Hugaður bæjarstjóri

Stjórnmálamenn þurfa stundum að taka erfiðar ákvarðanir. Oft hafa þeir ekki mikinn tíma til að hugsa þær. Þeir geta átt von á því ákvarðanir þeirra geti mælst misjafnlega fyrir.

Sigrún Björk tók góða en erfiða ákvörðun í þessu máli. Hún hafði velferð borgaranna að leiðarljósi - ekki síst barna og unglinga - og ímynd bæjarins.  Einnig hagsmuni og öryggi þess ferðafólks sem hingað vildi koma um verslunarmannahelgina og njóta góðrar dagskrár með fjölskyldum sínum.

Hún hefur ábyggilega gert sér grein fyrir því að ákvörðun þessa væri hægt að leggja út á versta veg. Hún hefur líka gert sér grein fyrir því að peningaöflin í bænum fögnuðu ekki þessari ákvörðun. Hvort tveggja hefur enda ræst.

Sigrún Björk tók rétta ákvörðun í erfiðum aðstæðum. Hún er skynsöm kona og hugrökk.

Við skulum vera stolt af bæjarstjóranum okkar, Akureyringar.


mbl.is Ákvörðun um að banna ungmennum að tjalda tekin af illri nausyn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldvin Mar Smárason

Smá mistök hjá þér 20-23 ára eru ekki táningar.

Þeir eru skattborgarar sem borga til ríkis og bæjar.

En þeim er mismunað vegna fæðingarárs og það er ekki eitthvað sem ætti að viðhangast.

Ef stein er kastað úr stórum hóp, skammar þú þá hópinn eða ávarpar þann sem kastaði steininum?

Það er augljóslega léttast að skamma bara hópinn og vona að allt lagist, en finnst þér það rétt?

Síðan er alltaf verið að tala um að helgin hafi verið mjög góð á Akureyri, sem er satt.

En þið skuluð ekki gleyma því að helgina var góð um allt land. Líka þar sem 18-23 ára borgarar máttu gista.

Ég dreg því þá ályktun að góðri helgi var ekki banninu að þakka, heldur sjálfsaga og góðri hegðun íslenskra þegna.

Þar sem Gay Pride helginn er að renna í garð, þá vill ég enda á því að skamma þig og þína fyrir fordóma í garð samkynhneigðra og aðra sem lifa út fyrir normið.

Þið ættuð að sjá sóma ykkar í því að taka vel á móti öllu fólki, óháð kynhneigð.

Baldvin Mar Smárason, 9.8.2007 kl. 21:49

2 Smámynd: Svavar Alfreð Jónsson

Gylfi: Eigum við ekki bara að setja "þá vondu" í garðinn þinn næst? Ég hef þurft að hafa þá í garðinum hjá mér nokkur sumur, þrifið hægðirnar úr þeim af útidyratröppunum og skolað hlandið af bílnum.

Svavar Alfreð Jónsson, 9.8.2007 kl. 23:28

3 Smámynd: Baldvin Mar Smárason

Hverngi væri þá að hætta að vera með útihátíð inn í miðjum bæ, í staðin fyrir að hamla frelsi áhveðin þjóðfélagshóps.

Finnst það mun skynsamlegri niðurstaða.

Baldvin Mar Smárason, 9.8.2007 kl. 23:36

4 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Sigrún Jakobsdóttir hefur sýnt að hún er öflugur stjórnmálamaður. Það er ekkert blúndustarf að vera í hennar stöðu þegar þarf að taka erfiðar ákvarðanir. Það var vitað að ákveðin öfl myndu ráðast að bæjaryfirvöldum ef reynt yrði að koma böndum á það ástand sem hefur verið hér í bæ lengi um þessa helgi og hentað hefur sumum.

Það varð að taka af skarið með þessum hætti þegar hagsmunaaðilar augslýstu 18 ára aldurstakark á tjaldsvæði bæjarins þvert ofan í það sem rætt var. Heilsíða í Fréttablaðinu og bæklingi sem dreift var um allt land var þetta auglýst .... og svo spyr maður...hverjir brugðust trausti.

Við eigum traustan og hugaðan bæjarstjóra.

Jón Ingi Cæsarsson, 10.8.2007 kl. 07:34

5 Smámynd: Gísli Gíslason

Ég efast ekki um að Akureyringar eigi traustan bæjarstjóra, en ég held að sú ráðstöfun að banna einstaklingum yngri en 23 ára inná tjaldsvæðin hafi verið alröng.

Auðvitað eru vandræða einstaklingar þar sem margir koma saman.  Málið er að taka á þeim en ekki útiloka heilan hóp eins og  gert var með því að banna yngri en 23 ára á tjaldsvæðið.

Gísli Gíslason, 10.8.2007 kl. 09:47

6 Smámynd: Einar Þór Strand

Ekki er ég frá Akureyri þó svo að ég hafi búið þar eitt sinn og eigi þar kunningja.

Þessir kunningjar mínir hafa komið nálægt að halda frið og ró á tjaldstæðunum og annarsstaðar á Halló Akureyri og voru vægast sagt búinr að fá nóg eftir því sem maður heyrði á þeim, og voru því að vonum glaðir með hátíðina núna.

Þeir sem segja eins og þú Gísli að þetta hafi ekki verið rétt aðferð og að á málunum hefði mátt taka með öðrum hætti, ykkur spyr ég með hvaða hætti og hefðuð þið verið tilbúnir að vinna sjálfir beint að því, ekki með því að koma með hugmyndir á fundum heldur með að vera á staðnum og leysa málin?

Einar Þór Strand, 10.8.2007 kl. 11:27

7 Smámynd: Gísli Gíslason

Einar Þór Strand varpar spurningu til mín.  Ég vil bæta við að ég er ekki búsettur  á Akureyri.  Ég var raunar á æskuslóðunum um verslunarmannhelgina og naut góðrar  fjölskyldu skemmtunar á Neistaflugi. Og þar voru einnig  <23 ára, flestir til fyrirmyndar.

Rétt aðferð hefði verið að efla löggæslu og fjarlægja þá einstaklinga sem væru til trafala en ekki úthýsa ákveðnu hóp einstaklinga.

Hugsið ykkur  að 20-23 ára einstaklingar eru lögráða og hafa kosnigarétt  og full lýðréttindi skv. stjórnarskrá.  En þeim er úthýst af tjaldsvæði á Akureyri.  

Gísli Gíslason, 10.8.2007 kl. 12:53

8 identicon

Þar talar prestur um sinn minnsta bróðir,útiloka hann frá fögnuðinum,sé hann 18 -23 ára er honum úthýst.

Siggi P (IP-tala skráð) 10.8.2007 kl. 14:37

9 Smámynd: Skarfurinn

Þetta var alröng ákvörðun hjá henni og hún ætti að skammast sín. Oft er talað um vissir hópar í samfélaginu sæti fordómum t.d samkynhneigðir, feitir eða fátækir svo dæmi séu tekin, en þetta eru engu minni fordómar að hafna vissum aldurshópi fólks, þá hefði verið betra að blása hátíðina af en ekki vera að vinsa úr eftir aldri, þetta er jú allt fólk ekki satt ??

Skarfurinn, 10.8.2007 kl. 16:53

10 Smámynd: Einar Þór Strand

Sæll Gísli

Núna vitum við öll að þessi aðferð hefur verið reynd á Halló Akureyri en vandamálið varð samt það stórt að ekki réðst við það þannig að þessa lausn þína er búið að reyna og hvað er þá næst.  Reyndar tel ég að þessi ákvörðun ætti að fá fólk á þessum aldri til að hugsa "á ég að láta lítinn háværann hóp eyðileggja fyrir mér eða á ég að taka þátt í að einangra þá"

Einar Þór Strand, 10.8.2007 kl. 17:02

11 Smámynd: Gísli Gíslason

Ég býst við að löggæslu á Halló Akureyri hafi  verið ófullnægjandi og þess vegna hafi ekki ráðist við  ástandið.  Lausnin er að auka löggæsluna en ekki segja  að það sé  búið að reyna og útiloka svo ákveðna þjóðfélagsþegna.   Eyjamenn halda þjóðhátíð og hafa gert í meira en 100 ár og ekki þurfa  þeir að útiloka einn né neinn.  Kannski þurfa Akureyringar að fá ráðleggingar frá þeim?

Það sem eftir stendur er að þessi ákvörðun að banna yngri en 23 ára á tjaldstæðið, verður Akureyringum til minnkunar í sögubókum framtíðarinnar.

Gísli Gíslason, 10.8.2007 kl. 17:20

12 Smámynd: Einar Þór Strand

Gísli þessar Þjóðhátíð í Eyjum og Halló Akureyri eru að mörguleiti ekki sambærilegar tjaldstæðin á Akureyri sum hver inni í miðjum bæ og ekki heldur öll á sama stað.  Á þjóðhátíð er öll hátíðin inni í Herjófsdal og tjaldstæðin líka þannig að það verða ekki eins miklir árekstrar þar og þegar hátíðin er inni í bænum svo ekki er hægt að bera þetta saman.  Aðalatriðið er að Akureyringum tókst að minnka vandræðin á Halló Akureyri og það er vel.

Einar Þór Strand, 10.8.2007 kl. 18:01

13 Smámynd: Ingimar Eydal

Hárrétt hjá Einari Þór.  Það er ósanngjarnt að bera þessa hátíð saman við Þjóðhátíð í Eyjum sem státar af 100 ára hefð og er hátíð fólksins í Eyjunni (Hátíðin "Ein með öllu" hefur aldrei verið stillt upp sem hátíð fyrir Akureyringa, heldur fyrst og fremst miðað við að fá gesti til bæjarinns, bæjarbúar líta því fæstir á þessa hátíð sem "sína" voru aldrei spurðir.)   Aðstandendur þjóðhátíðarinnar (íþróttafélagið) sjá sjálfir um svokölluð´"tjaldstæði" og "snyrtingar" (sem er hæpið að bera saman við alvöru aðstöðu í þeim efnum), auk gæslu, sjúkragæslu, ruslatínslu og þrifa og annarar þjónustu.  Á Akureyri bera aðstandendur hennar enga ábyrgð á þessum hlutum enda eru þeir einkaaðilar, aðilar í verslun og veitingahúsarekstri.   Það eru hins vegar opinberir aðilar sem sjá um gæslu, þrif, sjúkraþjónustu og þeir og rekstraraðilar tjaldsvæðanna sitja uppi með vandamálin og kostnaðinn. 

Besta lausnin á þessu er að leyfa aðstandendum hátíðarinnar "Einnar með öllu" að sjá um unglingatjaldstæði og aðstöðu því tengdu (ef einhver vill leggja það svæði til), ennfremur sem þeir sjá þá einnig um þrif og ruslatínslu í bænum.  Þeir gætu þá væntanlega staðið undir kostnaði við aukna löggæslu og öðrum kostnaði sem nú leggst á landsmenn (og þó mest á íbúa Akureyrar). Allt tal um um að virðisaukinn standi undir þessu er hæpinn því sá skattur fer beint til ríkissins og skilar sér ekki til Akureyrar nema að litlu leyti.

Sjálfur stóð ég vakt í sjálfboðavinnu á tjaldstæðunum á Hömrum aðfaranótt 16. júní sl. á "bíladögum" og efast ég um að nokkur sé tilbúinn að láta bjóða sér það sem við starfsmenn lentum í þá nótt, þrisvar sinnum voru starfsmenn barðir niður, okkur var hótað lífláti, það var hrækt á okkur, engar reglur svæðissins virtar (hvað þá samskiptareglur) og jafnvel lögreglan var í hættu við störf sín.  Að ætlast til þess að fá starfsfólk til að vinna við þau skilyrði er í hæsta máta ósanngjarnt, hagsmunaaðilar hafa nefnt að það eigi bara að hækka aðgangseyri á tjaldstæði til að standa undir aukinni gæslu en ég spyr, eigum við að gera hvað sem er fyrir peninga?? 
Það mætti kannski spyrja veitingamanninn hvort hann sé tilbúinn til að leyfa það að barnum sé rústað "fyrir rétt verð"??

Það er gott að ýmsir boðberar frelsis í landinu styðja ákvörðun bæjarstjórans með þeim orðum að "frelsi fylgir ábyrgð".  Ég vil taka undir með þeim.

Ingimar Eydal, 10.8.2007 kl. 23:34

14 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Ingimar er sá mér finnst hafa komist næsti því að gera þann vanda sem við er að glíma sýnilegan í þessu innleggi.

Samandregið er þetta svona. Vinir Akureyrar sem eru kaupmenn og veitingahús að stærstum parti setja á laggirnar hátíð, Ein með öllu. Þeir græða rosalega á þessari hátíð og eru kátir með það því hér mæta margir og sérstaklega margir sem eru til með að ráfa drukknir um bæinn og eyða peningunum sínum. Þar með hafa þeir sitt.

Svo er það hin hliðin. Vandmál skapast við slíka hátíð, sérstaklega af því mjög stór hópur er undir áhrifum ýmssa efna og drykkja.

Á þessum vanda bera Vinir Akureyrar enga ábyrgð og vísa henni á samfélagið sem þeir búa i.

Akureyrarkaupstaður styður hátíðina með fjárframlögum og ber allan kostað af hreinsun og umhirðu bæjarins. Rekstararaðilar tjaldsvæða verða að glíma við þann vanda sem skapast á tjaldsvæðum og þurfa að auka alla gæslu stórkostlega sem leiðir til að þeir tapa peningum auk hreinsunar svæðisins sem er ekkkert smá verk. Lögreglan verður að hafa allt tiltækt lið við lögggæslu allan helgina og dugar ekki til. Björgunarsveitir eru í fullu starfi alla helgina og fá greitt frá samfélaginu og þeir sem þá ráða til starfa. Nú brá svo við að þeir neituðu að gefa kost á sér í þetta verkefni og þá jókst vandinn enn.  Slysadeild og sjúkarhús verða að vera með mikinn mannskap á vakt alla helgina og ástandið á slysadeildinni hefur verið afeitt til fjölda ára. Svo afleitt að yfirlæknir þar hefur stungið upp á hér verði reknar móttökustöðvar í tjöldum eins og um stríð sé að ræða. Skemmdarverk hafa verið unnin víða um bæinn og í fyrra tók steininn úr með það og aldrei verið verra.

Svona gæti ég haldið áfram lengi en mál að linni. Umfjöllun um þetta hefur verið yfirborðsleg og fjölmiðlar hafa litla tilraun gert til að greina þessar fréttir en hafa á ábyrgðarlausan hátt tekið þátt í upphlaupi því sem þessi ákvörðun hefur skapað. Við ætluðum að halda alvöru fjölskylduhátíð hér í bæ þetta árið en viku fyrir hátíðina opinberaðist svo ekki varð um villst að Vinir Akureyrar stefndu ákveðið á samskonar hátíð og verið hefur lengi og þar brugðust þeir trausti þeirra sem að þessu unnu. Það kom skýrt fram í auglýsingu sem birtist á heilsíðu í Fréttablaðinu og í bæklingi um hátíðina að markhópur þeirra var 18 ára unglingar því þeir auglýstu sérstaklega það aldurstakmark á annarra manna tjaldsvæði sem ekki hafa haft slíkan hátt á um verslunarmannahelgar. Þá þurfti bæjarstjóri að höggva á hnútinn og það gerði Sigrún með bravör.

Jón Ingi Cæsarsson, 12.8.2007 kl. 11:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband