Færsluflokkur: Bloggar
20.9.2008 | 09:49
Eins og börnin
Börn eru til fyrirmyndar. Við fullorðnir getum margt af þeim lært.
Þó eru börn og fullorðnir ekki tveir algjörlega aðgreindir hópar.
Börn geta sýnt ótrúlegan þroska.
Og allt besta fólkið sem ég þekki er á einhvern hátt bernskt. Hefur varðveitt í sér barnið.
Aldurinn gerir okkur ónæm. Hann herðir okkur. Hann kennir okkur að vera ósnortin.
Börn eru ekki feimin við að vera snortin. Þau kunna betur en fullorðnir að sýna tilfinningar. Að sárna og hrífast.
Við sjáum ólýsanlega illsku í fréttunum og höldum áfram að sötra kaffið okkar.
Einn vængbrotinn skógarþöstur kallar fram tár í barnsauganu.
Splunkunýr jeppi eða utanlandsferð myndar bros á vörum þess fullorðna - sem er þó ekki jafnbreitt brosi barnsins þegar því hefur verið gefinn rjómaís.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.9.2008 | 10:24
Rasismi í skjóli tjáningarfrelsis
Ég hef verið að skoða danska skopmyndamálið. Finnst það merkilegt og tel að af því megi draga mikilvægan lærdóm.
Eitt af því sem ég hef fundið er yfirlýsing sem mannréttindasamtökin Amnesty International sendu fjölmiðlum í febrúar árið 2006. Þar segir:
Events of recent weeks have highlighted the difficult question of what should be the legitimate scope of freedom of expression in culturally diverse societies.
While different societies have drawn the boundaries of free speech in different ways, the cartoon controversy shows how, in today's increasingly global media space, the impact of actions in one country can be felt way beyond its borders. Today, more than ever, societies are faced with the challenge of asserting universal human rights principles in an area where there has traditionally been a tendency to defer to the domestic laws of a particular state and the values they enshrine.
Set against the backdrop of the rising climate of intolerance and suspicion between religious and other communities in many parts of the world, including in Europe, two conflicting sets of principles are being advanced in this controversy.
Newspaper editors have justified the publication of cartoons that many Muslims have regarded as insulting, arguing that freedom of artistic expression and critique of opinions and beliefs are essential in a pluralist and democratic society. On the other hand, Muslims in numerous countries have found the cartoons to be deeply offensive to their religious beliefs and an abuse of freedom of speech. In a number of cases, protests against the cartoons have degenerated into acts of physical violence, while public statements by some protestors and community leaders have been seen as fanning the flames of hostility and violence.
The right to freedom of opinion and expression should be one of the cornerstones of any society. This right includes "the freedom to hold opinions without interference and to seek, receive and impart information and ideas through any media, regardless of frontiers" (Universal Declaration of Human Rights, Article 19). For more than forty years, Amnesty International (AI) has defended this right against attempts by governments across the globe to stifle religious dissent, political opposition and artistic creativity.
However, the right to freedom of expression is not absolute -- neither for the creators of material nor their critics. It carries responsibilities and it may, therefore, be subject to restrictions in the name of safeguarding the rights of others. In particular, any advocacy of national, racial or religious hatred that constitutes incitement to discrimination, hostility or violence cannot be considered legitimate exercise of freedom of expression. Under international standards, such "hate speech" should be prohibited by law.
Sumarið 2006 tjáir bandaríski þjóðfélagsrýnirinn Noam Chomsky sig um málið í viðtali við Torgeir Norling og segir m. a.:
I just take it from the Danish press. One of the main newspapers, Information, I think, published on 15 February a background of what had happened. They reported that the Minister of Culture in Denmark gave a speech at a conservative conference, where they quoted some abusive, vicious, racist speech attacking the Muslim minority for not being truly Danes, and not conforming to Danish culture, and virtually called for an attack on the Muslim minority, which I think is seven per cent. And a couple of days later Jyllandsposten printed the cartoons. They regarded it as a consequence; they said, yes, it was a consequence of the Minister of Culture's decision to wage an ideological war on the Muslim minority. It was no issue of freedom of press; it was no issue of freedom of expression. This is just ordinary racism under cover of freedom of expression. And, yes, they should have the right to. The New York Times should have the right to publish anti-Semitic Nazi caricatures on the front page. That should be a legal right. Are they going to exercise their right? No. So if you do it is another reason.
Í viðtalinu bendir Chomsky á að nokkrum árum áður hafði Jótlandspósturinn hafnað því að birta skopmyndir af upprisu Jesú Krists.
Eins og lesa má í þessari frétt breska blaðsins Guardian taldi teiknarinn skopmyndirnar ósköp meinlausar.
Hann hafði meira að segja sýnt þær nokkrum prestum sem hlógu að þeim - í öllu sínu húmorsleysi.
En ritstjóri Jótlandspóstsins vildi ekki myndirnar. Í Guardian er eftir honum haft:
I don't think Jyllands-Posten's readers will enjoy the drawings. As a matter of fact, I think that they will provoke an outcry. Therefore, I will not use them.
(Fyrirsögn þessarar færslu er sótt í viðtalið við Chomsky.)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
17.9.2008 | 12:50
Náð
Við berum ábyrgð á lífi okkar og spekin segir að hver sé sinnar gæfu smiður.
Samt erum við ekki ein og þurfum ekki að ganga óstudd.
Lífið er ekki einungis verkefni þar sem allt stendur og fellur með þér sjálfum, kröftum þínum, gáfum og elju.
Lífið er ekki bara ein stór krafa.
Lífið lætur líka til þín streyma það sem byggir þig upp, endurnærir þig, hleður þig orku og blessar þig. Lífið er gefandi og miðlandi. Lífið er uppsprettulind.
Lífið á vængi sem veita skjól.
Þú þarft ekki að strita látlaust.
Þér er ekki stillt upp við vegg og af þér heimtað.
Lífið er náð.
Þegar þú finnur það hefur Lífið vitjað þín.
Þegar þú lærir að þiggja ertu lifandi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
16.9.2008 | 23:18
Yfirlýsing
Í febrúar árið 2006, nokkrum mánuðum eftir að Jótlandspósturinn neyddist til að birta múhameðsskopmyndir sínar til að bjarga vestrænu tjáningarfrelsi (!!!), sendu Kofi Annan, þáverandi aðalritari Sameinuðu þjóðanna, Ekmeleddin Ihsanoglu, aðalritari OIC (Organization of the Islamic Conference) og Javier Solana, yfirmaður utanríkis- og öryggismála hjá Evrópusambandinu frá sér þessa sameiginlegu yfirlýsingu:
We are deeply alarmed at the repercussions of the publication in Denmark several months ago of insulting caricatures of the Prophet Mohammed and their subsequent republication by some other European newspapers and at the violent acts that have occurred in reaction to them.
The anguish in the Muslim world at the publication of these offensive caricatures is shared by all individuals and communities who recognize the sensitivity of deeply held religious belief. In all societies there is a need to show sensitivity and responsibility in treating issues of special significance for the adherents of any particular faith, even by those who do not share the belief in question.
We fully uphold the right of free speech. But we understand the deep hurt and widespread indignation felt in the Muslim world. We believe freedom of the press entails responsibility and discretion, and should respect the beliefs and tenets of all religions.
But we also believe the recent violent acts surpass the limits of peaceful protest. In particular, we strongly condemn the deplorable attacks on diplomatic missions that have occurred in Damascus, Beirut and elsewhere. Aggression against life and property can only damage the image of a peaceful Islam. We call on the authorities of all countries to protect all diplomatic premises and foreign citizens against unlawful attack.
These events make the need for renewed dialogue, among and between communities of different faiths and authorities of different countries, all the more urgent. We call on them to appeal for restraint and calm, in the spirit of friendship and mutual respect.
Bloggar | Breytt 17.9.2008 kl. 13:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.9.2008 | 11:12
Ógn við lýðræðið
You are either with us or with the terrorists.
(George Walker Bush)
Hryðjuverkaógnin er raunveruleg. Lýðræðið á sér óvini. Vestræn gildi hatursmenn.
Þetta er ekkert nýtt. Þau lífsgildi sem við aðhyllumst hafa kostað baráttu og fórnir og munu gera það.
Sú barátta fer ekki fram með því að ala á ótta og móðursýki.
Ég geri mér grein fyrir því að atburðir úr samtíðinni eru aldrei fullkomlega hliðstæðir við það sem áður hefur gerst.
En þegar reyndur og áhrifamikill fjölmiðlamaður hvetur fólk til að sniðganga heila háskóladeild vegna þess að hádegisfyrirlestur sem þar er fluttur er honum ekki að skapi, þá dettur manni í hug eitt nafn úr sögunni:
Joseph McCarthy.
(Áhugasömum bendi ég á þessa grein um hinn "nýja mccarthyisma".)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
14.9.2008 | 23:58
Rokkhljómsveit, hótelherbergi og viskí
Hrifnæmur tenór, stórskáld, spagettí og chianti; þetta er eldfim blanda sem getur haft svipuð áhrif og kokkteillinn alræmdi rokkhljómsveit, hótelherbergi og viskí.
Friðrik G. Olgeirsson skrifar aldeilis ágæta ævisögu Davíðs Stefánssonar, "Snert hörpu mína". Hún er á náttborðinu mínu núna.
Þar er saga af æsilegu partíi á heimili Davíðs.
Skáldið eldaði spagettí handa vini sínum Stefáni Íslandi. Davíð mun hafa verið snillingur í ítalskri matseld. Veitti hann chiantirauðvín með kræsingunum. Og sparaði það ekki.
Að beiðni Stefáns fer Davíð að lesa úr óbirtum ljóðum sínum. Stefán hrífst mjög af þeim og eykst hrifningin stig af stigi við hvert ljóð. Svo fer að hann þolir ekki lengur við af unaði og biður Davíð að hætta því annars fari hann að brjóta innanstokksmuni.
Davíð bauð honum að brjóta að vild en bað hann að láta bækurnar í friði. Í bók Friðriks segir:
Hann heldur áfram að lesa og Stefán æsist meira og meira. Á miðju gólfi stendur stórt og þungt eikarborð og skyndilega tekur Stefán stól og lemur honum á borðplötuna svo hann brotnar. Það fær ekki á Davíð sem les bara hærra en áður. Stefán lemur þá öðrum stól í borðið og brýtur hann líka. Þá hættir Davíð lestrinum og Stefán róast. En þegar hann fer úr veislunni góðu stendur stólfótur út í gegnum útidyrahurðina.
Myndin með færslunni er af vefsetrinu Hús skáldsins.
Bloggar | Breytt 15.9.2008 kl. 09:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
13.9.2008 | 09:12
Strákar frá Kleifum
Í gærkvöld steig á svið í Allanum hér á Akureyri ein af uppáhaldshljómsveitunum mínum, South River Band. Meðlimir hennar eru allir á einhvern máta tengdir Kleifum í Ólafsfirði. Sér í lagi Syðri-Á þaðan sem bandið fær nafn sitt. Kannski þó síst fiðlu- og gítarsnillingurinn Matthías Stefánsson sem er frá Akureyri. Að vísu bjó hann þar í Kleifargerði.
Kleifastrákarnir eru frábærir hljóðfæraleikarar. Þeir leita víða fanga í tónlist sinni en á heimasíðu sinni segjast þeir spila blöndu af tónlist frá Balkanskaganum, norrænni þjóðlagamúsík, keltneskum þjóðlagastíl, bandarísku blúgrassi blandað suðrænum blæ og hugsanlega eitthvað annað.
Þeir flytja líka frumsamin lög og eru prýðileg tónskáld. Sungin jafnt sem leikin lög eru á efnisskránni. Textarnir hnyttnir, meirihlutinn úr þeirra eigin smiðju.
Það er talað og sungið á norðlensku á tónleikum South River Band. Káin hamarshögg á steðja, péin drynjandi norðanbrim, téin karlmennskan hljóði klædd og mjóllllk framborin þannig að þú heyrir hana gutla í könnunni.
Mér finnst erfitt að þegja undir tónlist South River Band. Maður vill syngja með. Líka getur verið erfitt að sitja meðan hljómsveitin spilar. Maður vill helst dansa. Er ég þó danslatur.
Teljast þetta ekki allgóð meðmæli?
Einnig verður að hrósa þeim Kleifastrákum fyrir stundvísi. Tónleikarnir áttu að byrja klukkan níu og hófust stundvíslega korter yfir þegar mamma eins var komin.
Tónleikarnir fóru fram í því fornfræga húsi Allanum. Fyrr á tíð voru þar dansleikir. Þegar ég var strákur fór ég stundum á tombólur sem kvenfélagið Hlíf stóð fyrir í Allanum. Einu sinni hreppti ég aðalvinninginn, tröllaukinn standlampa sem ég gat varla rogast með heim.
Nú er rekinn kínverskur matsölustaður í Allanum og gátu gestir slafrað í sig eggjanúðlum og þvílíku góðgæti undir tónlistinni. Var það góð viðbót við alþjóðlegt yfirbragð samkomunnar.
Þeir sem misstu af South River Band í Allanum í gærkvöld geta fengið sér bíltúr út í Ólafsfjörð í kvöld. Þar spilar hljómsveitin í Tjarnarborg kl. 21.
Ég þakka fyrir frábæra skemmtun þessara miklu listamanna.
Myndin með færslunni er af heimasíðu SRB.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.9.2008 | 08:36
Virðing fyrir tjáningarfrelsinu
Maðurinn lifir og hrærist í samfélagi. Samfélagið verður til fyrir samskipti. Tjáningarfrelsið er því einn grundvallarþáttur mannlegs samfélags.
Umræðan um tjáningarfrelsi er gjarnan dálítið einhæf. Snýst um hvað megi segja. Hvað megi gagnrýna. Hversu langt megi ganga.
Þegar rætt er um tjáningarfrelsi verður að skoða ýmislegt fleira.
Hvaða tök hefur fólk á að tjá sig og nýta sér frelsi sitt til tjáningar? Hvernig er umræðumenningin í samfélaginu? Hvetur hún til tjáningar?
Eða höfum við skapað okkur umræðukúltúr sem þaggar niður í fólki fremur en að fá það til að taka til máls?
Síðastnefnda spurningin er sérstaklega ágeng þegar um er að ræða minnihlutahópa sem hafa öðruvísi skoðanir og viðhorf en fjöldinn.
Tungumálið er meira en samskiptatæki. Það býr til ímyndir sem hafa áhrif á hvernig við skynjum veruleikann.
Sú ímynd sem fólk hefur í samfélaginu, hópar eða einstaklingar, ræður miklu um möguleika þess til að tjá sig og taka þátt í þjóðfélagsumræðunni.
Þegar við útbreiðum óhróður um fólk og gerum því upp skoðanir getur verið að við séum að nota tjáningarfrelsi okkar til að skerða tjáningarfrelsi þess.
Mér finnst sérstaklega sláandi þegar slíkt er gert af þeim sem útnefna sig sjálfa riddara tjáningarfrelsis og lýðræðis.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
10.9.2008 | 22:10
Frelsi fjölmiðla
Í hádeginu á miðvikudögum skýst ég stundum upp í háskóla og hlusta á eitt stykki fyrirlestur.
Dr. Markus Meckl stóð í púltinu í dag og talaði um skopmyndirnar frægu af Múhameð spámanni sem birtust í Jótlandspóstinum.
Dr. Meckl hefur undanfarin fjögur ár kennt nútímafræði og fjölmiðlafræði við HA. Doktorsritgerð hans fjallaði um helförina.
Fyrirlesturinn nefndi hann "The Mohammad cartoons in Jyllands-Posten and the freedom of the press".
Dr. Meckl benti á að samkvæmt vestrænni hefð hefur frelsi fjölmiðla aldrei verið markmið í sér sjálfu. Það á sér æðri tilgang.
Mörk frelsisins ákvarðast af þeim tilgangi sem það hefur.
Tilgangslaust frelsi, frelsi sem engu er bundið og beinist ekki að neinu, er innantómt.
Dr. Meckl velti fyrir sér hvaða tilgangi birting skopmyndanna þjónaði.
Voru þær ekki til þess eins að ögra og storka?
Ef til vill höfðu þær líka þann tilgang að útmála illsku óvinarins - en Danir voru jú þátttakendur í Íraksstríðinu.
Og því er ekki að neita að þær seldu ágætlega.
Dr. Meckl var langt frá því sannfærður um að þetta mál hefði nokkuð með vestræn gildi að gera. Hvað þá að birting myndanna hafi verið innlegg í baráttu gegn einhvers konar "and-upplýsingu" sem sumir íslenskir gáfumenn hafa verið uppteknir af.
Ég hef aldrei botnað í þeirri hysteríu að vondir arabar og bandarískir fúndamentalistar séu að eyðileggja fyrir okkur upplýsinguna.
Dr. Meckl sagði mikilvægt að við ræddum meira um í hvernig þjóðfélagi við vildum búa.
Frelsi fjölmiðlanna ætti að nota til þess að skapa slíkt þjóðfélag og hlúa að því.
Skopmyndin með færslunni er úr smiðju nasista.
Gyðingurinn á henni segir:
"Hier, Kleiner, hast du etwas ganz Suesses. Aber dafuer musst ihr beide mit mir gehen..."
(Hérna er soldið dísætt handa þér, litli minn. Í staðinn verðið þið bæði að koma með mér...)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
9.9.2008 | 22:31
Öld myndarinnar
Myndirnar eru ágengar við okkur. Þær heimta af okkur að trúa okkar eigin augum.
Smám saman erum við að týna því sem verið hefur ein af undirstöðum vestrænnar menningar: Hæfileikanum til að vantreysta skilningarvitunum, sér í lagi þeim miklu lygurum augunum, gleypa veruleikann ekki hráan, láta það sýnilega ekki hafa síðasta orðið, heldur brjóta um það heilann, efast um það, hugleiða það og taka persónulega afstöðu til þess, byggða á innsæi og dómgreind.
Sannleikurinn hefur aldrei verið í myndum. Í Gamla testamentinu er sérstaklega varað við því að reyna að gera mynd af Guði; það er raunar harðbannað.
Þar og bæði í arfi grískrar heimspeki og kristinni arfleifð kirkjufeðranna er því haldið fram að sannleikurinn sé andlegs eðlis.
Það sem er satt, er ekki satt af því að þú sérð það eða snertir það, heldur vegna þess að það er satt fyrir þér, vegna þess að það er sannleikur í hjarta þínu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)