Atvinnurógur

Á dögunum tók blaðakona bæjarblaðsins Vikudags við mig örlítið viðtal.

Ég birti það hér.

"Umræða um presta og heimsóknir þeirra í leik- og grunnskóla landsins hefur verið hávær undanfarna daga og hefur að sumu leyti komið Svavari A. Jónssyni sóknarpresti í Akureyrarkirkju á óvart. Hann hefur tvívegis undanfarna daga fjallað um málið á bloggsíðu sinni og fengið geysileg viðbrögð, vel yfir 100 athugasemdir hafa verið skráðar við umfjöllun hans um efnið. Svavar segir presta á Akureyri lítið vera ágenga við skóla á öllum stigum.
Hann segir að leikskólabörnum gefi þeir aðventudagatal í upphafi aðventu en að öllu jöfnu komi þeir ekki í skóla bæjarins nema við sérstakar aðstæður og þeir þá kallaðir til af skólayfirvöldum. „Ég finn það samt þegar við komum að mér finnst örla á óöryggi hjá kennurum, þeim finnst þetta erfitt og hafa eflaust áhyggjur af því að misbjóða einhverjum," segir Svavar. Akureyrarkirkja hyggst efna til málþings í mars á næsta ári þar sem fjallað verður um kirkju og skóla og er þegar farið að leita til hugsanlegra fyrirlesara um þátttöku. „Umræðan nú er svolítið skrýtin á köflum, það er látið að því liggja að prestar landsins reyni hvað þeir geti að komast inn í skólana í þeim tilgangi einum að stunda trúboð, að snúa börnum til kristinnar trúar. Þetta er atvinnurógur og beinist ekki bara að okkur prestum, heldur líka kennurum," segir Svavar og bendir á að í þeim tilvikum sem Akureyrarprestar séu kallaði inn í skólana sé faglega að heimsókninni staðið. Þykir honum ekki sæmandi að fjalla um málið með þeim hætti sem gert hefur verið, þ.e. að prestar stundi trúboð í miklum móð í skólaheimsóknum sínum. Það sé villandi málflutningur og beinist ekki síður að kennurum, sem vændir eru um að láta slíkt viðgangast. Þá telur Svavar að í allri umræðunni hafi gleymst að skilgreina hvað trúboð er.

Svavar bendir á að skólarnir beri ábyrgð á skólastarfinu og hann treysti skólafólki fullkomlega til að hafa stjórn á sínu starfi, sem og að leysa þau ágreiningsefni sem upp kunna að koma t.d. í tengslum við jólahald og annað slíkt sem einhverjir taki ekki þátt í. „Mér þykir sjálfgefið að skólar hafi samvinnu við aðrar stofnanir samfélagsins sem þeir telja að geti orðið börnunum til heilla, en það starf og samvinna á að fara fram á forsendum skólans," segir Svavar. „Samvinna kirkju og skóla er hreint ekki ný af nálinni. Sumum finnst að efla þurfi samstarfið, aðrir vilja draga úr því en allir geta held ég verið sammála um að gagnlegt sé að ræða það.""


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Er þér ekki sjálfrátt, geturðu ekki rætt þetta mál heiðarlega?

Kirkjan hefur átt frumkvæði að aukinni sókn inn í skólana.  Kannski ekki í þinni sókn, en víða um land.  Það þarf ekkert að deila um þetta, staðreyndir málsins eru skjalfestar.

Jóna Hrönn Bolladóttir á frumkvæði að Vinaleið í Garðabæ.  Bróðir hennar  Bolli Pétur á frumkvæði að kristniboði í leikskólum í Seljahverfi.

Það er enginn atvinnurógur falinn í því að benda á staðreyndir málsins.

Það er aftur á móti heilmikill rógburður að gera andstæðingum trúboðs í leik- og grunnskólum sífellt upp skoðanir og skrumskæla málflutning þeirra.

Það hefur þú stundað af kappi. 

Matthías Ásgeirsson, 17.12.2007 kl. 13:17

2 Smámynd: Svavar Alfreð Jónsson

Staðreyndir málsins eru þær að kirkjan hefur átt ágætt samstarf við skóla þessa lands og vilji er til þess af beggja hálfu að halda því áfram.

Það er mikil skrumskæling að halda því fram að kirkjan hafi einungis áhuga á börnum til að geta snúið þeim til kristinnar trúar. Það er líka skrumsæling að skólarnir láti viðgangast að skólabörnum séu innrætt trúarbrögð sem foreldrar þeirra aðhyllast ekki.

Svavar Alfreð Jónsson, 17.12.2007 kl. 13:36

3 identicon

Ég skal deila með þér reynslusögu Svavar Alfreð. Fyrir rúmu ári kom sonur minn heim úr leikskólanum og sagði okkur foreldrunum að hann gæti talað við guð. Okkur brá við og spurðum hann hvernig á því stæði. Þá sagði hann að maðurinn og konan kenndu sér það. Hann varð sem sagt fyrir trúboði, fimm ára gamalt barn í leikskólanum. Ég talaði bæði við sóknarprestinn og leikskólastjórann. Leikskólastjórinn sagði ekkert trúboð fara fram í leikskólanum, en viðurkenndi þó að þau færu í kirkju og börnin látin fara með faðir vorið.

Sóknarpresturinn sagðist endilega vilja koma oftar og fræða þau um Jesú þegar ég spurðist fyrir hjá henni. Hún kom einu sinni í mánuði í leiksskólann og söng með börnunum meðal annars trúarlega söngva. Ekkert trúboð nei nei. Svo kemur t.d. Adda Steina fram í Mannamál á Stöð2 og segir ekkert trúboð í gangi. Ég er hneykslaður. Hvað gengur ykkur til með svona framkomu. Hvar er heiðarleikinn?

Nú er sonur minn að fara í kirkjuferð með skólanum sínum nú í vikunni. Hann fer í sömu kirkju og þegar hann var á leikskólanum. Þar verður sennilega haldið áfram þar sem frá var horfið. Faðir vorið o.s.frv. Nú segir þú væntanlega að hann sé ekki skyldugur að mæta. En okkur foreldrum hans dettur ekki í hug að taka hann út úr hópnum vegna þess að það hefur mjög slæm áhrif á hann. Ertu stoltur Svavar af þinni kirkju? Við upplifum þetta sem nauðgun. Við erum nauðbeygð til að láta hann fara í kirkjuna, það er skárri kostur af tveimur vondum.

Það er trúboð í leik- og grunnskólum, viðurkennið það. Látið skólana í friði. Börnin koma í sunnudagaskólan til ykkar ef foreldrum þeirra finnst boðskapur ykkar svona gríðarlega mikilvægur börnum sínum. Ef marka má ummæli ykkar um þann meðbyr sem ykkar barnastarf fær meðal þjóðarinnar að þá er engin ástæða til að örvænta. Þið verðið sennilega að fjölga barnamessum í ykkar kirkjunum og það er vel.

Arnold Björnsson (IP-tala skráð) 17.12.2007 kl. 13:58

4 Smámynd: Svavar Alfreð Jónsson

Ég endurtek: Það segir í aðalnámskrá grunnskóla að skólinn sé ekki trúboðsstofnun heldur fræðslustofnun. Starfi skólar ekki samkvæmt aðalnámskrá ber að kvarta til hlutaðeigandi yfirvalda. Og það er ekki kirkjan sem ber ábyrgð á skólastefnunni í þessu landi eða framkvæmd hennar.

Ég hef átt mjög gott samstarf við skólana í þessu landi og sé enga ástæðu til að synja skólunum um þjónustu sem þeir óska eftir eða láta þá vita af þjónustu sem kirkjan getur veitt þeim. Ég treysti skólunum fullkomlega til að meta hvort sú þjónusta brjóti í bága við markmið með skólastarfi.

Dæmi um þá þjónustu eru heimsóknir presta í skóla í kjölfar áfalla og heimsóknir skóla í kirkjur í tilefni stórhátíða.

Hafi barnið þitt "orðið fyrir trúboði" í skólanum og lært að tala við Guð getur það verið tækifæri fyrir ykkur til umræðna við barnið um það sem þið teljið sannast og réttast.

Þeir sem vilja kenna börnunum sínum að Guð sé ekki til geta ekki ætlast til þess að skólinn geri það fyrir þá.

Svavar Alfreð Jónsson, 17.12.2007 kl. 14:26

5 Smámynd: Svavar Alfreð Jónsson

Hér fyrir ofan átti að sjálfsögðu að standa:

"Ég hef átt mjög gott samstarf við skólana í þessu landi og sé enga ástæðu til að synja skólunum um þjónustu sem þeir óska eftir eða láta þá ekki vita af þjónustu sem kirkjan getur veitt þeim. "

Svavar Alfreð Jónsson, 17.12.2007 kl. 14:28

6 identicon

"Hafi barnið þitt "orðið fyrir trúboði" í skólanum og lært að tala við Guð getur það verið tækifæri fyrir ykkur til umræðna við barnið um það sem þið teljið sannast og réttast.

Þeir sem vilja kenna börnunum sínum að Guð sé ekki til geta ekki ætlast til þess að skólinn geri það fyrir þá."

 Svavar, það er engin hætta á öðru en að við ræðum við hann um þessi mál. Við viljum að sjálsögðu ekki að skólinn kenni honum að guð sé ekki til. En það á að virka í báðar áttir. Við viljum ekki heldur að skólinn kenni honum að guð SÉ TIL. Finnst þér að skólinn eigi að skólinn kenna börnunum að guð sé til? Það getur ekki talist til kristinFRÆÐSLU.

Ég talaði við yfirmenn leikskólamála hjá hjá bæjarfélaginu, það breytti engu.

"Ég treysti skólunum fullkomlega til að meta hvort sú þjónusta brjóti í bága við markmið með skólastarfi."

Þannig að ef skólastjóri byður þig að halda messu í sal skólans að þá gerir þú það bara. Skólin bað um það og það fríar þig ábyrgð. Þú ætlar ekki að meta það sjálfur hvort það bróti gegn lögum og reglum? Finnst kirkjunni allt í lagi að brjóta lög?

Arnold Björnsson (IP-tala skráð) 17.12.2007 kl. 14:41

7 Smámynd: Svavar Alfreð Jónsson

Skólinn á að kenna að til sé fólk sem trúir því að Guð sé til. Skólinn á að kenna að í bæninni tali það fólk við Guð. Skólinn á að kenna hverju fólk trúir sem trúir því að Guð sé til.

Kirkjunni finnst ekki allt í lagi að brjóta lög en ég er ekki viss um að til séu lög sem banna helgihald í skólum eða á hans vegum.

Hins vegar ætti að vera sjálfsagt mál að börn séu undanþegin þátttöku í slíku og þeim standi þá eitthvað annað til boða.

Því má heldur ekki gleyma að börn hafa trúarlegar og andlegar þarfir sem skólinn verður að taka tillit til eins og honum er unnt.

Svavar Alfreð Jónsson, 17.12.2007 kl. 15:01

8 identicon

"Skólinn á að kenna að til sé fólk sem trúir því að Guð sé til. Skólinn á að kenna að í bæninni tali það fólk við Guð. Skólinn á að kenna hverju fólk trúir sem trúir því að Guð sé til."

Nákvæmlega, þetta er krsitnfræðsla, ég er sammála þér hérna. En það eru engu að síður mörg dæmi um að farið sé út fyrir þennan ramma. Mitt dæmi sem ég sagði þér frá er dæmi um það.

"Kirkjunni finnst ekki allt í lagi að brjóta lög en ég er ekki viss um að til séu lög sem banna helgihald í skólum eða á hans vegum."

 Kirkjan brýtur lög þegar hún fermir einstakling sem ekki hefur náð 14 ára aldri. Krikjunni finnst það sennilega í lagi. Helgihald í skólum brýtur gegn ýmsum lögum og reglum.

"Því má heldur ekki gleyma að börn hafa trúarlegar og andlegar þarfir sem skólinn verður að taka tillit til eins og honum er unnt."

Þarf að mæta þessum þörfum í opinberum skólum? Nægir ekki að foreldrar sjái um þetta t.d. með því að sækja kirkju með börnunum.

Eftir stendur að nú á bara að koma vandanum yfir á skólana. Ef trúaður skólastjóri vill hafa kirkjuna inn á gafli í skólanum að þá er það bara allt í lagi. Þið takið þátt í lögbroti en ætlið bara að láta skólana axla ábyrgð.

Arnold Björnsson (IP-tala skráð) 17.12.2007 kl. 15:13

9 Smámynd: Vilborg Eggertsdóttir

~ ~ Mínar ljúfustu kveðjur til ykkar krakkar!

Vilborg Eggertsdóttir, 17.12.2007 kl. 16:00

10 Smámynd: Svavar Alfreð Jónsson

Þakka Vilborgu kveðjuna. Við Arnold segi ég: Þeir sem í sífellu saka kirkjuna um lögbrot ættu að sýna af sér þann manndóm að kæra hana fyrir þar athæfi. Það er fráleitt að láta stofnanir komast upp með margföld lögbrot.

Svavar Alfreð Jónsson, 17.12.2007 kl. 16:19

11 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Staðreyndir málsins eru þær að kirkjan hefur átt ágætt samstarf við skóla þessa lands og vilji er til þess af beggja hálfu að halda því áfram.

Kirkjan sækir nú af auknum krafti inn í skólana.  Þú veist jafn vel og ég að þessi þróun er nýleg.  Prestar voru ekki að stunda kristniboð (orð prests) í leikskólum fyrir tíu árum. 

Það er mikil skrumskæling að halda því fram að kirkjan hafi einungis áhuga á börnum til að geta snúið þeim til kristinnar trúar. Það er líka skrumsæling að skólarnir láti viðgangast að skólabörnum séu innrætt trúarbrögð sem foreldrar þeirra aðhyllast ekki.

Nú, þetta er samt satt.  Hvað er eiginlega verið að skrumskæla?

Svavar Alfreð - þú ert óneitanlega þjálfaður í því að boða eitthvað sem enginn sér, trúa því sem skynsemin nær ekki yfir.  En þetta mál snýst ekki um slíkar nálganir, þetta snýst einfaldlega um yfirlýsingar og gjörðir Þjóðkirkjunnar.

Það er stundað kristniboð í leikskólum og ef ekki væri fyrir mótmæli fámennra "hatrammra" hópa væri enginn að skipta sér af því.

Umburðarlyndi Þjóðkirkjunnar hefur komið rækilega í ljós síðustu vikur.  Viðhorfðið þar er að andstæðingar hennar eiga að éta það sem úti frýs og börnin þeirra eiga að hanga úti í horni meðan þjónar kirkjunnar vinna sína vinnu inni í skólunum. 

Matthías Ásgeirsson, 17.12.2007 kl. 16:36

12 Smámynd: Svavar Alfreð Jónsson

Það er rétt hjá Matthíasi að aukinn kraftur er í starfi kirkjunnar og vel til fundið hjá honum að benda á það.

Kirkjan hefur á að skipa ágætu starfsliði og sumt af því hefur hlotið sérstaka menntun og þjálfun í umhyggju og sálgæslu barna.

Það er á hinn bóginn ekki rétt hjá honum að kirkjan hafi einungis áhuga á börnum til að snúa þeim til kristinnar trúar. Það vita þeir skólar sem njóta þjónustu kirkjunnar.

Sért þú einn af þessum andstæðingum Þjóðkirkjunnar sýnist mér þú nú hafa ýmislegt annað að gera en að éta það sem úti frýs.

Svavar Alfreð Jónsson, 17.12.2007 kl. 17:12

13 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Það er rétt hjá Matthíasi að aukinn kraftur er í starfi kirkjunnar og vel til fundið hjá honum að benda á það.

Þessi "aukni kraftur" lýsir sér meðal annars í frekjulegu kristniboði í leik- og grunnskólum.  Því er mótmælt.  Hvar er rógurinn?

"Það er á hinn bóginn ekki rétt hjá honum að kirkjan hafi einungis áhuga á börnum til að snúa þeim til kristinnar trúar"

Þetta voru þín orð ekki mín. 

Sért þú einn af þessum andstæðingum Þjóðkirkjunnar sýnist mér þú nú hafa ýmislegt annað að gera en að éta það sem úti frýs.

Skilaboð Þjóðkirkjunnar hafa verið afar skýr.  Ég sem foreldri sem ekki sættir mig við trúboð í skólum barna minna hef, samkvæmt þér og öðru þjóðkirkjufólki, engan rétt.  Ég á bara að halda kjafti.

Ég geri það aftur á móti ekki, ég mótmæli og uppsker fyrir það hatramman málflutning þinn og annarra kirkjunnar manna, rógburð, lygar og útúrsnúninga.

Ég held þetta kallist kristilegur kærleikur á einhverjum heimilum. 

Matthías Ásgeirsson, 17.12.2007 kl. 17:33

14 identicon

Svavar, ég vildi glaður kæra kirkjuna. Ég hef einfaldlega ekki bolmagn til að fara í málaferli sem væru óhjákvæmileg í framhaldinu. Héraðsdórmur, Hæstiréttur og mannréttindadómstóll Evrópu. Kostar sennilega tugi miljóna. Auk þess væri ég að berjast við bákni sem hefur aðgang að miklum fjármunum, einstakan aðgang að fjölmiðlum, áróður úr ræðustólum o.s.frv. Heldur þú að einhver eistaklingur sé tilbúin að setja sjalfan sig í sömu stöðu og t.d. Siðmennt hefur verið í undanfarið?

Svavar, þú svarar bara því sem þér hentar en hunsar annað. Sannarlega prestur af líf og sál  

Gleiðileg jól og hafðu það gott.

Arnold Björnsson (IP-tala skráð) 17.12.2007 kl. 17:46

15 Smámynd: Kristjana Bjarnadóttir

Stundum get ég ekki orða bundist. Þú segir í ath hér að framan:

Þeir sem í sífellu saka kirkjuna um lögbrot ættu að sýna af sér þann manndóm að kæra hana fyrir þar athæfi. Það er fráleitt að láta stofnanir komast upp með margföld lögbrot.

Er það þannig sem þú vilt að samskipti siðaðra manna fari fram? Fyrir dómstólum?

Þessa dagana óskar fólk utan trúfélaga eftir því að skólar og kirkjan (starfsfólk þeirra) virði rétt barna sinna til að ástunda enga trú, án þess að þessi börn séu tekin út úr hópnum. Þetta fólk vill benda á þetta með friðsamlegum hætti, með friðsamlegum rökum. Ég var að vona að skilningur á svo sjálfsagðri ósk fengist hjá viðkomandi stofnunum á þess að til harðra málaferla þyrfti að koma.

Bein aðkoma kirkju, presta og trúar í skólastarf gefa börnum þá hugmynd að Kristin trú sé sú eina rétta. Ég efast ekki um að starfsfólk kirkju líti svo á. Það gera hins vegar ekki allir. Það getur ekki verið rétt að ala börn upp í þeirri trú að svo sé, svo framarlega að  trúfrelsi ríki í þessu landi.

Bein aðkoma kirkju, presta og trúar er staðreynd, kannski ekki í öllum skólum en þó það væri bara í einum réttlætir það þær athugasemdir sem fram hafa komið. Ég get sagt reynslusögur af slíku en læt það vera að sinni.

Tek fram að ég er ekki að tala um trúarbragðafræðslu eða kristinfræðslu.

Kristjana Bjarnadóttir, 17.12.2007 kl. 17:48

16 Smámynd: Svavar Alfreð Jónsson

Telji Matthías skólarnir ekki starfa í samræmi við markmið sín er ekki nema sjálfsagt að kvarta undan því - hvort sem það er frekjulegt trúboð eða annað.

Ég kannast ekki við að hafa sagt neinum að halda kjafti.

Svavar Alfreð Jónsson, 17.12.2007 kl. 17:50

17 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Það er á hinn bóginn ekki rétt hjá honum [Matthíasi] að kirkjan hafi einungis áhuga á börnum til að snúa þeim til kristinnar trúar.

Það hefur hugsanlega farið fram hjá mér, en var sagði Matti þetta?  

Hjalti Rúnar Ómarsson, 17.12.2007 kl. 17:58

18 Smámynd: Svavar Alfreð Jónsson

Kristjana: Samskipti siðaðra manna fara m. a. fram hér á blogginu og ekki hef ég á móti þeim - væri varla að standa í þessu bloggþrefi ef svo væri.

Það er líka ekkert ósiðlegt við það að leita réttar síns telji maður að á sér séu brotin lög.

Mörgum þykir það á hinn bóginn ekki beinlínis siðlegt að saka einhvern um margítrekuð lögbrot án þess að tilefni sé til þess.

Svavar Alfreð Jónsson, 17.12.2007 kl. 18:02

19 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Smá innsláttarvilla, þetta átti auðvitað að vera: "...en hvar sagði Matti þetta?"

Hjalti Rúnar Ómarsson, 17.12.2007 kl. 18:04

20 Smámynd: Svavar Alfreð Jónsson

"Það er mikil skrumskæling að halda því fram að kirkjan hafi einungis áhuga á börnum til að geta snúið þeim til kristinnar trúar. Það er líka skrumsæling að skólarnir láti viðgangast að skólabörnum séu innrætt trúarbrögð sem foreldrar þeirra aðhyllast ekki.

Nú, þetta er samt satt.  Hvað er eiginlega verið að skrumskæla?"

Þetta segir Matthías hér að ofan eftir að hafa vitnað í mín orð.

Ef til vill misskil ég hann en er hann ekki að segja að það sé satt að kirkjan hafi einungis áhuga á börnum til að geta snúið þeim til kristinnar trúar?

Svavar Alfreð Jónsson, 17.12.2007 kl. 18:08

21 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Það er líka skrumsæling að skólarnir láti viðgangast að skólabörnum séu innrætt trúarbrögð sem foreldrar þeirra aðhyllast ekki.

Þetta er satt. 

Það er mikil skrumskæling að halda því fram að kirkjan hafi áhuga á börnum til að geta snúið þeim til kristinnar trúar. (einungis tekið út)

Þetta er líka satt. 

Matthías Ásgeirsson, 17.12.2007 kl. 18:16

22 identicon

Svavar Alfreð er starfsmaður kirkju sem skilgreinir sig sem boðandi kirkju. Yfirgangur er beinlínis innbyggur inn í stofnunina.  Það er markið kikjunnar að fjölga fylgismönnum Jesú Krists. Fjölmörg dæmi eru um boðun ríkiskirkjunnar í skólum. Prestar hafa meira að segja komið fram og viðurkennt það. Í hvaða tómarúmi lifir Svavar Alfreð.

Arnold Björnsson (IP-tala skráð) 17.12.2007 kl. 18:31

23 identicon

"Það er mikil skrumskæling að halda því fram að kirkjan hafi einungis áhuga á börnum til að geta snúið þeim til kristinnar trúar. Það er líka skrumsæling að skólarnir láti viðgangast að skólabörnum séu innrætt trúarbrögð sem foreldrar þeirra aðhyllast ekki."

Svavar Lestu færslu númer þrjú hér að ofan. Þar er lýsing á trúboði sem bæði leikskóli og leikskólayfirvöld í ákveðnu bæjarfélagi láta enn viðgangast.

Ég á tölvupóst frá viðkomandi sóknarpresti þar sem hann lýsir því yfir að hann vilji helst fá að fræða börnin meira um Jesú og kristna trú. Þetta er sami prestur og lætur þau biðja faðir vor og syngur með þeim túarleg lög. Kemur að minsta kosti einu sinni í mánuði á leikskólan. Þetta ástand er óbreytt að ég best veit. Alla vega hafði þetta fólk engan áhuga á að breyta stöðu mála þegar ég stóð í þessu.

Það er því rangt hjá þér að tala um að ekkert trúboð fari farm í skólum og að ekki sé verið að boða börnum trú gegn vilja foreldra. Ég þekki það af eigin reynslu. Hættu svo að segja ósatt.

Arnold Björnsson (IP-tala skráð) 17.12.2007 kl. 18:48

24 Smámynd: Vilhelmina af Ugglas

Þetta er sérkennilegt mál fyrir okkur Svía. Sjálf er ég meðlimur í Kristnu trúfélagi og trúi því að boðun sé eitt af verkefnum okkar sem teljum okkur Kristin. Hinsvegar tel ég ekki að við eigum að stunda trúboð innan skólakerfisins.

Mér finnst að Svavar eigi að hugsa um hvort það sé ekki svolítið skrítið að vera í "einkennisbúningi" á blogginu. Ég meina, eiga þeir sem starfa sem læknar að vera í hvítum slopp og löggur í löggubúningi á sínum bloggmyndum o.s.f. ?

Það setur fólk strax í varnarstöðu að mæta manni í einkennisbúningi Svavar. Í raun hef ég aldrei fattað af hverju prestar klæðast einkennisbúningum? 

Að þessu sögðu vona ég að Siðmennt á Íslandi kunni betri mannasiði en systursamtök þeirra í Svíþjóð. Sjá HÉR

Vilhelmina af Ugglas, 17.12.2007 kl. 18:53

25 Smámynd: Vilhelmina af Ugglas

Mitt komment við þessu er HÉR

Vilhelmina af Ugglas, 17.12.2007 kl. 19:23

26 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hér er stjórnarskrárbundið trúfrelsi og þið eigið að virða það og hætta að berja hausnum við steininn. Þið sækist í dogmatíska innrætingu á óvitum og óþroskuðum börnum en það hvarflar ekki að ykkur að stunda trúboð ykkar í framhaldskólum, þar sem fólk er komið með snefil af gagnrýnni og sjálfstæðri hugsum. Ykkur myndi heldur ekki líðast slíkt. Svo veikum fótum standa þessi fornu fabúlur i augum hugsandi manna.  Skóli skal vera skóli og Kirkja, Kirkja.

Þið þurfið að fara að setjast niður og hætta þessum þykistuleik og fara að segja sannleikann en ekki boða það sannleika, sem þið haldið eða trúið. Farið bara að segja satt.

Skoðið bara bullið um þríeinan guð og lífsins kórónu, blóð og líkama krists og allt það mannát.  Réttlætingu mannsins og fyrirgefningu fyrir benjar hans og píslir. Upprisu og endurkomu. Uppvakningu dauðara etc.

Segðu mér heiðarlega: Geturðu ætlast til að börn skilji þetta? Þú skilur þetta ekki sjálfur. Hvernig væri að endurskoða þetta ritúal, handaveifingar, víndrykkju og vatnsskvettur.  Þetta meikar engan sens í upplýstu samfélagi. 

Er ekki komin tími til að þið gangið í iður ykkar og rekið úr þessu garnirnar og komið úr miðaldaandrúminu? Synd þýðir að geiga eða missa marks, eins og bogmaður missir marks.  Er ekki hugsanlegt að þið séuð algerlega að missa marks?  Er hugsanlegt að Omega og sértrúarsöfnuðir, séu að afkristna þjóðina og draga kirkjuna í svaðið með sér. Ekki eru þeir trúnni til málsbóta í ofstæki sínu og ekki eru þeir beint stuðningsmenn Kirkjunnar. Flestir eru raunar með aðskilnaði. Er þetta ekki eitthvað, sem þið verðið að leysa innan ykkar geira í staðinn fyrir að slítast um smábörn og berjast við vindmillur úti í samfélaginu?

Látið nú af sjálfbyrgingnum og því að draga þetta niður á einhvert tilfinningaplan um kertaljós, piparkökur. Þið eruð ekki algerlega blindir á það sem er að henda ykkur er það? Ég hef allavega bent á mína sjúkdómsgreiningu sem leikmaður. 

Jón Steinar Ragnarsson, 17.12.2007 kl. 19:33

27 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Þessi umræða um hvað prestar mega gera í skólum sprettur allt aftur og aftur upp.  Í umræðu á öðrum þræði tók ég þetta mál saman í eftirfarandi:

"Íslensk menning er kristin menning.  Því verður ekki breytt og jafnvel hinir hörðustu meðal andmælenda þjóðkirkjunar hafa ekki talað um að breyta því.  Þeir vilja bara að þjóðkirkja virði rétt þeirra og barnanna þeirra til eigin trúar eða trúleysis...Þjóðkirkjan á sína söfnuði og hennar hlutverk er við það fólk sem er í þessum söfnuðum og þá sem sækja til hennar úr öðrum söfnuðum eða hreyfingum.  Ég hef sama skilning á því að prestur ræði við væntanlegt fermingarbarn í söfnuðunum sínum og að foreldri eða barn í sókn hans vilji ekki að hann skipti sér að barninu vegna þess að það er ekki í söfnuðinum.  Meðan þjóðkirkjan virðir þessar leikreglur, sem meðal annarra orða eru stjórnarskrárvarin réttindi, þá verður enginn núningur.  Vandamálið er að sumir prestar virða reglurnar ekki, ef marka má frásagnir fólks... og þar liggur hundurinn grafinn.  Til að koma með samlíkingu, þá viljum við ekki að kennari sem heldur með tilteknu liði í enska boltanum, sé með áróður fyrir því að öll börnin í bekknum eigi að halda með þessu liði eða sé með áróður fyrir einum sérstökum, stórum stjórnmálaflokki. [Enginn myndi] líklega ekki sætta [s]ig við slíkt."

Með fullri virðingu fyrir starfi presta, þá hafa þeir ekkert að gera með að heimsækja leikskóla einu sinni í mánuði.  Ég skil alveg að prestar vilji breiða út fagnaðarerindið, en er ekki nóg að til þjóðkirkjunnar heyri 80% þjóðarinnar?  Hvers vegna að mega ekki þau 20%, sem ekki tilheyra þjóðkirkjunni, bara fá að vera í friði?

Marinó G. Njálsson, 17.12.2007 kl. 19:59

28 Smámynd: Svavar Alfreð Jónsson

Vilhelmína: Við skulum ekki blanda klæðaburði mínum inn í þetta. Mér finnst þetta bara ágæt mynd af mér.

Jón: Ef til vill ættir þú að lesa það sem hér hefur verið skrifað áður en þú ferð fram með þessum ofsa og svívirðir það sem mér og fleirum er heilagt. Ég líð ekki svona fordómaskrif á mínu bloggi og mun ekki birta fleiri athugasemdir frá þér í þessum dúr. Bið þig vinsamlega að vera málefnalegur og sýna þeim sem þú talar við virðingu.

Hér er ekki tekist á um hvort skólinn sé trúboðsstofnun eða ekki. Hann er fræðslustofnun eins og segir í grunnskólalögum. Hér er ekki verið að deila um það. Ekki gera mér upp skoðanir. Þú mættir líka taka það til þín, Marinó.

Hér hafa menn á hinn bóginn haldið því fram að Þjóðkirkjan eigi ekkert annað erindi í skóla landsins en að snúa börnum til kristinnar trúar. Það nefndi ég atvinnuróg í pistlinum. Ég hef margoft verið kallaður til í íslenska skóla - bæði grunnskóla og framhaldsskóla - og aldrei hefur mér dottið í hug að misnota þá aðstöðu til að fá börnin til að skipta um trú eða taka kristna trú. Og hefði slíkt hvarflað að mér er ég viss um að skólafólkið hefði ekki látið slíkt viðgangast.

Svavar Alfreð Jónsson, 17.12.2007 kl. 20:26

29 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Síðan hvenær hefur baráttan gegn trúboði í skólum snúist um þig?

Það er stundað trúboð í skólum af Þjóðkirkjuprestum.  Gegn því berjumst við.

Þú rembist við að gera lítið úr mótmælum okkar þrátt fyrir að við séum með persónuleg dæmi, orð prestanna og annarra starfsmanna Þjóðkirkjunnar.

 Af hverju í ósköpunum skrifar þú ekki eins og eina grein þar sem þú tekur undir gagnrýni okkar á trúboð í skólum ef þú ert virkilega þeirrar skoðnar að slíkt sé gagnrýnivert.

Matthías Ásgeirsson, 17.12.2007 kl. 23:36

30 Smámynd: Svavar Alfreð Jónsson

Viðtalið sem ég birti fjallaði um það að aðkoma presta og starfsmanna kirkjunnar væri ekki trúboð.

Ef til vill erum við ekki sammála um hvað flokkast undir trúboð en ég benti líka á það í pistlinum að skilgreiningar á því gætu verið á reiki.

Svavar Alfreð Jónsson, 17.12.2007 kl. 23:46

31 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Presturinn sem heimsækir presta í Seljahverfi hefur sjálfur kallað heimsóknir sínar kristniðboð.

Presturinn sem stendur fyrir Vinaleið í Garðabæ hefur kallað það starf trúboð.

Af hverju í ósköpunum reynið þið að kalla bænakennslu eitthvað annað en trúboð?  Þetta er ekki spurning um skilgreiningar, þetta er spurning um heilindi.

Hvar eru heilindi ykkar?

Matthías Ásgeirsson, 18.12.2007 kl. 00:43

32 Smámynd: Ingólfur

Svavar segir:

"Við Arnold segi ég: Þeir sem í sífellu saka kirkjuna um lögbrot ættu að sýna af sér þann manndóm að kæra hana fyrir þar athæfi. Það er fráleitt að láta stofnanir komast upp með margföld lögbrot."

Þegar Siðmennt, frekar virt samtök og aðallega þekkt fyrir að standa fyrir borgaralegri fermingu, gera þá sjálfsögðu kröfu um að trúfrelsi sé virt og trúboð ekki stundað í leik- og grunnskólum, að þá kemur biskupinn og kallar málflutninginn þeirra hatramma árás á kristninna og espir fólk upp til að standa gegn kröfum þessa háværa litla minnihlutahóps.

Þetta eru viðbrögðin bara þegar krafa er sett fram opinberlega gegn kristniboði í skólunum, sem til eru fjölmörg dæmi um.

Við hverju má búast frá biskupi ef eitthver vogar sér að kæra kirkjuna fyrir þetta trúboð? Bannfæringu eða þaðan af verra?

Því miður er það ekki auðvelt fyrir fólk að sækja rétt sinn í þessum málum. T.d. er varla til það foreldri sem er tilbúinn að stofna sambandi sínu hættu við skólann sem barn þeirra eyðir allt að þriðjungi sólarhringsins í. Þess vegna leggja þeir ekki í að kæra skólann.

Ingólfur, 18.12.2007 kl. 01:37

33 Smámynd: Gísli Kristjánsson

 Sumir vilja svokallað trúbð burt úr leik og grunnskólum, og er mikill minnihluti þar á ferð. Hvernig væri svo jafnræðis sé gætt að biðja um að ykkar börn fái að gera annað á meðan hin börnin sem vilja og mega fara í kirkju og eða syngja kristilega söngva og lita myndir sem gætu verið biblíulegar gera það. Af hverju á að banna öllum eitthvað sem hávær minnihluti vill ekki framkvæma.

 Og þú Jón Steinar þó að þú ekki trúir þá skil ég ekki sandkassaleikinn þinn að gera lítið úr mínum trúarbrögðum, sýndu öllum þá virðingu sem þú vilt fá fyrir þínum málsstað.

 Guð blessi ykkur öll og gefi ykkur gleðileg jól

Gísli Kristjánsson, 18.12.2007 kl. 07:00

34 Smámynd: Svavar Alfreð Jónsson

Matthías: Full þörf er á því að ræða samskipti skólans og kirkjunnar og hérna fyrir norðan ætlum við að efna til málþings um þetta í mars næstkomandi. Ég þekki ekki dæmið sem þú nefnir í Seljahverfi en kirkjan hefur sett skýr markmið með Vinaleið og siðareglur. Hvort tveggja má sjá t. d. hér. Í mínum huga er það skýrt að Vinaleið er ekki fólgin í því að snúa börnum til kristinnar trúar. Sé misbrestur á framkvæmd Vinaleiðar á að kvarta við þá sem ábyrgð bera á þjónustunni, skólann og kirkjuna.

Ingólfur Harri: Siðmennt hefur ekki einungis beitt sér gegn því sem samtökin kalla trúboð í skólum. Í opnu bréfi sínu til samtakanna segir biskup Íslands:

"Félagið hefur sent bréf og yfirlýsingar, til dæmis til yfirvalda menntamála, þar sem amast er við m.a. skoðunarferðum í kirkjur, að börn séu látin „lita eða teikna trúarlegar myndir“ og „tryggt verði að greinarmunur sé gerður á sagnfræði og goðsögnum í kennslustundum.“ Ýmsir talsmenn Siðmenntar hafa leyft sér þann málflutning að tala niðrandi um trú og að krefjast banns við helgileikjum og jólaguðspjalli í skólum. Ég leyfi ég mér að nota orðið „hatrammur“ um þennan málflutning."

Í sama bréfi segir hann:

"Ég legg mikla áherslu á að trúarbragðafræðsla, kristinfræði og fræðsla um ólík lífsviðhorf fari fram á faglegum forsendum skólans og að fyllsta tillit sé tekið til mismunandi lífs- og trúarskoðana af virðingu og umburðarlyndi."

Þess má geta að ég hef hafnað tveimur athugasemdum. Sú fyrri fjallaði um klæðaburð minn á myndinni af mér hér efst og er málinu óviðkomandi. (Vel má samt vera að ég bloggi sérstaklega um klæðaburð minn einhvern tíma.) Í seinni athugasemdinni er farið mjög ósmekklegum orðum um andmælendur mína. Slíkt orðfæri er trúuðu fólki síst sæmandi - og vantrúuðu reyndar ekki heldur.

Svavar Alfreð Jónsson, 18.12.2007 kl. 08:09

35 identicon

Gísli Kristjánsson skrifar:

"Sumir vilja svokallað trúbð burt úr leik og grunnskólum, og er mikill minnihluti þar á ferð"

Samkvæmt trúarlífskönnun kirkjunnar vilja t.d. aðeins 52% að fram fari trúarathafnir á leikskólum. Þetta sífelda tal ykkar um mikinn minnihluta eru innatóm orð.

Svavar, þú talar sífelt um að kvarta eigi við þar til bær yfirvöld þegar farið er út fyrir rammann og trú boð á sér stað. Ég hef kvartað en það hefur ekkert upp á sig. Brotaviljinn hjá viðkomandi aðilum ( presti, leikskólastjóra og bærjarfélaginu) er eindreginn. Það er ekki algilt að prestar séu sammála því sem þú hefur sagt hér. Sumir boða trú í opinberum skólum og finnst það bara réttur sinn. Á meðan staða mála er svona að þá verður enginn friður um þessi mál. Ég ætla alla vega ekki að vera til friðs

P.S. sonur minn kom úr skólanum í gær með þann fóðleik fyrir okkur foreldrana að Lykla Pétur væri bróðir Guðs  Hann sagði okkur líka að Guð tæki sálina og færi með hana til himna þegar maður deyr  Honum var sagt þetta í tónmennt þannig að það eru ekki bara prestar sem koma þessum hugmyndum að hjá börnunum. Trúaðir kennarar gera það líka. Mér er alveg sama þó honum sé sagt þetta. Það er hins vegar algjörlega óðolandi þegar einhver tekur sér það vald að koma þeim hugmyndum að í kollinum á honum að þetta sé "heilagur sannleikur"

Arnold Björnsson (IP-tala skráð) 18.12.2007 kl. 10:09

36 Smámynd: Sigurjón

Gísli segir:

,,Sumir vilja svokallað trúbð burt úr leik og grunnskólum, og er mikill minnihluti þar á ferð. Hvernig væri svo jafnræðis sé gætt að biðja um að ykkar börn fái að gera annað á meðan hin börnin sem vilja og mega fara í kirkju og eða syngja kristilega söngva og lita myndir sem gætu verið biblíulegar gera það. Af hverju á að banna öllum eitthvað sem hávær minnihluti vill ekki framkvæma."

Í fyrsta lagi: Hvað annað eiga börn annarra en kristinna að gera meðan hin innbyrða heilagan anda krists?  Verður boðið upp á að allsherjargoðinn komi og sinni þeim, eða einhver prófessor frá heimspekideild HÍ?  Hver á að borga brúsann?

Í öðru lagi: Það er enginn að biðja um að banna kirkjunni eða prestum hennar að vinna kristið starf með börnunum.  Það á hins vegar ekki heima í skólum, heldur UTAN SKÓLATÍMA.  Það er ekkert ósanngjarnt eða öfgakennt við að krefjast þess að öll trúarbragðaiðkun, hvaða nafni sem hún nefnizt fari fram í viðkomandi trúfélagi; ekki almennum skólum sem öllum er skylt að sækja.

Óðinn verði með ykkur og ekki sízt Jólnir, en eftir honum eru jú jólin nefnd.

Sigurjón, 18.12.2007 kl. 10:21

37 Smámynd: Garðar Valur Hallfreðsson

Almennt snúast trúarbrögð um kærleik og vinaheit gagnvart náunganum, er það ekki ágæt leið fyrir börn að læra viss siðgæði?  Börn eru mjög greind, þau láta ekki plata sig auðveldlega, að mér finnst alla vega.  Ef barn "talar" við Guð þá get ég persónulega ekki séð neitt að því, ég held að það sé hollt fyrir alla að tala við Guð, það hlýjar sálinni aðeins.

Það er auðvitað annað mál hvort "trúboð" eigi að fara fram innan veggja skólans.  Er ekki hægt að höggva á þennan hnút og leyfa foreldrum að stýra svolítið hvort börn fái að taka þátt í helgiathöfnum eður ei?

Garðar Valur Hallfreðsson, 18.12.2007 kl. 10:56

38 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Sæll Svavar Alfreð, nú hefur Siðmennt gert mikið til að leiðrétta þennan málflutning biskups og ætla ég ekki að endurtaka það hér.  Langaði bara til að segja að eftir að ég kynnit mér þennan "hatramma" málflutning hjá Siðmennt, ákvað ég að ganga í félagið.  Siðmennt er svo sannarlega ekki með hatramman málflutning á neinn hátt.

Svo spyr ég mig alltaf, eins og Þórir Kr. kenndi mér fyrir löngu síðan í kúrs um trúarbókmenntir í H.Í..."hvað hefði Jesus gert?" 

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 18.12.2007 kl. 11:45

39 Smámynd: Svavar Alfreð Jónsson

Arnold: Ég þekki nú ekki afstöðu allra presta í þessu máli en ekki kæmi mér á óvart þótt meirihluti þeirra væru svipaðrar skoðunar og ég. Ég hef ekki heyrt neinn prest lýsa því yfir að hann teldi sig hafa rétt til þess að innræta barni kristna trú í skóla gegn vilja foreldranna. Ég tel það ókristilegt athæfi.

Svo ég árétti skoðun mína: Starf á kirkjulegum forsendum fer fram þar sem kirkjan hefur húsbóndavald. Veiti kirkjan þjónustu í skólum landsins verður hún að vera á forsendum skólans.

Athyglisvert dæmið hjá þér um tónmenntakennarann. Ertu viss um að tónmenntakennari hafi tekið að sér að innræta börnum "heilagan sannleika"? Ef til vill tengjast þeir Lykla-Pétur og Guð almáttugur einhverju viðfangsefni barnanna í tónmennt? Mörg tónskáld hafa meðhöndlað eitt og annað úr arfi kristninnar. Dæmið sýnir alla vega að í mörg horn er að líta.

Svo þakka ég góðar jólaóskir og flyt Önnu hatrammar (í merkingunni ákafar) hamingjuóskir með að vera komin í Siðmennt.

Svavar Alfreð Jónsson, 18.12.2007 kl. 12:32

40 identicon

"Athyglisvert dæmið hjá þér um tónmenntakennarann. Ertu viss um að tónmenntakennari hafi tekið að sér að innræta börnum "heilagan sannleika"? Ef til vill tengjast þeir Lykla-Pétur og Guð almáttugur einhverju viðfangsefni barnanna í tónmennt? Mörg tónskáld hafa meðhöndlað eitt og annað úr arfi kristninnar. Dæmið sýnir alla vega að í mörg horn er að líta."

Ég veit ekkert hvort honum hafi verið kynnt þetta sem heilagan sannleik ( að Lykla-Pétur sé bróðir guðs er auðvitað tóm della  ) Hann segir þessa umræðu hafi farið fram í þessum tíma. Ég hef ekkert á móti því að þessi umræða hafi farið fram í kennskustund á meðan ekki er verið boða þetta sem sannleika. Strákurinn var sannfærður um sálarflutninga guðs svo varla hefur honum verið bent á að þetta væri umdeilanlegt mál. En við erum sammála Svavar um hvernig kristinfræðikennslu skal háttað og að ekki eigi að fara fram boðun í skólum. En hver er skoðun þín þegar hópurinn er komin í kirkjuna til þín. Nú fer strákurinn minn í kirkjuferð á morgun, er ég þá búinn að samþykja að hann megi taka þátt í bænahaldi í kirkjunni?

Arnold Björnsson (IP-tala skráð) 18.12.2007 kl. 13:08

41 Smámynd: Svavar Alfreð Jónsson

Nú veit ég ekki hvort bænahald verður í kirkjuheimsókninni - en ef svo er væri er ekki upplagt að útskýra það fyrir stráksa?

Ég efa ekki að hann eigi einhvern tíma eftir að vera innan um fólk sem biður, t. d. við giftingu í kirkju eða útför, svo þú gætir undirbúið hann fyrir kirkjuheimsóknina með því að útskýra fyrir honum að trúað fólk biðji bæna en þeir sem ekki trúa fari ekki með bænir.

Þó svo að fólk biðji í kringum hann sé ekki þar með sagt að hann þurfi þess en sjálfsagt sé að sýna þeim virðingu sem vilja biðja - eins og hinum sem ekki vilja það.

Hann megi alls ekki líta þannig á að þeir sem ekki biðja séu eitthvað síðra fólk en aðrir.

Svavar Alfreð Jónsson, 18.12.2007 kl. 13:23

42 Smámynd: Ingólfur

Svavar, Siðmennt hefur beitt sér fyrir því að trúariðkun eigi sér ekki stað á vegum skólans og þar telja þeir upp nokkur atriði sem þeir telja vera trúariðkun.

Þetta gera þeir vegna þess að fjölmargir foreldrar finnst virkilega brotið á sínum rétti og rétti barna sinna. Þau eru ófá dæmin sem maður hefur heyrt þar sem brotið er á trúfrelsi barna í skólanum og jafnvel ráðist að þeim og þeim gert á réttlæta ótrú sína á kristninni. Þarna eru bæði prestar og kennarar að verki.

Það er því augljóst að staðan í þessum málum er ekki nógu góð. Það er nauðsynlegt að skilgreina betur hvað má og hvað má ekki þegar kemur að trúarbrögðum í skólunum.

Það er því að illri nauðsyn sem þessi krafa frá Siðmennt er sett fram og margir, þar á meðal ég, styð þessa kröfu.

Kirkjan gæti brugðist við þessu á ýmsan hátt. T.d.

  • fært rök fyrir því, ef eitthver eru, að skipulögð trúariðkun eigi sér stað í skólunum.
  • viðurkennt að trúariðkun eigi ekki heima í skólunum en sett fram aðra skilgreiningu á því hvað falli undir trúariðkun, eða boðið Siðmennt til viðræðna um þessi mál.
  • kirkjan gæti jafnvel viðurkennt þessar kröfur  opinberlega en auglýst enn betur hið góða barnastarf sem fram fer í kirkjunum um allt land

Ég bjóst hins vegar ekki við því að kirkjan reyndi að þræta fyrir að trúariðkun og trúboð ætti sér stað og kallaði þau samtök, sem sjá sig knúna til að setja fram þessar kröfur, hatröm samtök.

Orðið hatrammur er ekki veikt orð, sérstaklega ekki þegar það kemur frá opinberum starfsmanni og æðsta fulltrúar kirkju sem annars kennir sig við kærleika og fyrirgefningu.

Mér finnst því miður að málsvarar kirkjunnar hafi hrópað heróp til þjóðarinnar með því að láta líta út fyrir að henda ætti öllum hefðum þjóðarinnar og fyrir því stæðu hatrammir trúleysingjar. Það felur ekki í sér virðingu fyrir lífsskoðunum annarra eða umburðarlyndi. Það sýnir ekki einu sinni sáttarhug heldur, þvert á móti, skapar ófrið.

Höfum við þörf fyrir frekari baráttu milli trúarbragða, hefur sagan ekkert kennt okkur? 

Ingólfur, 18.12.2007 kl. 13:41

43 identicon

"Nú veit ég ekki hvort bænahald verður í kirkjuheimsókninni - en ef svo er væri er ekki upplagt að útskýra það fyrir stráksa?"

Bænahald hefur tíðkast hingað til í kirkjunni og ég á ekki von á að það breytist. Jú við höfum rætt þetta allt við hann. Við höfum samt reynt að hafa það eins takmarkað og hægt er. Hann er 6 ára, börn á þeim aldri hafa einfaldlega ekki þroska til að meta þessa hluti. Það er algjörleg ótímabært að vera að halda þessu að börnum á þessum aldri. Eftir stendur að kristni er haldið af börnum í skólum og þeir foreldrar sem ekki eru kristnir eða vilja ekki ala börnin upp í kristinni trú verða bara að vinda ofan af þessu heima. Frábært fyrirkomulag og mjög sanngjarnt. Krikjan og kristnin verður að fá að vera inni í skólunum. Sorry þið sem ekki eruð sammála, það er bara ykkar vandamál. Þið getið alltaf tekið börnin úr þessu starfi. Ef barnið verður fyrir einelti í framhaldi af því að þá er það voða leiðinlegt. En börnin þeirra sem eru kristin ( 52%) verða að fá trúarþörf sinni fullnægt í skólanum. Foreldarnir hafa nefnilega engan tíma/áhuga á að koma á sunnudagsmorgnum með börnin í kirkjuna.

Sonur minn fer í kirkju á morgun vegna þess að við viljum ekki að hann upplifi sig öðruvísi og verði fyrir óþægindum af þeim sökum. Þegar hann er kominn í kirkjuna er hann berskjaldaður því að í kirkjunni ræður presturinn. Þetta er að sjálfsögu vandamál okkar foreldrana og drengsins. Kirkjan fríar sig ábyrgð, vísar á skólana. Þetta er víst allt á forsendum þeirra. Þetta er ekki kirkjunni að kenna. Hún tekur samt fullan þátt í þessum gjörningi. Þetta er ekki góð staða fyri foreldra að vera í. Merkilegt að þjóðkirkjan sem segist vera hin eini rétti siðferðislegi kompás þjóðarinnar skuli bjóða þegnum þessa lands upp á þetta óréttlæti. Ekki gott siðferði finnst mér.

Arnold Björnsson (IP-tala skráð) 18.12.2007 kl. 14:37

44 Smámynd: Ingólfur Þór Guðmundsson

Eru prestar og kirkjunnar menn að verða jafn klikkaðir og þeir voru hér á öldum áður, þegar allir sem ekki voru 110% kristnir voru brenndir á báli, eða þaðan af verra ?

Hvar er umburðarlyndið sem Jesú Kristur talaði um ?

Eru prestar þessa lands að gera sig valdameiri en Jesú Kristur ?

Annars er hræsnin innan Þjóðkirkjunnar að verða gjörsamlega yfirgengileg !

 "Það eru ekki alltaf þeir sem halda Biblíunni hæst, sem að trúa mest á Guð eða halda uppi boðskapi Krists ! "

og bendi ég á í því sambandi á færslu sem ég skrifaði í apríl síðastliðnum, undir yfirskriftinni "Blóðmjólkun einstakra sóknarpresta"

(http://ingo.blog.is/blog/ingo/entry/174449/)

(Höfundur athugasemdar er meðlimur í Þjóðkirkjunni, og hyggst ekkert breyta því. En er hinsvegar að verða hundleiður á því valdi sem prestar þessa lands þykjast hafa, og þá jafnvel meiri völd en Jesú Kristur)

Ingólfur Þór Guðmundsson, 18.12.2007 kl. 15:28

45 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Svavar óskar mér til hamingju..."Svo þakka ég góðar jólaóskir og flyt Önnu hatrammar (í merkingunni ákafar) hamingjuóskir með að vera komin í Siðmennt."

Ég vil bara segja TAKK Svavar...ég óska einnig þér og þinum gleðilegra jóla og alls góðs.

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 18.12.2007 kl. 15:47

46 Smámynd: Theódór Norðkvist

Það vantar ekki hrokann í suma af þessum trúleysingjum. Ingólfur Harri fer fram á að þjóðkirkjan bjóði Siðmennt til viðræðna um það sem hann kallar þessi mál.

Eiga samtök sem hafa á að skipa nokkrum hræðum einhvern rétt á því að heimta fund með jafn stórum samtökum og þjóðkirkjunni? Bara út af einhverjum frekjulegum athugasemdum þeirra fyrrnefndu?

Ef Siðmennt er óhress með stefnu skólanna í trúmálum þá eiga þeir að kvarta við skólayfirvöld. Þeim kemur ekkert við hvaða stefnu Þjóðkirkjan hefur í sambandi við umgengni við aðrar stofnanir í þjóðfélaginu.

Theódór Norðkvist, 18.12.2007 kl. 15:51

47 identicon

Hvað á allt þetta trúleysi að þýða, Svavar þú ert minn maður, gangi þér vel í baráttunni við trúleysingjana ekki veitir af.. jólakveðjur

Björn Jónsson (IP-tala skráð) 18.12.2007 kl. 17:20

48 Smámynd: Svavar Alfreð Jónsson

Theódór: Ef til vill er þetta ekki svo galin hugmynd hjá Ingólfi Harra. Biskupinn ætti kannski bara að bjóða þeim Siðmenntarmönnum í kaffi og rjómapönnukökur og huggulegt spjall fyrir jólin?

Og hafi biskupinn lesið óborganlega færslu hins Ingólfsins hér að ofan (Blóðmjólkun einstakra sóknarpresta) rukkar hann svo Siðmennt fyrir veitingarnar.

Svavar Alfreð Jónsson, 18.12.2007 kl. 17:52

49 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ætli þjóðkirkjan hafi nú ekki efni á að "splæsa" ofan í Siðmenntarfólk?

Annað væri verulega smekklaust.

Greta Björg Úlfsdóttir, 18.12.2007 kl. 19:47

50 Smámynd: Ingólfur

Ég held að það sé hægt að finna samningsvilja í þessu máli hjá flestum aðilum, ég vona að biskupinn sé einn af þeim, þó annað megi kannski greina á ummælum hans.

Ég tel að "trúleysingjar" séu með sanngjarnar kröfur en að þeir muni um leið virða sanngjarnar kröfur á móti sem snýr t.d. að litlu jólum í skólanum og mikilvægi þess að halda í sögu og menningu hvort sem hún innihaldi trú eða ekki.

Ég vona að það sé hægt að leysa þetta mál í sátt, hins vegar finn ég það, t.d. þegar ég les orð biskupsins, að ég æsist út í þjóðkirkjuna (ekki kristnina) og eflist í trú minni á réttmæti krafnanna.

Ég er nokkuð viss um að margir hinir kristnu æsast líka, enda er orðum biskups beint til þeirra og þeir hvattir til þess að rísa upp gegn þessum kröfum.

Það er alveg ljóst að þannig komumst við ekki neitt áleiðis.

Og Theódór, lestu fyrir mig eftirfarandi setningu þína: "Eiga samtök sem hafa á að skipa nokkrum hræðum einhvern rétt á því að heimta fund með jafn stórum samtökum og þjóðkirkjunni?" og flettu síðan upp á skilgreiningunni fyrir hroka.

Það eru ekki bara nokkrar hræður í Siðmennt en það er líka margfaldur hópur sem styður þá og setur fram sömu kröfur. Ég er í þeim hópi.

Og það er einnig fjarri því að vera rétt að 90% íslendinga séu kristnir

Hins vegar skiptir það engu máli. Lang flestir hópar sem hafa þurft að berjast fyrir sínum réttindum hafa verið minnihlutahópar. Meirihlutinn þarf sjaldnast berjast fyrir sínum réttindum, allavega ekki þar sem er lýðræði.

En þegar kemur að mannréttindum að þá skiptir meiri- eða minnihluti engu máli.

Trúfélag sem leggur miklá áherslu á sitt siðgæði ætti að skilja þetta. 

Ingólfur, 19.12.2007 kl. 00:15

51 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ingólfur Harri, þið trúleysingjar megið setja fram hvaða kröfur sem þið viljið í skólamálum, en þið eigið að beina þeim til skólayfirvalda. Ykkur kemur ekkert við hvernig önnur samtök vilja umgangast grunnskólabörn, hvort sem þau heita Þjóðkirkjan, Skátarnir, eða Knattspyrnufélag Reykjavíkur.

Ekki vera að bendla mig við þessa 90% fullyrðingu, ég hef aldrei sett hana fram. Þvert á móti hef ég sagt að við ættum að fara varlega í að nefna einhverjar prósentur þegar mæla á trúarlíf Íslendinga. 

Theódór Norðkvist, 19.12.2007 kl. 01:39

52 Smámynd: Ingólfur

Hvernig færðu það út að þjóðkirkjan sé stikk frí.

Kirkjan hefur brugðist illa við einföldum formbreytingum skólayfirvalda á því hvaða gildi eigi að taka mið af í skólastarfinu og reynir að koma í veg fyrir þær.

Venjulega gerir ríkið ekkert sem tengist trúmálum á nokkurn hátt nema að ráðfæra sig fyrst við Þjóðkirkjuna

Kirkjan stendur fyrir leynt og ljóst að trúboði í skólum.

Auðvitað verður kirkjan að koma að þessu máli. 

Ingólfur, 19.12.2007 kl. 02:15

53 Smámynd: Svavar Alfreð Jónsson

Ég held að Theódór hafi nokkuð til síns máls. Siðmennt og Þjóðkirkjan, hversu lítil eða stór sem þau samtök eru, setjast auðvitað ekki niður til að ákveða hvernig skólastarf í landinu eigi fram að fara.

Hafi fólk eitthvað við skólastarfið að athuga er að sjálfsögðu réttast að beina óánægjunni að þeim sem bera á því ábyrgð.

Þegar spjótin eru rekin í þriðja aðilann segir það náttúrlega sína sögu.

Svavar Alfreð Jónsson, 19.12.2007 kl. 08:36

54 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ég tek undir með Ingólfi að því leyti til að það verður að skólinn þarf að hafa skýra stefnu í trúmálum í opinberu skólastarfi. Málið með svínakjötið í Austurbæjarskóla sýnir það.

Þjóðkirkjan, Siðmennt og önnur samtök, trúarleg, eða ekki, geta sett fram sínar óskir, en endanlegt vald er í höndum menntamálaráðherra.

Theódór Norðkvist, 19.12.2007 kl. 09:08

55 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Hafi fólk eitthvað við skólastarfið að athuga er að sjálfsögðu réttast að beina óánægjunni að þeim sem bera á því ábyrgð.

 Þegar spjótin eru rekin í þriðja aðilann segir það náttúrlega sína sögu.

Þetta er kostulegt.  Hvað hefur gerst undanfarið Svavar?

Jú, yfirvöld skólamála - bæði Menntamálaráðuneyti og Reykjavíkurborg, hafa viljað takmarka aðkomu Þjóðkirkjunnar að skólunum.

Þjóðkirkjan hefur brugðist við með því að ráðast á þriðja aðila, t.d. biskup með því að kalla Siðmennt hatrömm samtök.

Hér er öllu snúið á haus.  Við trúleysingjar höfum beint máli okkar að skólayfirvöldum.  Svar kirkjunnar hefur verið fólgið í því að tala um fámenna hatramma hópa sem engu máli skipta.

Reyndu að vera heiðarlegur í þínum málflutningi Svavar og hættu að eltast við það sem spunameistarar kirkjunnar segja þér að segja. 

Matthías Ásgeirsson, 19.12.2007 kl. 09:32

56 Smámynd: Svavar Alfreð Jónsson

"Við trúleysingjar höfum beint máli okkar að skólayfirvöldum. "

Ég hvet fólk til að lesa athugasemdir Matthíasar og skoðanasystkina hans hér við þessa færslu og bera þær saman við þessa fullyrðingu.

T. d. þessa:

"En þetta mál snýst ekki um slíkar nálganir, þetta snýst einfaldlega um yfirlýsingar og gjörðir Þjóðkirkjunnar."

Svavar Alfreð Jónsson, 19.12.2007 kl. 09:56

57 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Að sjálfsögðu gagnrýnum við trúfélög líka, það eru þau sem hafa frumkvæði að þessu starfi.  Það eru prestar Þjóðkirkjunnar sem keppast við að herja á skólana.

En það sem hefur gerst undanfarið er nákvæmlega eins og ég lýsti því.  Veraldleg yfirvöld hafa stoppað ágang trúfélaga í skóla.  Þau trúfélög hafa svarað með því að ráðast á trúleysingja. 

Matthías Ásgeirsson, 19.12.2007 kl. 10:11

58 Smámynd: Svavar Alfreð Jónsson

Ef hin veraldlegu yfirvöld hafa hrundið árás presta á skólana er málið þá ekki bara dautt?

Svavar Alfreð Jónsson, 19.12.2007 kl. 10:15

59 Smámynd: Ingólfur

Eftir sem mér skilst hafa leikskólar í einu hverfi tekið þá ákvörðun að stoppa trúboð þar. (ég hef lesið það að presturinn þar hafi viðurkennt að um trúboð væri að ræða, ég hef þó ekki séð orð prestsins sjálfs)

Sú ákvörðun átti þátt í að þessi umræða byrjaði og að biskup réðst fram af offorsi á trúlausa, og ekki í fyrsta skiptið.

Ég skil vel ef önnur skólayfirvöld veigri sér við aðgerðum til að rétta hlut trúfrelsisins því þótt aðal hitinn beinist að trúlausum að þá má allt eins búast við því að kirkjunnar menn saki skólayfirvöld næst um hatrammar árásir.

Menntayfirvöld munu aldrei gera nauðsynlegar breytingar án samráðs við þjóðkirkjuna, en það er greinilega enginn sáttarvilji þar.

Því er hið eina rétta að vinna aðskilnaði ríkis og kirkju, enda góður stuðningur við það hjá þjóðinni. Þegar það næst þá kemur hitt að sjálfu sér. 

Ingólfur, 19.12.2007 kl. 12:08

60 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Ef hin veraldlegu yfirvöld hafa hrundið árás presta á skólana er málið þá ekki bara dautt?
Ef prestarnir myndu lúta þeirri niðurstöðu væri málið dautt en það gera þeir ekki

Matthías Ásgeirsson, 19.12.2007 kl. 13:48

61 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ég er sammála Ingólfi Harra. Það mun ekki nást sátt um skólamálin fyrr en með aðskilnaði ríkis og kirkju.

Ég er sjálf komin á þá skoðun að það fyrirkomulag muni reynast öllum aðilum farsælast til framtíðar, vegna breyttra aðstæðna í þjóðfélaginu, þó ég geri mér jafnframt grein fyrir að slíkt er ekki framkvæmt eins og hendi sé veifað og þurfi sinn aðdraganda og umþóttunartíma.

Hversu velviljaður sem maður er gömlu þjóðkirkjunni sér maður ekki fyrir sér annað en að af fullum aðskilnaði ríkis og kirkju muni verða á næstu árum, ef marka má þær tölur sem gefnar eru upp hér: Capacent-Gallup október 2003: Aðskilnaður ríkis og kirkju 

Ég tel að tölur í þessa átt muni frekar í þessa átt muni frekar hafa hækkað en lækkað síðan 2003. Ég held að forkólfar kirkjunnar gerðu betur að íhuga þetta mál vandlega, heldur en að berjast á móti breytingum í þessa veru með oddi og egg (þýðir það ef til vill það sama og "hatrammlega"?).

Greta Björg Úlfsdóttir, 19.12.2007 kl. 14:30

62 Smámynd: Svavar Alfreð Jónsson

Að sjálfsögðu lúta prestar niðurstöðum yfirvalda menntamála og eins og margoft hefur komið hér fram á ekkert að fara fram í skólunum sem ekki samræmist lögum eða skólastefnu.

Menn geta á hinn bóginn haft ýmsar skoðanir á slíkum niðurstöðum og hafa frelsi til að tjá þær.

Ég tel ríki og kirkju aðskildar stofnanir. Þjóðkirkjan nýtur fulls sjálfstæðis og ræður bæði sínum innri og ytri málum. Kirkjan hefur samt samskipti við ríkisvaldið og er í sérstakri stöðu gagnvart því, m. a. af sögulegum og menningarlegum ástæðum. Ég tel þau samskipti ekki óeðlileg en þau eru vitaskuld ekki heilög.

Það er mikill misskilningur og í raun furðulegar aðdróttanir að "forkólfar kirkjunnar" berjist á móti þjóðfélagslegum breytingum. 

Þjóðkirkjan hefur þvert á móti reynt að laga sig að breyttum aðstæðum með nýjum starfsháttum til að geta sem best þjónað þeirri þjóð sem hún hefur skyldur við.

Svavar Alfreð Jónsson, 19.12.2007 kl. 15:11

63 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Það er mikill misskilningur og í raun furðulegar aðdróttanir að "forkólfar kirkjunnar" berjist á móti þjóðfélagslegum breytingum.



Þú ert alveg milljón.

Hvað hefur Þjóðkirkjan lengi staðið í veg fyrir að trúfélög fái heimild til að gifta samkynhneigða?  Mætti ekki biskupinn sjálfur, forkólfur Þjóðkirkjunnar, fyrir nefnd sem ræddi það mál á síðasta þingi, og lagði mikla áherslu á að málið færi ekki í gegnum þingi?  (ég hef það eftir alþingismanni sem var í nefndinni).

Hafa forsvarsmenn kirkjunnar ekki lýst yfir efasemdum um að samkynhneigðir fái að ættleiða börn?

Hafa þeir ekki viljað fara hægt í stofnfrumurannsóknir?

Láttu ekki svona Svavar.  Stundum er sannleikurinn festur á mynd.

Matthías Ásgeirsson, 19.12.2007 kl. 15:58

64 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Líklega vantaði vísun á mynd í síðustu athugasemd mína (ég sé hana ekki, hún bíður samþykkis)

Hér er myndin.

Matthías Ásgeirsson, 19.12.2007 kl. 15:59

65 Smámynd: Svavar Alfreð Jónsson

Íslenska Þjóðkirkjan hefur ekki barist gegn auknum borgaralegum réttindum samkynhneiðgra heldur fagnað þeim. Í viðleitni sinni til að aðlaga sig breyttum tímum hefur hún gengið lengra í því að koma til móts við samkynhneigða en aðrar kirkjur - og reyndar mörg borgaraleg yfirvöld í Evrópu.

Sumum finnst það ekki nóg en við getum ekki sagt að allir þeir sem vilja meta þjóðfélagslegar breytingar, íhuga hvernig best sé að bregðast við þeim, séu að berjast gegn þeim.

Umræðan um samkynhneigð og stofnfrumurannsóknir er enn í gangi, í kirkjunni sem í þjóðfélaginu. Fordómalaus og heiðarleg umræða skaðar þau ekki.

Svo minni ég á efni færslunnar, aðkomu kirkjunnar að skólunum. Mér finnst spennandi að ræða það mál í tengslum við samfélagsbreytingarnar.

Þar þarf kirkjan líka að skoða hvernig hún geti lagt sitt af mörkum í þágu barna og unglinga þessa lands.

Svavar Alfreð Jónsson, 19.12.2007 kl. 17:10

66 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Séra Svavar,

ég tel mig ekki hafa verið með aðdróttanir í eina eða neina veru. Ég bendi þér samt sem áður á að ég hef augu til að sjá með og eyru til að hlusta með. Eins og, sem betur fer, velflestir sem þetta land byggja, - burtséð frá því hvort þeir hinir sömu álíta þessi skynfæri sín Guðs gjöf eður ei.

Þetta ætla ég að láta vera lokaorð mín í þessari umræðu. Ég vona að þú sjáir þér fært að birta þessa athugasemd mína. 

Gleðileg jól !

Greta Björg Úlfsdóttir, 19.12.2007 kl. 17:20

67 identicon

Svavar segir: "að Lykla-Pétur sé bróðir guðs er auðvitað tóm della"

Það sem Þjóðkirkjan boðar er líka tóm della. Trúflokkar eiga ekki að fá að vað uppi í skólum með hindurvitni sín. Og ríkiskirkjan er bara enn einn trúflokkurinn.

Birgir Baldursson (IP-tala skráð) 19.12.2007 kl. 17:55

68 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Íslenska Þjóðkirkjan hefur ekki barist gegn auknum borgaralegum réttindum samkynhneiðgra heldur fagnað þeim.

Af hverju var þá biskupinn þinn á fundi alþingisnefndar að krefjast þess að lög sem heimiluðu trúfélögum að gifta samkynhneigða færu ekki í gegn?

Af hverju lýsti hann því yfir að hann væri mótfallinn ættleiðingum samkynhneigðra para?

Svavar, í alvöru talað.  Kirkjan hefur síðustu ár verið að troða sér inn í leik- og grunnskóla víða um land.  Réttlæting presta er að þetta sé ekki trúboð vegna þess að flest börnin séu skírð, óskírðu börnin eiga bara að húka úti í horni. Þeir sem mótmæla benda á að kristniboðið eigi að fara fram í kirkjum.

Eina innlegg þitt í umræðuna hefur fólgist í útúrsnúningum, rangfærslum og dylgjum.

Hvernig væri að þú gerðir tilraun til að ræða þetta málefnalega.  

Matthías Ásgeirsson, 19.12.2007 kl. 22:40

69 Smámynd: Svavar Alfreð Jónsson

Ég endurtek: Íslenska Þjóðkirkjan fagnar auknum borgaralegum réttindum samkynhneigðra.

Ekki get ég fullyrt neitt um hvað gerðist á þessum fundi sem þú nefnir en ef til vill hefur biskupi fundist eðlilegt að einhver niðurstaða næðist innan kirkjunnar um kirkjulega vígslu (sem er ekki það sama og borgaraleg) áður en Alþingi heimilaði trúfélögum borgaralega vígslu.

Nú hefur slík niðurstaða fengist og að minni hyggju er ekkert því til fyrirstöðu lengur að gefa þeim trúfélögum sem það kjósa (því ekki kæra öll sig um það), Þjóðkirkjunni þar með, heimild til að gefa samkynhneigð pör saman að lögum.

Ég veit ekki til þess að Þjóðkirkjan hafi ályktað neitt um ættleiðingar samkynhneiðgra para.

Þú kvartar sáran undan því hversu ómögulegur ég sé í skoðanaskiptum, það eina sem ég leggi til í umræðuna séu útúrsnúningar, rangfærslur og dylgjur. Þar að auki sé ég bæði óheiðarlegur og ómálefnalegur.  Þetta hefur þú margítrekað.

Þú sýnir aðdáunarvert langlundargeð í umræðum við svona vonlausan viðmælanda, verð ég að segja.

Samt er ég orðinn leiður á þessu nöldri í þér, frómt frá sagt, og held að þessi samskipti okkar hafi ekki mikinn tilgang.

Ég legg því til að þú haldir þér við efnið, sem er að þessu sinni starf presta í skólum landsins.

Svavar Alfreð Jónsson, 19.12.2007 kl. 23:14

70 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Byrjar ritskoðunaráráttan.

Prestar eiga ekki að starfa í skólum landsins.  Til þess eru kirkjurnar.

Það sýnir best á hvaða stigi siðferði þitt er að það eina sem þú bíður eftir er að málið verði leyst fyrir dómstólum. 

Matthías Ásgeirsson, 20.12.2007 kl. 09:36

71 Smámynd: Svavar Alfreð Jónsson

Ef til vill ætti ég að láta það ógert en ég get ekki stillt mig um að benda Birgi Baldurssyni á að orðin sem hann eignar mér í sinni málefnalegu athugasemd hér að ofan eru orð skoðanabróður hans, Arnolds.

Svo hatrammir eru þessir menn í niðurrifsstarfi sínu að í ofsa sínum rífa þeir niður orð hver annars.

Svavar Alfreð Jónsson, 20.12.2007 kl. 10:46

72 Smámynd: Ragnar Geir Brynjólfsson

Það sem hér er í gangi er fyrst og fremst umræða um skólamál, þ.e. hvað eigi að gera í skóla og hvað ekki. Þetta er aðeins eitt dæmi af mörgum um álitamál um hvað gera eigi í skólum.  Allir starfa þessir skólar eftir fyrirmælum um það hvernig starfi skólans skuli háttað og þessi fyrirmæli eru sett fram í námsskrám frá Menntamálaráðuneytinu og skólanámsskrám sem skólarnir hafa mótað sjálfir. Þetta eru því fyrst og fremst deilur um námsskrá og starfshætti skóla. Það er fyrst hin síðari ár sem skólar hafa fengið frelsi til að móta eigin skólanámsskrá - og þeim ber að gera það en ef til vill og trúlega hefur sú vinna ekki skilað sér nægjanlega inn á svið trúmálanna enn sem komið er.

Nú er hægt að taka undir það með kristnum foreldrum að börn þeirra eigi rétt á að fá að ástunda trú sína í leikskólanum, á sama hátt er hægt að taka undir það með trúleysingjum að börn þeirra fái að vera án trúarþátttöku á leikskólanum. En málið er að erfitt er að gera svo öllum líki þó hægt sé að hugsa sér að trúfélög eða lífsskoðanafélög reki sérstaka skóla - það verður kannski raunin síðar en þó hefur t.d. kaþólska kirkjan rekið bæði leikskóla og grunnskóla hér á landi.

Hvernig hægt verður að þjóna trúarlegum þörfum eða trúleysisþörfum barnanna verður að vera verkefni skólastjórnendanna til að setja fram í skólanámsskránni og það er alls ekki útilokað að þeim takist að leysa þau mál með farsælum hætti ef málið er skoðað vel og gefin er út stefna skólans í trúarlegum málefnum. Vel er hægt að hugsa sér að skipuleggja bænastundir með kristnum börnum og börnum múslima, jógastundir með þeim sem það kjósa eða heimspekistundir með þeim sem það kjósa. Hugsanlega kjósa einhverjir foreldrar að velja allt, þ.e. láta börnin biðja bænir með þeim kristnu, stunda hugleiðslu eða læra um veraldlegar heimspekikenningar.  Það ætti að vera létt verk fyrir leikskólastjórnendur að haga því starfi þannig að engum finnist hann vera útundan. Það er reyndar alvanalegt að ekki séu allir eins á leikskólanum, sumir geta ekki farið út af einhverjum ástæðum, sumir mega ekki borða allan mat o.s.frv. Allt er þetta hægt að leysa ef unnið er í málunum og hlutirnir útskýrðir fyrir krökkunum. 

Ragnar Geir Brynjólfsson, 20.12.2007 kl. 20:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband