Máttur dömubindaauglýsinganna

domubindiDömubinda- og klósetthreinsispistillinn eftir Davíð Þór á bakhluta Fréttablaðs dagsins minnti mig á örlitla sögu.

Einhvern tíma var ég að taka bensín úti í Ólafsfirði sem í sjálfu sér er ekki í neinar frásögur færandi - nema þá kannski þessa.

Að aflokinni vel heppnaðri og einstaklega ánægjulegri dælingu gekk ég fyrir bensínkallinn með mín veski og kort.

Meðan við bíðum bljúgir eftir heimild upphefst þessi líka gegndarlausa dömubindaauglýsing í sjónvarpsgarmi yfir höfðum okkar beggja.

Við látum hana yfir okkur ganga enda var heimild að berast.

Það passar líka að þegar ég er búinn að greiða fyrir bensínið er auglýsingunni lokið og ég get ekki stillt mig um að segja við bensínmanninn þessi spaklegu orð:

"Þetta eru nú meiri auglýsingarnar þessar dömubindaauglýsingar."

Hann leit upp yfir búðarborðið og gleraugun sín og sagði djúpri og stilltri röddu:

"Satt segirðu og ég skal segja þér að mig er farið blóðlanga svo til að prófa að ganga með þetta..."

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir að langan og gleðiríkan hlátur  

hordur torfason (IP-tala skráð) 30.3.2008 kl. 19:35

2 Smámynd: Aida.

Góður þessi!

Aida., 30.3.2008 kl. 19:59

3 Smámynd: Óskar Arnórsson

hehe..mikill er máttur auglýsinga segji ég nú bara! Ætli það sé ekki lúxustollur á þeim eins og á skeinipappír, en engir tolar á Rolex..

Óskar Arnórsson, 30.3.2008 kl. 20:41

4 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

hahaha  - Stay-free

Jóna Á. Gísladóttir, 31.3.2008 kl. 12:58

5 Smámynd: M

Láttu það bara eftir þér

M, 31.3.2008 kl. 20:51

6 Smámynd: Þorsteinn Gunnarsson

Kv. í Heiðardalinn

Þorsteinn Gunnarsson, 1.4.2008 kl. 01:11

7 identicon

Ha ha, kall greyið, hann hefur vantað öryggistilfinninguna.

Magga Sigurjóns (IP-tala skráð) 1.4.2008 kl. 13:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband