Systir Sól og bróđir Máni

DSCN0124 

Ljúft er ađ finna ást af ţínum anda,

ylinn sem gefur snerting ţinna handa,

lifa og vera ţegn í sköpun ţinni,

ţakklátur eiga stađ í veröldinni.

Örlátt er lífiđ og allt í kringum mig

elskunnar gjafir sem vilja birta ţig.

 

 

Vakinn til dagsins sé ég mína systur,

sólina björtu, geislum hennar kysstur.

Bróđir minn, máninn, vögguljósiđ lćtur

líknandi vefa ţreyttum kyrrar nćtur.

Örlátt er lífiđ og allt í kringum mig

elskunnar gjafir sem vilja birta ţig.

 

 

Náunga mínum vil ég blessun bera,

bróđir og systir sköpuninni vera.

Blómin og grösin verndarfađmi fel ég,

fagnandi undir himni ţínum dvel ég.

Örlátt er lífiđ og allt í kringum mig

elskunnar gjafir sem vilja birta ţig.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg Eggertsdóttir

Hartans ţakkir fyri ţinn fallega óđ um ţađ stórkostlega sköpunarverk sem viđ erum öll hluteigendur ađ.

Vilborg Eggertsdóttir, 7.3.2007 kl. 02:01

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband