekki til hafa líka á röngu að standa". Þetta verður áfram deiluefni a.m.k. næstu 100 árin, hreinlega af því að það er ekki í mannlegu valdi að skera úr um það. Þetta er skoðun eðlisfræðingsins Michio Kaku. Fleiri eðlisfræðingar eru svipaðrar skoðunar t.d. Leonard Susskind. Báðir þessir eðlisfræðingar hafa sérhæft sig í strengjakenningunni. Susskind veltir fyrir sér hugmyndinni um "multiverse" eða "megaverse" en viðurkennir það sé hrein getgáta. Ef ég skil hann rétt, eru líkindin fyrir því að okkar alheimur (universe) hafi orðið til álíka mikil og að passlegt sandkorn hafi verið tekið úr haugi sem telur sandkorn í veldinu 10 123. Ef hvert sandkorn er 0,1 mm í þvermál, þá getur hver og einn reiknað út stærð sandhaugsins!
Richard Dawkins and Michio Kaku. Does God exist
Hörður Þormar (IP-tala skráð) 17.10.2016 kl. 21:16
Þetta er það sem guðleysingjar hafa upp á að bjóða... ekkert.
Mofi, 17.10.2016 kl. 22:15
Haukur Kristinsson, ég vil nú aðeins taka upp hanskann fyrir Svavar, sem þú vænir um skort á menntun. Ég ætla því að benda á John nokkurn Lennox sem trúir því fullum fetum að Jesús hafi getað breytt vatni í vín, það séu engin eðlisfræðileg lögmál sem banni slíkt, og færði hann sín rök fyrir því. Ekki veit ég hvort þér þykir Lennox nógu menntaður, en hann er (eða var) prófessor í stærðfræði í Oxford. Hefur hann oft átt í orðræðum við Richard Dawkins sem sagði einhvers staðar að líkindin fyrir því að guð væri ekki til væru 69/70. Ekki veit ég hvernig hann fékk þá tölu en finnst það talsverð játning af hans hálfu að viðurkenna að meira en 1% líkur væru á að guð væri til.
Að lokum vil ég vitna í þýska eðlisfræðiprófessorinn Harald Lesch: "Skammtafræðin er undirstaða u.þ.b. 30% allra heimsviðskipta, þó skilur hana ekki nokkur maður".
Hörður Þormar (IP-tala skráð) 17.10.2016 kl. 22:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.