Lömbin þegja

lamEin skrýtnasta og illskiljanlegasta staðreyndin í þessum heimi er sú að óhamingjan er aðeins í fágætustu undantekningartilfellum þeim að kenna sem fyrir henni verða.

Nánast alltaf er hún af annars völdum.

Óhamingjan er á hverju strái. Allt misheppnast. Við fáum of lágt í prófunum. Við erum of þung. Við erum í vitlausri vinnu með of lágt kaup. Við búum í versta landinu með mestu dýrtíðina og vonlausasta veðurfarið. Bíllinn okkar bilar. Húsið okkar lekur.

Menning okkar er óánægjumenning þar sem stöðugt er alið á fórnarlambamentalíteti.

Fórnarlambið rekst vel. Það er hinn fullkomni neytandi. Eltir tugguna. Alla leið í sláturhúsið.

Og að sjálfsögðu er óhamingja fórnarlambsins aldrei því sjálfu að kenna.

Annars væri það ekki fórnarlamb.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Finnst þér þú vera fórnarlamb?

Matthías Ásgeirsson, 27.3.2008 kl. 22:49

2 Smámynd: Vilborg Eggertsdóttir

- ég held að ég skilji hvað þú ert að fara ,

kæri Svavar minn, þú veist að við erum að skapa þetta sjálf!

- ég hef tekið mig endanlega niður af krossinum......

Gott hjá þér að velta þessu upp, það var kominn tími til þess!

Vilborg Eggertsdóttir, 28.3.2008 kl. 00:08

3 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Mjög góðir punktar til íhugunar. Það er íhugunarefni að við notum neikvæð orð til að lýsa því sem við hrífumst af s.s. æðislega gaman, voðalega skemmtilegt, geðveikt fjör, hryllilega flott ...... en lífið er yndislegt, ég er búin að ákveða það!

Gunnlaugur B Ólafsson, 28.3.2008 kl. 00:09

4 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ein dæmisaga um röð af óhöppum: " Maður vaknaði allt of seint. Það var mikilvægur fundur á skrifstofunni og það var hann sem var aðal maðurinn sem átti að kynna eitthvað fyrir toppunum í fyrirtækinu.

Hann hoppaði yfir ,morgunmatinn, rakaði sig, snyrti og klæddi sig á mettíma. þegar hann kom út og ætlaði að fara inn í bílinn sinn, voru einhverjir prakkarar búnir að hleypa loftinu úr öllum dekkjum. 

Hann hljóp af stað því að hann vissi að strætisvagn í næstu götu var alveg að koma og stoppaði næstum beint fyrir utan þar sem hann vann. Strætisvagninn var á stoppstöðinni hinum megin við vegarkantinn þegar hann sá hann byrja að leggja af stað.

Hann hljóp út á götuna og bíl keyrði á hann. Bílstjórinn á bílnum sem keyrði á hann keyrði í burtu frá honum þar sem hann lág á götunni ringlaður eftir höggið. Skjalataskan og allir mikilvægu pappírarnir fuku út um allt.

Verkamenn af byggingarstað þarna rétt hjá komu og stumruðu yfir honum, bölvandi og raknandi manninum sem hafði stungið af eftir slysið. Þeir söguðu að það ætti að loka svona menn inni í fangelsi til æviloka, einn sagði að hann ætti skilið dauðadóm og sá þriðji var svo innilega sammála honum.

Einhver hafði hringt á sjúkrabíl sem kom eins og skot. Hann mótmælti og bað þá um að hjálpa sér að safna pappírunum saman og hringja á leigubíl. Sjúkraliðarnir hlustuðu ekkert á hann. Hann var settur á börur, inn í sjúkrabílinn og síðan var ekið með hann kvartandi yfir þessum óþarfa alla leiðina á sjúkrahúsið.

Það var mikið að gera áa slysadeild sjúkrahússins svo hann var heyrður í rúmi inn í smá skot með tjöldum fyrir. hann leit á klukkuna og kafði áhyggjur yfir því hversu seinn hann var, fundurinn, þar sem hann átti að kynna viðskiptahugmynd, var löngu byrjaður. Hann beið og beið og fannst tíminn óendanlega langur. en hann beið. 

Allt í einu var tjaldið dregið frá og inn kom hjúkrunarkona sem virkaði á hann eins og engill sendur frá Guði! Það varð ást við fyrstu sín og hann skildi að hann hafði aldrei áður verið ástfanginn! þau eru búin að vera gift lengi núna. Hann er eilíflega þakklátur fyrir að hafa vaknað of seint, hann er þakklátur strákpjökkunum sem hleypti úr dekkjunum á bílnum hans.

Hann er þakklátur fyrir að hafa misst af strætisvagninum og hann myndi vilja faðma manninn sem keyrði á hann og þakka honum! Hann hafði fundið hamingjuna. Hann varð að gera alla tillöguna upp á nýtt og hún varð miklu betri en sú fyrri og eigendur vinnustaðar hans þökkuðu honum frábæra hugmynd með launahækkun.

En á hverjum laugardegi hittast 3 vinnufélagar til að fá sér bjór saman, ennþá bölvandi og raknandi yfir manninum sem stakk af af slysstað. Þeyr fengu aldrei að heyra sögu mannsins sem hafði upplifað besta og hamingjusamasta dag í sínu lífi. 

Það var dagurinn þegar hann hitti konuna sína í fyrsta skipti. Skyldi þetta vera tilviljun? Hann þakkaði alla vega Guði fyrir að hafa stýrt honum inn í hamingjunna sem honum hafði svo lengi dreymt um....

Óskar Arnórsson, 28.3.2008 kl. 00:42

5 Smámynd: Svavar Alfreð Jónsson

Þakka athugasemdirnar.

 Matti: Ég er oft hið fullkomna fórnarlamb.

Svavar Alfreð Jónsson, 28.3.2008 kl. 12:31

6 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ekki mínar hugsanir Svandís!. Hef lagt mikið á mig til að vera jákvæður og reyndi æfinguna að hafa Krist í huganum frá því ég vakna og þangað til ég sogna en aldreu tekist það. Þetta var ein æfing sem ég fékk á námskeiði. Held að engumhafu tekist þetta á namsskeiðinu, ...auðvelt að gleyma sér..

Óskar Arnórsson, 28.3.2008 kl. 19:07

7 Smámynd: TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.

Þetta getur ekki kallast óhamingja, ekkert af þessu. Þetta er frekar óánægjunöldur í fólki sem hefur ekki og kannski nennir ekki að hafa mikið fyrir lífinu. Svo lætur þú það fara í taugarnar á þér og kallar það fórnarlömb. Og ég læt það fara í taugarnar á mér að þú skulir nota þetta orð "óhamingja" yfir svona húmbúkk. Svona getum við lagt mismunandi merkingu í orðin. Ljótt af mér að riðjast svona inn óboðin með gagnrýni  

TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 28.3.2008 kl. 19:13

8 identicon

Þeir síðustu verða fyrstir.

Diddi (IP-tala skráð) 28.3.2008 kl. 19:53

9 Smámynd: Óskar Arnórsson

Þú svaraðir ekki spurningunni hvort sumt úr Biblíunni væri ekki góð lesning fyrir ung börn? ég t.d. leyfði mínum börnum aldrei að horfa á fréttir í Svíþjóð og ljótar myndir meðan þau voru lítil..

Óskar Arnórsson, 28.3.2008 kl. 20:28

10 Smámynd: Svavar Alfreð Jónsson

Fyrirgefðu, kæri Óskar! Mér varð tafsamt. Það er alveg rétt hjá þér. Sumt úr Biblíunni er ekki góð lesning börnum nema með leiðsögn þroskaðra manna. Það á reyndar við um flestar almennilegar bókmenntir. Og fréttir. Og auglýsingar. Og glæpaþætti. Og fleira.

Svavar Alfreð Jónsson, 29.3.2008 kl. 00:51

11 Smámynd: Óskar Arnórsson

Mjög gott svar Sr, Svavar. Varð eiginlega ekkert hissa á þessu svaru því þú ert vitur maður og hefur mikla visku í hjarta þínu. T

akk fyrir þau svör sem ég hef fengið hingað til sem eru full af visku og kærleik.

Mér er farið að gruna að þú sért betri manneskja en þig sjálfan grunar!,  eða ert meðvitaður um sjálfur.....

með vinsemd og virðingu...

Óskar Arnórsson, 29.3.2008 kl. 01:13

12 Smámynd: Óskar Arnórsson

Sámmála þér Hallgerður! Mér hafa sum svör komið verulega á óvart. Alla vega er hann öðru vísi en margir prestar sem ég hef kynnst, í jákvæðri merkingi þess orðs.

Hann velur orð sín of kostgæfni. Veit kannski af því að það er það sem kemur út úr munninum sem eitrar hugann mest, ekki það sem er sett inn í munninn...þó það séu til eitraðir hlutir sem maður ætti ekki að leggja sér til munns.. 

Óskar Arnórsson, 29.3.2008 kl. 14:54

13 Smámynd: halkatla

ég sé eftir því á hverju kvöldi að hafa eytt helling af dýrmætum tíma í eitthvað væl, óhamingju og pirring. Það er enginn tími fyrir slíkt. En morguninn eftir byrjar ballið aftur, þetta er alveg ferlegt

halkatla, 29.3.2008 kl. 15:22

14 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ég skrifa niður jákvæða hluti um sjáfan mig sem ég reyni síðan að fylgja. Virkar þrælfínt, en ég næ aldrei að fylgja 0llu sem ég lofa sjálfum mér. en ég reyni..ég held að þú sért nú jákvæðari en þú vilt vera láta Anna Karen..

Óskar Arnórsson, 29.3.2008 kl. 17:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband