Slæðurnar og vændið

konamedslaeduÞeir sem vilja leyfa vændi gera það oft í nafni kvenfrelsis.

Kona sem vilji selja sig körlum eða konum eigi að fá að gera það. Hún ráði yfir eigin líkama.

(Líka þegar hún er búin að selja öðrum hann?)

Þess vegna finnst mér dálítið fyndið þegar þessir talsmenn kvenfrelsis - sem vilja leyfa konum að selja sig - eru harðir á því að banna eigi þeim að klæðast slæðum.

Þær séu svo voðalegt tákn undirgefni og kúgunar.

slorÁ þá ekki að banna brúðarslörið líka?

Eða þann sið að brúðurin sé leidd að altarinu af föður sínum og afhent þar nýjum eiganda, brúðgumanum?

Bæði í kristni og íslam hafa konur verið álitnar stórvarasamar. Þær tæla karlana. Þess vegna er um að gera að hylja þær augum ístöðulausra.

Annars gætu þeir þurft að viðurkenna að þeir séu veikara kynið.

Slæðurnar og slörin hafa reyndar alveg þveröfug áhrif á mig. Ég er svo undarlega gerður að mér finnast konur sem ekki sýna allt unaðslega sexí.

Ef til vill ættum við Vesturlandabúar að byrja á því að taka til heima hjá okkur áður en við förum að segja öðrum til um það hvernig eigi að umgangast konur og þær sig sjálfar?

konatilsolu

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Arnórsson

jamm..flott sundföt sem konan er í..hinn klæðnaðurinn er ekki alveg að mínum smekk..

Óskar Arnórsson, 25.3.2008 kl. 14:46

2 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Þörf ábending. Ég segi eins og Hallgerður, takk fyrir.

María Kristjánsdóttir, 25.3.2008 kl. 15:09

3 Smámynd: Aida.

Þetta er flott færsla og er ég mjög sammála.

Aida., 25.3.2008 kl. 20:10

4 Smámynd: halkatla

ég er algjörlega ósammála hverju einasta orði í þessum pistli og finnst þetta frekar barnalegt og í raun stórvarasamt viðhorf að hafa til mannréttinda og einstaklingsfrelsis. En það er voða lítið meira um það að segja, bara ef heimurinn væri nú eitthvað í líkingu við drauma þína Svavar minn, en líf kvenna undir heljarhamri Islam er ekkert grín og það borgar sig ekki að reyna að finna bjartar hliðar á kuflakúgun eða að ímynda sér að konurnar velji þetta sjálfar upptilhópa. Kuflarnir svörtu eru ekkert skárri en þrælahald enda er þetta ákveðin merking á konunni: kona í svörtum kufli er eign múslima og hún er æðri konum sem ekki eru í kufli. Skilaboðin: konur þurfa að hylja sig til þess að karlmenn missi ekki stjórn á sér og nauðgi þeim eða limlesti, ef það gerist er það vitaskuld alltaf konunni að kenna því hún sýndi ekki næga aðgát. Hvort sem þið trúið þessu eða ekki þá er þetta svona, þetta er meðal þess sem liggur til grundvallar þessari hryllilegu slæðukúgun sem múslimar upptilhópa vildu afneita á miðri tuttugustu öld (slæður bannaðar í Tyrklandi t.d) en heimskulegt ofstæki sem felur í sér kvennakúgun hefur nú því miður náð heljartökum á flestum löndum  Islam og múslimum sem eru innflytjendur í öðrum löndum, og þetta eru staðreyndirnar.  Fólk á að lesa sér til um Islam og kynna sér málið (söguna + samanburð við kristni = kemur hræðilega út fyrir Islam) áður en það myndar sér skoðanir á svona flóknum og hryllilegum hlut einsog kvennakúgun í Islam.

Konur hafa orðið undir í flestum "siðmenningum" útí gegnum söguna og heiminn, þið getið ímyndað ykkur hvað það þarf í raun lítið til að þær verði aftur "af-mennskaðar" ef við látum okkur vel líka að viss hópur karlmanna (annar menningarheimur) hafi öll völd yfir kvenfólki "sínu" og eigi í raun meiri rétt fyri líkömum þeirra en þær sjálfar. Þetta er sick og ég skal veðja milljónum (sem ég á að vísu ekki til) á að þið mynduð ekki vilja vera í stöðu múslimskrar konu sem ræður ekki sjálf hvernig hún lifir og hegðar sér. Svona í alvöru! 

halkatla, 25.3.2008 kl. 22:33

5 Smámynd: Svavar Alfreð Jónsson

Ég þakka góð viðbrögð við færslunni.

Anna Karen: Þú ert algjörlega ósammála mér. Gott og vel. Ég er á hinn bóginn næstum algjörlega sammála þér.  Svörtu kuflarnir eru ein tegund kúgunar. Vændi er það líka - að minni hyggju.

Slæður og kuflar eru reyndar ekki alveg það sama og ég er ekki viss um að kona sem setur upp slæðu til að sýna sinn menningarlega og trúarlega bakgrunn sé endilega kúguð.

Vestrænar konur hylja líka andlit sitt slöri við ákveðin tímamót og jafnvel hörðustu femínistar láta pabba sína leiða sig upp að altarinu þar sem eiginmaðurinn tekur við þeim.

Kvennakúgun viðgengst líka á Vesturlöndum þótt hún birtist í annari mynd hér en í íslömskum löndum.

Þó að ég bendi á það er ég alls ekki að réttlæta illa meðferð á konum í öðrum heimshlutum eða aðra mistnotkun á þeim.

Ef til vill ættir þú að lesa færsluna mína aftur?

Svavar Alfreð Jónsson, 25.3.2008 kl. 23:30

6 Smámynd: Óskar Arnórsson

Þetta er alveg rétt hjá þér Svavar að sérstaklega karlar hafa verið duglegir að kúga konur og þá sérlega í öðrum löndum. T.d. þegar bara fyrir örfáum árum þegar lög voru sett í Malasýu að ekki mætti drepa konur. Ég fylgdist með þessu máli enda búin að vera mikið í þessum löndum. Karl, sem við mynddum kalla venjulegan Jón Jónsson á Íslandi, fór með konunni sinni út að borða. Þá voru nýju lögin búin að taka gildi. Hann ásakaði hana fyrir að horfa á annan karl inn á veitingastaðnum og drap hana umyrðalaust.

Hann var látinn mæta fyrir rétt. Hann sagði eins og var, að honum hefði þótt eiginkona sín horfa of mikið á anna karl sem var þarna á veitingastaðnum og hefði drepið hana þess vegna. Hann var dæmdur til að greiða 30 dagssektir, eða sem nemur einum mánaðarlaunum.

Hann varð svo móðgaður yfir þessum"ærumissi" að hann hélt blaðamannafund. Hann útskýrði að hann væri nútímamaður, og styddi framfarir í samfélaginu. Hann hefði getað sætt sig við þessa sekt ef hann hefði drepið konu nágranna síns. En að vera sektaður um heil mánaaðarlaun fyrir það eitt að depa sín eigin konu væri of fill langt gengið!

Hann áfríajaði dómnum til Hæstaréttar sem staðfesti dóminn.

Batnandi fólki er best að lifa. Það eru endalaust mikið til af þjóðum sem eru ekki komnir eins langt í réttindum kvenna og Malasíubúar.

 Ef ég skil þig rétt Scavar þá heldurðu því fram að konurnar á myndunum sséu jafn kúgaðar. ég er persónulegaa ósammála því. Konan á sundfötunum einum klæða er líklegri til að hafa meiri réttindi en þessar konur sem eru pakkaðar inn í föt, líklegast samkv. skipun frá klerkum í þeim ríkjum sem Kóraninn er notaður í stað heilbrigðar skynsemi...

Óskar Arnórsson, 26.3.2008 kl. 01:14

7 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Amen, mjög þörf umræða

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 26.3.2008 kl. 02:15

8 Smámynd: Ingólfur

Eru það endilega þeir sömu sem vilja leyfa konum að selja sig og eru á móti slæðum?

En allavega að þá er mikill munur á slæðu sem sett er lauslega um höfuðið og kuflunum sem hylja allan líkaman þar á meðal andlitið. Þarna á milli eru til ótal útfærslur og sumar minna helst á höfðukklúta"tískuna" sem tíðakaðist áður fyrr í sveitum meðal kvenna.

En líklega skiptir ástæða klæðnaðarins meira máli en klæðnaðurinn sjálfur. Ef að kona er þvinguð, beint eða óbeint, til þess að hylja sig alla að þá er það einfaldlega rangt. En ef hún kýs sjálf þennan klæðnað að þá er erfitt að setja út á það. Það sama á við um vændið.

Það eru til mörg dæmi um múslimskar konur sem gengu ekki með slæður í heimalandi sínu en tóku upp á því þegar þær fluttu til vesturlanda. Þannig verður þetta eitthver tenging við heimalandið og gömlu hefðina þaðan frekar eitthvað trúarlegt.  - Kannski svipað og þegar íslendingar taka upp á því að búa til skyr í eldhúsinu þegar þeir búa í útlöndum þó svo að þeir smakki nánast aldrei skyr á meðan þeir eru staddir heima.

Ingólfur, 26.3.2008 kl. 05:31

9 Smámynd: Halldóra Halldórsdóttir

Góður pistill og gagnleg umræða.

Spurningin er ekki slæða eða ekki slæða - heldur hvað liggur að baki. Konur í nýfrelsuðu Írak eða Afganistan taka aftur upp sína búninga til að minnka lífshættuna sem þær búa við - og til að minnka líkurnar á kynferðislegri áreytni eða ofbeldi. Það er grunnt á því viðhorfi að karlar séu ekki ábyrgir fyrir sínum eigin kynferðislegu órum - heldur konur. Hjá okkur birtist það í þeim viðhorfum að þegar konu er nauðgað er það vegna þess að hún var klædd á ákveðinn hátt. Það er sannarlega tími til kominn að karlar axli ábyrgð á eigin hegðun.

Halldóra Halldórsdóttir, 26.3.2008 kl. 08:43

10 identicon

Ef kona vill ganga með slæðu er það algjörlega hennar mál, ég hef þekkt margar stelpur og konur sem ganga með slæður af sjálfstæðum vilja. Mér finnst Anna Karen gera frekar ósmekklega tilraun til að blanda saman hijab og burqa sem eru tveir MJÖG ólíkir hlutir.

Að sama skapi hef ég ekkert á móti vændi sé það stundað af frjálsum vilja en ekki í ánauð manna eða lyfja. 

Gunnar Hrafn Jónsson (IP-tala skráð) 26.3.2008 kl. 08:57

11 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Eru ekki karlmenn sem stunda vændi, kaupa eða selja sjálfa sig eða aðra, líka kúgaðir?

Hvað með þær konur sem standa fyrir vændishringjum?  Eru þær kúgaðar? 

Síðan finnst mér afar varhugavert af vestrænum konum að vera að gagnrýna klæðnað kvenna í Mið-Austurlöndum, þegar þær sitja sjálfar hálf berrassaðar og blaðra um það

Ég er algjör jafnréttissinni og mér leiðist allt fórnarlambatal um konur og hvað margar konur líta á sig sem fórnarlömb.

Konur þurfa að taka sig á ekkert síður en karlmenn.

Amen. 

Margrét St Hafsteinsdóttir, 28.3.2008 kl. 02:39

12 Smámynd: Stráksinn

Ég hef engan heyrt tala um slæðubann, aðeins að konur skuli ekki skyldaðar til að nota þær. Á því er reginmunur.

Stráksinn, 28.3.2008 kl. 16:50

13 Smámynd: Svavar Alfreð Jónsson

Stráksi: Lestu þetta. Svo er mér heldur í nöp við prakkara sem skrifa undir dulefni. Ekki síst þegar þeir læsa síðum sínum.

Svavar Alfreð Jónsson, 28.3.2008 kl. 17:28

14 Smámynd: Stráksinn

Sæll aftur Svavar, ég vil ekki að nokkrum sé í nöp við mig svo ég opnaði bloggsíðuna mína. Slóðin sem þú bentir á fjallar um bann við trúartáknum í opinberum skólum, og þá allt eins kristnum eins og íslömskum, eins og vel er greint frá þar. Meðal helstu stuðningsmanna laganna voru femínistahópar, (sem mest eru á móti vændi hér) á þeim forsendum að slæður væru tákn um undirgefni kvenna gagnvart körlum. Athugaðu að í ýmsum múslimasamfélögum í Evrópu eru konur einfaldlega barðar af bræðrum sínum eða feðrum ef þær fylgja ekki settum reglum. Í alvöru múslimalöndum hýddar á torgum.

Ég held þær væri hollt að kynna þér sögu Ayaan Hirsi Ali og rannsóknir hennar, t.d. á "heiðursmorðum" í Hollandi.

Bestu kveðjur

Stráksinn, 29.3.2008 kl. 17:04

15 Smámynd: Svavar Alfreð Jónsson

Slóðin sem ég benti þér á fjallar um slæðubann í opinberum skólum. Litið er á slæður sem trúartákn. Þú misskilur mig: Ég er ekki að mæla kvennakúgun í íslam bót. Ég bendi á að kvennakúgun viðgengst líka hjá okkur. Það er alltaf erfiðara að áfellast aðra fyrir eitthvað sem maður líður sér sjálfum, ekki satt?

Svavar Alfreð Jónsson, 29.3.2008 kl. 17:33

16 Smámynd: Stráksinn

Ég líð mér ekki kvennakúgun og þú vonandi ekki heldur. Á vesturlöndum geta konur kært ofbeldismenn til lögreglu og leitað réttar síns. Ofbeldi er ekki viðurkennt af samfélaginu. Í sumum múslimskum ríkjum er ofbeldi gegn konum viðurkennt stjórntæki og sá ósiður borist með innflytjendum til Evrópu á undanförnum árum. Að sjálfsögðu ber að áfellast það og vinna gegn því með ráðum og dáð.

Stráksinn, 30.3.2008 kl. 00:56

17 Smámynd: Svavar Alfreð Jónsson

Ofbeldi er ekki viðurkennt af samfélaginu, segir stráksinn.

Í þessum pistli mínum koma fram eftirfarandi upplýsingar:

Á ári hverju eru 700.000 konur og börn neyddar út í vændi samkvæmt tölum Sameinuðu þjóðanna.

Árlega er um hálf milljón barna og kvenna sett á markað á Vesturlöndum.

Árlega eru um 120.000 barna og kvenna flutt í okkar heimshluta frá Austur-Evrópu og seld hér hæstbjóðendum.

Amnesty International telur að um 15% þeirra sé undir 18 ára aldri.

Svavar Alfreð Jónsson, 30.3.2008 kl. 10:07

18 Smámynd: Stráksinn

Þú ferð nú svolítið út um víðan völl, en ég bendi á að mansal er glæpur og síður en svo viðurkennt. Óháð því er okkur alveg óhætt að taka afstöðu gegn kúgun íslams.

En aðeins aftur að slæðulögunum svonefndu, þau banna reyndar um öll áberandi trúartákn eins og stendur í greininni sem þú vísaðir á. Eftirfarandi málsgrein er úr greininni:

 The law and its application

The vote

In December 2003, President Jacques Chirac decided that a law should explicitly forbid any visible sign of religious affiliation, in the spirit of laïcité. The secularity law, sometimes referred to as "the veil law", was voted in by the French parliament in March 2004. It forbids the wearing of any "ostensible" religious articles, including the Islamic veil, the Jewish kippa, and large Christian crosses. The law permits discreet signs of faith, such as small crosses, Stars of David, and hands of Fatima. This parallels laws in Muslim countries such as Indonesia and Turkey, which also ban the Islamic veil in their public schools.

Bestu kveðjur

Stráksinn, 30.3.2008 kl. 23:48

19 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

ég hef nú ekki mikla þekkingu á því sem hér er rætt, þ.e. slæðu- og kuflareglum Islam. En mig langar að benda þeim á, sem tala um að konur gangi sjálfviljugar um í þessum múnderíngum, að konur eru á mörgum stöðum líka samþykkar umskurði á kynfærum stúlkubarna, og til og með halda sínum eigin börnum niðri á meðan þau eru pyntuð. Hvað segir það okkur? Ástæðan fyrir þessu öllu er hefðin og aftur hefðin. Það sem fólk er alið upp við, þykir því sjálfsagt. Það er ekki þar með sagt að það sé rétt. Ekki frekar en t.d. hvítt barn sem er alið upp við gegndarlaust hatur á lituðu fólki. Þetta barn veit ekki betur og mun ekki vita betur þegar það kemst á fullorðinsár.

Jóna Á. Gísladóttir, 31.3.2008 kl. 13:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband