23.12.2007 | 00:28
Þorláksmessa
Á messu hins sæla biskups Þorláks er við hæfi að rifja upp tvennt úr sögu hans.
Fyrri sagan gæti tengst gagnsemi hins alræmda jólaofáts.
"Kona varð djöfulóð. En er menn helltu smjöri því í munn henni, er Þorlákur biskup hafði vígt, varð hún þegar heil."
Seinni sagan er hugsanlega tengd trúmálaumræðunni í samfélaginu þessa dagana. Þar þykir hverjum sitt silfur glansa mest.
Sagan er svona:
"Enn hétu menn á Þorlák byskup til byrjar sér og fengu góðan byr. Og er þeir sigldu út eftir firði sigldi í mót þeim annað skip hraðbyrja og höfðu þeir heitið á Þorlák biskup til byrjar og tóku að kveldi hvorir þá höfn er vildu."
Njótið svo skötunnar og annars sem messa hins sæla Þorláks biskups býður.
Athugasemdir
Sæll Svavar. Óska þér og þínum gleðilegra jóla, árs og friðar. Setti smá inn á mína heimasíðu um Þorlák helga og m.a. myndir af glerglugganum sem hann er á í Lincoln. sjá myndirnar á http://www.gisligislason.blog.is/album/THorlakurhelgiLincolnogTHrandhe/
bestu kveðjur norður
Gísli Gíslason, 23.12.2007 kl. 11:09
Jóla- og nýársóskir úr þorpinu til ykkar Bryndísar. gb
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 23.12.2007 kl. 14:06
Óska þér og þínum gleðilegra jóla. Bestu þakkir fyrir öll skrifin þín í bloggheimum :)
Hólmgeir Karlsson, 24.12.2007 kl. 00:48
Það reynum vér í kirkju heilags Þorláks! Jólakveðja. Takk fyrir þína óborganlegu pistla. kv. B
Baldur Kristjánsson, 24.12.2007 kl. 12:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.