Bera bý

bee_1_bg_042404[1]

Býflugurnar nema hunang úr blómum...

 

26-10-honeybee[1]

 og flytja það heim í hús.

TPSMBW[1]

Hunangið þeirra er til margra hluta.

EM-50416[1]

Úr því eru til dæmis steypt kerti.

100318~Sainte-Chapelle-Cathedral-Interior-Posters[1]

Kertin lýsa upp stærstu kirkjur.

licht[1]

Altariskertin eru tákn um ljós heimsins.

011204_morning[1]

Býflugurnar búa til ljós heimsins úr blómunum.

 

 Bera bý

bagga skoplítinn

hvert að húsi heim;

en þaðan koma ljós

hin logaskæru

á altari hins göfga guðs.

(Jónas Hallgrímsson)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki það að mig langi mikið til að skemma þessar heimspekilegu vangaveltur, en það er mikill munur á hunangi annars vegar (sem flugurnar bera heim úr blómunum og ala með lirfurnar sínar) og vaxi hinsvegar, sem þær seyta úr kirtlum og byggja með búin sín.

Sigurður E. Vilhelmsson (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 15:22

2 Smámynd: Svavar Alfreð Jónsson

Þakka þér ábendinguna Sigurður. Hún skemmir ekki fallega hugsun listaskáldsins.

Svavar Alfreð Jónsson, 27.3.2008 kl. 15:32

3 Smámynd: Óskar Arnórsson

Má ég spyrja þig einnar spurningar Svavar? Af hverju skoðar þú allar færslur áður en þú hleypir þeim í gegn. Ertu hræddur að einhver komi með dónaskap of svívirðingar á bloggið þitt, og ef svo er af hverju ekki að leyfa öllum sem vilja segja það sem hann vill. Og að síðustu, hefur þú einhverntíma EKKi hleyp í gegn færslu sem var skrifað á bloggið þitt?

Óskar Arnórsson, 27.3.2008 kl. 15:40

4 Smámynd: Svavar Alfreð Jónsson

Örlítil viðbót: Flugurnar framleiða vaxið úr hunangi og er talið að fyrir hvert gramm af vaxi þurfi þær að innbyrða átta grömm af hunangi. Fyrri hvert pund af vaxi þurfa þær að fljúga 150.000 kílómetra samkvæmt wikipedia. Erindið hans Jónasar verður enn stórkostlegra í ljósi þessara upplýsinga.

Svavar Alfreð Jónsson, 27.3.2008 kl. 15:43

5 Smámynd: Svavar Alfreð Jónsson

Óskar: Ég vil ekki persónulegar svívirðingar á þessu bloggi og hef þess vegna þurft að hafna athugasemdum. Þetta er mitt blogg. Ég ritstýri því eftir bestu getu og samvisku.

Svavar Alfreð Jónsson, 27.3.2008 kl. 15:47

6 Smámynd: Svavar Alfreð Jónsson

Fyrirgefið, 150.000 kílómetrar hér fyrir ofan eiga að vera 150.000 mílur! Vonandi erum við ekki búnir að eyðileggja fyrir ykkur lýríkina með þessu rausi.

Svavar Alfreð Jónsson, 27.3.2008 kl. 15:49

7 Smámynd: Óskar Arnórsson

Já, ég er að hugsa um aðferðafræði fólk í notkun orða. Sumir sem kalla eitthvað svívirðilegt gera aðrir ekki. Sama á um dónaskap.  Ég fór í bankann í morgun og bað um frest á láni. Þeir voru til að gefa mér frest fyrir þessar 200.000 ef ég kæmi með tryggingu fyrir öllu láninu sem er samtals 1.200.000  Bankinn vildi semsagt að ég kæmi með fasteignaveð og greiða þinglýsingargjald svo ég gæti fengið frest á 200.000  kr vanskilum í 3 mánuði. Ég sagði þeim eins og var að þetta kallaðist dónaskapur allsstaðar nema á Íslandi. Hún svaraði með því að segja að þetta væru reglur bankans.  Á sama hátt getur talsmáti fólks  verið eins og misjafn ritstíll.  Mest seldu skáldsögurnar eru ruddalegar og margar hverjar ógeðslegar.  En þá er náttúrlega bara að ekki lesa þær.  En svo kem ég að efninu. Finnst þér allt sem skrifað er í Biblíunni við hæfi barna að hlusta á? Mér finnst það nefnilega ekki. Ég velti því oft fyrir mér að svona bók sem á að vera orð Guðs er á mörgum stöðum að ég myndi ekki taka það í mál að lesa það fyrir börn. Hvað finnst þér um þær hugleiðingar?

Óskar Arnórsson, 27.3.2008 kl. 18:10

8 identicon

Kýrnar framleiða mykju úr grasi. Það gera þær með flóknu kerfi magahólfa og sambýlisbaktería sem brjóta niður grasið. Meðalmjólkurkýr getur framleitt meira en 50 kg af mykju á dag.

Kúamykja hefur í gegnum tíðina haldið hita á okkur Íslendingum, hjálpað okkur að elda matinn og grætt landið okkar. Sama á við um allt mannkyn um aldaraðir og mykjan er enn mikilvægur þáttur í lífi þjóða sem við teljum frumstæðari en okkar.

Því má með réttu segja að framleiðsla kúa á mykju sé ekki aðeins merkilegri, heldur miklum mun mikilvægari en framleiðsla býflugna á vaxi.

Af hverju hefur enginn ort um mykjuna? 

Sigurður E. Vilhelmsson (IP-tala skráð) 28.3.2008 kl. 13:29

9 Smámynd: Svavar Alfreð Jónsson

Þó að Íslendingar hafi ekki ort margt um mykju, hvorki náttúrufræðingurinn Jónas né aðrir, hafa þeir altént ekki sparað sig í skítkastinu.

Svavar Alfreð Jónsson, 28.3.2008 kl. 15:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband