Disastrous consequences

DSC_0778 

Fróðlegt hefur verið að fylgjast með viðbrögðunum við nýlegum Kötlugossummælum forseta Íslands í BBC.

Menn hneyksluðust á þeim og sögðu forsetann gera alltof mikið úr Kötluvánni. Hann fældi ferðamenn frá landinu.

En í stað þess að ræða ummæli forsetans í þessu rúmlega mínútu langa viðtali, skýra það sem ef til vill hefði mátt orða betur og leggja áherslu á það jákvæða, sýnist mér að menn hafi reynt að gera sem mest úr því neikvæða.

Það er til dæmis gert í leiðara Fréttablaðsins í dag.

Hann hefst á þessum orðum:

Fleyg ummæli Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, um íslenzka viðskiptaundrið rifjuðust upp þegar hann lýsti því yfir við brezka ríkissjónvarpið, BBC, að gosið í Eyjafjallajökli væri nú bara smáæfing fyrir Kötlugos, sem ekki væri spurning hvort heldur hvenær brytist út, með hrikalegum afleiðingum fyrir Ísland og heimsbyggðina.

Ekki minntist ég þess að forsetinn hefði talað um hrikalegar afleiðingar gossins fyrir Ísland og heimsbyggðina, eins og ritstjórinn staðhæfir að hann hafi gert, svo ég hlustaði enn einu sinni á viðtalið fræga og beið eftir að heyra hann tala um hrikalegar afleiðingar fyrir heimsbyggðina - eða „disastrous consequences".

Ekki bar sú bið árangur.

Forsetanum eru því lögð orð í munn í leiðara Fréttablaðsins í dag.

Kannski í þeirri von að viðtalið megi hafa sem hrikalegastar afleiðingar?

Leiðarahöfundur kýs líka að minnast ekki á að forsetinn gat þess í viðtalinu að hér á landi hafa lengi verið til áætlanir um viðbrögð við Kötlugosi.

Ritstjórinn sleppir því - en af einskærri umhyggju fyrir ferðamannabransanum á Íslandi lætur hann koma fram að þegar sé „tekið að bera á afbókunum, talsvert fram í tímann".

Í öðru blaði er talað um næturneyðarfundi auk afbókananna og þess getið að fyrirspurnum frá vísindastofnunum hafi rignt inn til almannavarna ríksins vegna ummæla forsetans.

Eins og það þurfi endilega að vera slæmt að vísindastofnanir í Evrópu beini spurningum til íslenskra yfirvalda - eftir að íslenskt eldfjall hefur stöðvað helstu samgönguæðar álfunnar í hartnær eina viku.

Geta þessar fyrirspurnir ekki verið gott tækifæri til að leiðrétta misskilning varðandi íslensku eldfjöllin?

Og árétta það sem fram kom í hinu fræga viðtali við forsetann, að Kötlugos muni ekki koma Íslendingum í opna skjöldu.

Því er haldið fram að forseti Íslands hafi dramatíserað hættuna af Kötlugosi.

En ef til vill hafa menn ekki síður dramatíserað viðtalið?

Á Íslandi verða Kötlugos stórpólítísk - meira að segja áður en þau verða.

Með þessari snjóamynd úr garðinum mínum þakka ég lesendum mínum fyrir samfylgdina í vetur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Alveg rétt hjá þér - einfaldlega skynsamleg ummæli hjá forseta okkar.

  • Þ.e. taugatitringur í landanum, vegna þess að landinn óttast að missa spón úr aski sínum.
  • En, sá ótti, víxlverkar við óttann vegna kreppunnar.

Þetta tal um, að ekki sé hægt að halda landinu lokuðu, mánuðum saman, eru stórfurðuleg.

Því, ekki var forsetinn að halda því fram, að Katla muni gjósa þetta sumar eða þetta ár, einungis á næstu árum.

En, þó Katla hafi gosið eitt sinn, rétt eftir Eyjafjallajökli - þá gat það statistísk séð, hafa verið hrein tilviljun.

Ég held, að menn geri allt of mikið, úr tenginu á milli þeirra fjalla.

Eitt gos, getur ekki verið statistísk significant, þannig séð.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 21.4.2010 kl. 14:27

2 Smámynd: Jón Sveinsson

Takk fyrir þetta.

Ég held að fólk eigi ekki að taka fréttamenn alvarlega þeir eru stórhættulegir taka eitt og eitt orð úr setningum og breyta fyrir æstan Almenning, það á að birta fréttirnar allar en ekki eitt og eitt orð. ÞAÐ ER HREINN VIÐBJÓÐUR AÐ GJÖRA SLÍKT.

Jón Sveinsson, 21.4.2010 kl. 14:53

3 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Sæll Svavar,

Þetta hefur verið í umræðunni hérna í Bandaríkjunum frá því gosið á Fimmvörðuhálsi hófst fyrir réttum mánuði síðan.  Þ.e. að Katla sé nálæg eldstöð sem sé komin á tíma og eigi eftir að gjósa og verða mun stærra - þá borið saman við Fimmvörðuháls sem var svona smá æfing fyrir Eyjafjallajökul;)   Svo má ekki gleyma grein sem birtist í New Scientist 16. Apríl: http://www.newscientist.com/article/dn18786-get-ready-for-decades-of-icelandic-fireworks.html?full=true&print=true

Kveðja,

Arnór Baldvinsson, 21.4.2010 kl. 19:46

4 identicon

Gleðilegt sumar

Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 22.4.2010 kl. 02:12

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Samfylkingarspunameistarar hafa það fram yfir spunakonur að þeir þurfa ekki neinn lopa til að sitt níð.

Það er ljótt að ljúga, en þegar fjölmiðlar gera það meðvitað, er það  glæpur.

Jón Steinar Ragnarsson, 22.4.2010 kl. 07:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband