Bænin

bidjandihendurVið verðum fyrir áföllum, harmi og vonbrigðum.

Þá liggur okkur ekki mest á að fá rökrænar skýringar á bölinu og þjáningunni í veröldinni. Þá eigum við heldur ekki að byrja á því að sætta okkur við orðinn hlut, láta áhyggjurnar hverfa, sorgirnar hjaðna og kvíðann eyðast.

Þá er okkar helsta verkefni að öðlast traust til lífsins á ný.

Til þess var okkur gefin bænin.

Í bæninni nálgumst við Guð með brennandi spurningar á vörunum og hjörtun full af kvíða, sorg og áhyggjum.

Ef til vill kunnum við aldrei betur að biðja en þegar við vitum ekki okkar rjúkandi ráð.

Jesús kom til þeirra Mörtu og Maríu.  Marta var á þönum í kringum hinn góða gest en María settist við fætur hans og naut þess að vera í návist hans.

Jesús sagði að hún hefði valið góða hlutann.

Þann hluta veljum við þegar við biðjum.

Þá setjumst við hjá Jesú Kristi. Finnum nálægð hans. Skynjum elsku hans. Öðlumst traust og trú.

Geðlyf hjálpa mörgum og hafa blessað og bjargað.

Auðvitað eiga þeir að taka töflurnar sínar sem þurfa þess.

Kunningi minn úr læknastétt sagði mér samt að hann væri viss um að minnka mætti notkun á slíkum lyfjum í okkar heimshluta ef við kynnum betur að nýta okkur gjöf bænarinnar.

Værum meiri María en minni Marta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlynur Jón Michelsen

Þú ert fyndinn!!!

Hlynur Jón Michelsen, 3.2.2008 kl. 00:42

2 Smámynd: Júdas

Góður pistill Svavar og þörf ábending en ættum við að vera meiri eða minni Júdas

Júdas, 3.2.2008 kl. 09:39

3 Smámynd: Svavar Alfreð Jónsson

Þú biður ekki um lítið, Hallgerður og fyrirgefðu hvað ég er seinn til svara.

Trú á Guð er engin áfallatrygging. Við þurfum að ganga um dimma dali.

En jafnvel þótt við förum um dimma dali megum við trúa því og treysta að Guð er þar með okkur.

Svavar Alfreð Jónsson, 4.2.2008 kl. 10:33

4 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Þessi pistill er ágæt áminning um það af hverju prestar eiga ekki að sinna áfallahjálp.  Látum fagmenn sjá um það.

Matthías Ásgeirsson, 5.2.2008 kl. 14:45

5 Smámynd: Svavar Alfreð Jónsson

Í fyrsta lagi: Það á enginn að sinna áfallahjálp nema hann hafi til þess þjálfun. Prestur getur vel sinnt áfallahjálp - kunni hann til verka.

Í öðru lagi: Þessi pistill fjallar ekki um áfallahjálp. Höldum okkur við efnið. Fáum útrás fyrir prestahatrið annars staðar.

Svavar Alfreð Jónsson, 5.2.2008 kl. 15:05

6 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Í þriðja lagi: Hættu að snúa út úr Svavar. 

Sáluhjálp kirkjunnar snýst um bænina segir biskhoppurinn þinn.  Þetta óskaplega þvaður þitt snýst um bænina.

Prestahatur mitt er á sama stigi og skynsemishatur þitt. 

Matthías Ásgeirsson, 6.2.2008 kl. 18:29

7 Smámynd: Svavar Alfreð Jónsson

Áfallahjálp og sáluhjálp eru tvö aðgreind fyrirbæri, Matthías.

Það er ekki skynsamlegt að gaspra um hluti sem maður hefur ekki vit á.

Áfallahjálp skiptist í tvö stig.

Fyrsta stigs áfallahjálp er sálræn skyndihjálp, fræðsla og upplýsingamiðlun ásamt viðrun.

Annars stigs áfallahjálp er fólgin í úrvinnslu, virkjun stuðningskerfis, mati á áhættuþáttum og eftirfylgd.

Fyrsta og annars stigs áfallahjálp er veitt af fólki sem hefur fengið til þess sérstaka þjálfun, hvort sem um er að ræða starfsfólk heilbrigðiskerfisins eða presta.

Áfallahjálp heyrir undir landlækni og almannavarnir, ekki kirkjuna.

Svavar Alfreð Jónsson, 6.2.2008 kl. 20:10

8 Smámynd: Kristján Hrannar Pálsson

Það er óskaplega lítið í þessum pistli sem ég get skilið. Ég hugsa um það tímabil í mannkynssögunni þegar kirkjan ráðlagði fólki að snúa sér til guðs frekar en að fara á (frumstæð miðað við þeirra tíma) geðlyf.

Ég hugsa líka um hversu marga það leiddi enn frekar á glapstigur og gerði hugsjúka einstaklinga enn veikari með því að láta það verða uppnumið af alls konar ranghugmyndum um guð og kristni. Ranghugmyndum sem bæði ég og Svavar getum verið sammála um að séu sjúkar.

Kristján Hrannar Pálsson, 6.2.2008 kl. 21:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband