Vændi er glæpur

vaendiAthyglisvert var að heyra viðtal í Kastljósi ríkissjónvarpsins í gær. Þar skiptust þær Drífa Snædal og Heiðrún Lind Marteinsdóttir á skoðunum um vændi.

Heiðrún lýsti þeirri skoðun sinni að við ættum ekki að segja skynsömu fólki mun á réttu og röngu. 

Ef til vill er kjarni vandamálsins sú andstyggilega frjálshyggja að "skynsamt" fólk eigi að fá að ákveða sjálft hvað sé rétt og rangt.

Vilji skynsöm kona selja skynsömum kúnna afnot af líkama sínum eigi það að vera sjálfsagt. Það séu bara viðskipti skynsemdarfólks.

Ekki er ég nú sannfærður um að skynsemin ráði alltaf ferðinni í viðskiptum - jafnvel þótt í hlut eigi skynsamt fólk. Þessa dagana kynna íslenskir viðskiptajöfrar okkur stjarnfræðilegar taptölur fyrirtækja sinna og viðurkenna að óskynsamlega hafi þeir höndlað.

Að mínu mati eigum við alls ekki að láta skynsömu fólki eftir að ákveða hvað sé rétt og hvað sé rangt.

Þrælakaupmenn fyrri tíma voru ekki óskynsamir. Kaupmennska þeirra var úthugsuð. Sjálfir sáu þeir ekkert athugavert eða óskynsamlegt við framferði sitt.

Nú á dögum á þrælahald ekki að viðgangast í samfélagi okkar vegna þess að það samrýmist ekki þeim gildum sem þar eru lögð til grundvallar og þeim hugmyndum sem við höfum um manneskjuna og helgi hennar.

Guði sé lof fyrir að "skynsömu" fólki var ekki eftirlátið að ákveða rétt og rangt í þrælabransanum.

Samkvæmt tölum Sameinuðu þjóðanna eru 700.00 konur og stúlkur neyddar út í vændi á hverju einasta ári.

Umfangsmesta verslunin með konur og stúlkur eru í hinni siðmenntuðu Evrópu. Árlega er hálf milljón sett þar á markað. 120.000 kvenna og barna er á hverju ári flutt frá Austur-Evrópu til Evrópusambandsríkja og seld þar hæstbjóðendum. Amnesty International telur að 15% þeirra séu undir 18 ára aldri - sem er ríflega íbúafjöldi Akureyrar.

Á hverju ári!

Hvers konar verslun með konur og börn er siðleysi sem við eigum ekki að láta viðgangast.

Og það er líka alvarleg tegund af siðleysi ef skynsamt fólk fær að ákveða sjálft hvað sé rétt og hvað sé rangt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Að setja samasem merki á milli vændis og þrældóms er tómt rugl.

Það er fleira fólk í þrældómi við hluti eins og ávaxtatýnslu og þess háttar heldur en eru í vændi. Á að banna ávaxtatýnslu vegna þess að einhver hluti þeirra sem að stunda þetta hafa verið hnepptir í þrældóm?

 Fólk verður að sjá muninn á því að stunda vændi af fúsum og frjálsum vilja og þess að vera neyddur í það. Auðvitað á að berjast gegn þrældómi, en að banna fólki að gera það sem það vill vegna þess að einhver annar er að gera það sama gegn vilja sínum er bara rökleysa.

Gunnar (IP-tala skráð) 12.3.2008 kl. 12:02

2 Smámynd: Sandra María Sigurðardóttir

Þetta er 1 partur af umræðunum og rétt að ekki sé hægt að fara eftir "skynsemi" fólks. Annað var að heilbrigðiseftirlit yrði bætt til muna svo að fleiri konur og börn gætu átt betra líf og jafnvel náð sér út úr þessu. Mér finnst rétt að byrja þar en ekki að taka þessar konur úr umferð..Það gerist með betri nærveru og skilning að þróun hlýtur að eiga sér stað..þ.e. að vændi verði minna með tímanum..

Sandra María Sigurðardóttir, 12.3.2008 kl. 12:41

3 Smámynd: Óskar Arnórsson

Tek undir orð Gunnars! Þú þarft nú að lesa fleiri bækur en þá ágætu bók Biblíuna, til að geta sett þetta vandamál sem ert að tala um. Það er rétt hjá þér að þrælahald á börnum er rangt.

Ég var "seldur" af barnaverndarnefnd til bónda og fékk að þræla í mörg ár hjá bóndanum sem síðan voru borgaðir peningar frá Ríkinu hér á réttlætislandinu Íslandi. Jafnvel prestur staðarinn hafði meiri áhuga á að þiggja brennivín hjá bóndanum en að hlusta á smábörn eins og mig þegar ég leitaði til hans.

Þessi hrærigrautarfærsla þín er síður en svo til að bæta eitt eða neitt. Ég kalla mig kristinn mann, andlegan, trúi á hið góða og trúi líka að þú meinir gott með þessu innleggi þínu. En prestar eiga það til að einangra sig frá venjulegu lífi og hugsanahætti fólks í nútímanum.

Vændi er löglegt á Íslandi og ekki glæpur. Frægur prestur fyrir vestan náði að barna næstum hverja einustu fermingarstelpu þangað til það fauk í einhvern föður einnar stelpurnar og stoppaði hann.

Það er Guði þóknanlegt að prestar hafi svo mikið vit og visku að þeir telji sig ekki ofar öðrum í andlegum málum og þeir eru síður en svo margir hverjir talsmenn Guðs. Til að efla virðingu fólks fyrir málefnum kirkjunnar ættu prestar að huga að daglegu lífi fólks og sýna réttlæti í framkvæmd, en að kalla konur glæpamenn.

Fræðimennska og viska fara ekki alltaf endilega saman, í hvaða grein sem er.  Var það ekki Kristur sjálfur sem varaði fólk við dýrkun og gullkálfum? Það er margt hjá predikurum nútímans sem minnir óþægilega mikið á að hvatt sé til að dýrka Krist, sem hann varaði við, og kirkjur eiga Prestar ekki að breyta í Gullkálfa.. 'eg er ekkert að fara fram á að ég hafi rétt fyrir mér í einu eða neinu, þetta er bara mín skoðun,,Guð blessi þig..

það er þrælahald á Íslandi í dag og spipan er kölluð vaxtaokur. Það mun splundra þúsundum ungra barnafjölskyldna og ég hef ekki séð neinn Guðsmann enn, blanda sér í það mál.

Ekki einu sinni Biskup Íslands! þetta aðgerðaleysi gerir alla presta og atvinnuguðsmenn á Íslandi samseka Í mesta þrælahaldi sem nokkurtíma hefur átt sér stað. Hjálpaðu heldur við að stoppa þessa glæpamenn sem eru að hneppa þína eigin landa í þrældóm.   

Óskar Arnórsson, 12.3.2008 kl. 14:02

4 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ég gleymdi einu..ég ætla að halda áfram að ákveða sjálfur hvað sé rétt eða rangt, og treysti engum presti fyrir því að gera það fyrir mig.

Völd kirkjunar í gegn um aldirnar á Íslandi var harðstórn og pyntingar gegn saklausu fólki sem má aldrei endurtaka sig.

Kirkja og Ríki eiga enga samleið og á að stía þeim í sundur eins fljótt og hægt er. Þetta gerðu Svíar og eru lokssins lausir við styrkjafarganið sem fylgir kirkjuiðnaði.

Kirkjan á að fjármagna sig sjálf með því fólki sem hefur áhuga á því. 

Óskar Arnórsson, 12.3.2008 kl. 14:09

5 identicon

Bravó Óskar!!!

hörður Torfason (IP-tala skráð) 12.3.2008 kl. 23:23

6 Smámynd: Svavar Alfreð Jónsson

Þakka athugasemdirnar.

Gunnar: Því miður er það ekkert rugl að setja samasemmerki milli vændis og þrældóms. Tölurnar frá Sameinuðu þjóðunum og Amnesty segja sína sögu. Vændi er ein tegund þrælahalds.

Óskar: Vændi er glæpur og glæpamennirnir eru þeir sem notfæra sér neyð annars fólks og græða á henni.

Okrið á Íslandi er vissulega blóðugt (og um það hef ég t. d. skrifað hérna) en ekki finnst mér það sambærilegt við sölu á konum og börnum - hvað þá að kalla megi það "mesta þrælahald sem nokkurn tíma hefur átt sér stað".

Ég kalla það þjóðfélag siðlaust þar sem hver ákveður fyrir sig hvað sé rétt og rangt.

Ég kalla það þjóðfélag siðað sem sameinast um ákveðin gildi og helgi mannsins.

Svavar Alfreð Jónsson, 13.3.2008 kl. 00:21

7 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ekkert persónulegt Svavar! En trúmál og ofstæki eru tilefni til flestra hryðjuverka í allri veröldinni. það er SIÐLEYSI að þjóðkirkjan sé á styrkjum frá ríkinu!

Prestar eru góðir og slæmir alveg eins og allar stéttir. Ég fordæmi alla glæpamenn sem nota sér neyð annarra hvort sem það er þrælasala á konu og börnum, eða sala á körlum um allan heim sem er algengt í Kína, t.d.

Líka fordæmi ég misnotkun á útlendingum sem svindlað er á launum sem koma hér í neyð vegna ástands í heimalandi sínu.

Ég fordæmi líka alla þá sem eru bókstafstrúar og nota bók eins og biblíu eða kóraninn sem rök, vegna þess að þeir hafa ekki nægilega visku Guðs í hjarta sínu til að sinna hlutverki sínu!

það var mikil framför þegar völdin voru tekin af prestum fortíðarinnar og sett í hendur á fólki sem bjó til stjórnarskrá í staðin. Okkur vantar ekki meira af galdrabrennum, hvort sem það er í orði eða verki.

Það eina sem vantar, er að skilja að þjóðkirkju og Ríki, svo menn geti ráðið því sjálfir í hvernig sambandi þeir vilja vera við Jesú Krist sem ég trú á í einlægni.

Ég reyni að lifa mínu lífi þannig að Jesú Kristur fái  kannski smá trú á mér og því sem ég er að gera. Mér tekst ekki allaf að gera það sem ég veit að HANN myndi vilja að ég gerði. Eingin er fullkominn. En ég reyni mitt besta.

Trú er einkamál hvers og eins, og mér finnst það undarlegur málflutningur að prestur kalli konur sem stunda vændi sem er leyft samkvæt lögum. það er ekki synd af því að það stendur Bíblíunni.

Mönnum væri nær að lesa þá bók sem fræðibók en ekki að stunda heimskulega dýrkun á bók sem heitir Biblía. Bíblían eru bara gagnlegar upplýsingar hvernig við getum þroskast og byggt upp andlegt líf og átt meðvitað samband við Guð og jesu Krist samkvæm þeim skilningi sem hver og einn velur sér sjálfur.

Þetta eru bara  upplýsingar rétt eins og símaskráinn ef manni vantar að vita símanúmer.

Það má alveg eins kalla ÁTVR glæpamenn sem selja brennivín sem er stærsta böl á Íslandi og fjórða hvert pláss á spítölum er rakið til alkóhóldrykkju.

jesú Kristur skrifaði ekki Bibliuna enda er hún raunverulega margar bækur bækur, enn síður en svo heilagri en aðrar andlegar leiðbeiningabækur sem nóg er til af.

Eins og er ef þú fylgist með fjölmiðlum, eiga sér stærstu skaðabótakröfur sem nokkurtíma hafa verið greiddar einmitt til barna sem misnotuð voru af prestum þar í landi og fóru síðan að tala um Guð eftir hverja nauðgunina á fætur annarri.

Þú blandar vændi og glæpum saman. Lög eru lög og vel ég heldur stjórnarskránna en nokkra tegund af túlkunarfræðingum sem gefa sig út fyrir að vera talsmenn Guðs.

Hef persónulega reynslu af prestum og allskonar fórnardýrum kristinna sértrúarsöfnuði sem eiga það sameiginlegt að misnota sannfæringarkraft sin, oft til að villa fólki sýn, því miður.

En ég endurtek að þetta er mín skoðun, fer ekki fram á að hafa rétt fyrir mér í neinu máli, og ekkert af því sem ég skrifa hér er beint að þér persónulega.

Ég þekki þig ekki neitt, og tala þess vegna eingöngu almennt um málið.

Ég er ekki bundin neinum trúarflokki af nokkru tagi, og það mun aldrei ske.

þú verður með í bænum mínum í kvöld. Ég bið fyrir svo mörgum að mig munar ekkert um einn í viðbót. 

Óskar Arnórsson, 14.3.2008 kl. 12:17

8 Smámynd: Svavar Alfreð Jónsson

Þakka þér fyrir þetta, Óskar, það er mér mikils virði að vita af því að beðið sé fyrir mér.

Við erum sammála um að fordæma beri misnotkun á fólki. Ég tel vændi slíka misnotkun og það glæp að selja eða kaupa manneskjur.

Fleiri en ég eru þeirrar skoðunar.

Annars skulum við reyna að halda okkur við efnið. Ég sé ekki hvernig bókstafstrú eða tengsl ríkis og kirkju koma þessu máli við.

Svavar Alfreð Jónsson, 14.3.2008 kl. 13:45

9 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ég er alveg viss um að við erum sammála um margt í flestum málum sem viðkemur réttlæti almennt. Ég hef unnið í 20 ár við að hjálpa ógæfufólki og flestir eru sammála um að einhverskonar andleg vakning til meðvitundar um gildi  andlegs lífs sé áhrifaríkasta leiðin til að hjálpa t.d. föngum sem ég unnið í með bæði innann og utan fangelsa.

það eru til rannsóknir og tölur sem styðja þetta. En það eru lög í landinu um trúfrelsi. Ég er þeirrar skoðunar að trú á skaparann, hverju nafni sem menn vilja kalla hann, sé og verður heilagt fyrir hvern einstakling.

Ég geri ráð fyrir þá óánægju sem ríkir um misskiptingu Ríkisins á styrkjum til ólíkra trúarhópa. Mér finnst að engin trúarhópur eigi að fá neina styrki, og heldur ekki þjóðkirkjan. Æ fleiri segja sig úr þjókirkjunni, þó þeir geri það af ólíkum ástæðum. Þjóðkirkjan notar biblíuna eins og margir kristnir söfnuðir.

Þessir söfnuðir túlka Biblíuna hver á sinn hátt, og allir þeir gera tilkall að þeir séu talsmenn hins eina rétta boðskaps frá Guði og eða Jesú Kristi. Kristinn trú hefur klofnað í ótrúlega margar áttir og er ástæðan að þeir lesa Biblíuna og taka einhvern hluta hennar svo bókstaflega að þeir lenda í stríði við sína eigin trúbræður. Það getur ekki verið Guði þóknanlegt að menn séu að rífast um hver hafi rétt fyrir sér, eða hver sé hinn eini sanni talsmaður Guðs.

Þess vegna hefur trúfrelsi dýpri merkingu en á hvaða bók maður á að trúa. Ég hef oft oh mörum sinnum heyrt þessa röksemdarfærslu "það stendur í biblíuni!" Hvaða rök eru það fyrir andlegum málum einstaklinga. Það eru frekar fráhrindandi röksemdarfærsla, að einskorða sig við þessa bók.

Vatíkanið í Róm er nýlega búið að taka ákvörðun um að börn sem deyja áður en þau ná að skírast, brenni ekki í helvíti til eilífðarnóns. þetta er þó í áttina að menn sem stúdera Guð daginn út og daginn inn, hafi loksins áttað sig á svona Guðleysi.

En þeir halda áfram að krefjast þess að vera hinir einu sönnu talsmenn Guðs, og er átökin á Írlandi gott dæmi hvernig endalaus misskilningur hefur verið tekinn úr biblíunni af misvitrum Guðsmönnum, og með hjálp af sannfæringarkrafti þeim sem býr í öllu fólki, talað þetta fólk á sitt band.

Í sambandi við vændi var lögum breytt í Svíþjóð fyrir nokkrum árum. Lögin eru svona. Konum er leyft að selja kynlífsþjónustu, er það er brot álögum að kaupa það fyrir karla.

Ný afbrot spruttu upp sem afleiðing af þessum lögum. Konur seldu sig bara einu sinni, og fóru svo að kúga fé úr fjölda manna sem er orðið að stórvandamáli í Svíþjóð í dag.  Umræða er komin í gang að breyta þessum lögum.

Kynlífsþjónusta karla er mjög útbreidd og hafa karlar aglýst þessa þjónustu í dagblöðum á Íslandi og ég sé aldrei neina umræðu um það. Eiturlyfjaneysla er oft fylgifiskur vændis. Konur og smástelpur fjármagna eiturlyfjakaup með vændi og karlar og smástrákar með innbrotum og öðrum afbrotum.

Vitna í síðu um lausn á því máli: www.leap.cc þar sem fíkniefnalögregla í stórum hópum, saksóknarar ásamt dómurum segja álit sitt hvað þarf að gera. Ég aðhyllist þessa lausn eftir 20 ára baráttu gegn þessum ófögnuði sem eiturlyf eru.

Ísland er ekki komið á það stig að ég mæli með því núna, en þróun mála bendir til að þetta verði framtíðarlausnin.

Skoun er og verður bara skoðun. Hver einstaklingur buggir sína skoðun á menntun, reynslu, eigin hyggjuviti og þeirri visku sem viðkamndi hefur aflað sér.

En það er ekki þar með sagt að nokkur dauðlegur maður hafi hinn eina sanna sannleika, þó að hann sé með fjölda fólks með sömu skoðun.

Ég tel það sé andlegur þroski að skiptast á skoðunum,  en stöðnun að festast í eigin sannfæringarkrafti, sem er óskaplegt afl innra með öllu fólki, að viðkomandi sé búin að fá hina einu sönnu fullvissu um hvað sé rétt og hvað sé rangt.

Öll fræði þarf að fara gætilega með, og mest af öllu trúarrit sem nóg er til af í heiminum. Best er að miðla þekkingu sinni til annarra sem vilja taka við henni, og leyfa sérhverjum einstaklingi að þroskast og ákveða sjálfan hvernig hann vill ráðstafa lífi sínu. 

Það er rétt athugasemd hjá þér að efnið fjallaði ekki um tengsl ríkis og kirkju.

Það tók ég inn í færsluna á eigin spýtur. Ekki til að rugla umræðuna neitt, ég notaði bara tækifærið að koma því að í leiðinni, og vona að mér verði fyrirgefið það. þetta er bara það sem ég trúi á að sé réttlætismál.

Konan mín er Búddisti sem hefur trú hennar haft góð áhrif á mig líka, og hvorki ég eða hún sjáum neitt athugavert við að hafa myndir á veggjum heima hjá okkur af Búdda og Jesú Kristi, hlið við hlið.

Leyfi ég mér að kalla þá báða syni Guðs og bræður sem unnu að sömu málum ,og kannski er allt mannkynið börn guðs, misjafnlega langt komin á þeirri leið tilbaka til Skapara okkar sem ég tek fram aftur að er eingöngu mín skoðun og geri ekkert tilkall að hafa rétt fyrir mér þessum málum né neinum öðrum.  

Óskar Arnórsson, 14.3.2008 kl. 14:59

10 Smámynd: Svavar Alfreð Jónsson

Óskar, mér þykir vænt um að heyra þína skoðun á þessu máli - og á sambandi ríkis og kirkju - þótt það sé ekki til umræðu hér. Ef til vill getum við spjallað um það síðar?

 Rökin "það stendur í biblíunni" hafa ekki verið notuð af mér í þessu máli. Þótt ég beri mikla virðingu fyrir því sem þar stendur tel ég mig ekki bókstafstrúarmann og held því alls ekki fram að ég hafi hinn eina rétta sannleika.

En ég hef mín viðhorfeins og þú og finnst dýrmætt að geta skipst á skoðunum við annað fólk, málefnalega og af kurteisi. Þakka þér enn og aftur fyrir áhugann.

Svavar Alfreð Jónsson, 14.3.2008 kl. 15:11

11 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ég hefði kannski átt að setja það inn einhverstaðar um mig sjálfan, að í gegn um starf mitt hef ég mótast í það að vera óþarflega "hrár" í tjáskiptum, og hefur mér oft verið bent á það. Eina afsökunin sem ég hef til að verja mig með, er að ég hef horft á hryllilegri hluti og komið inn í aðstæður sem flestir á Íslandi eig erfitt með að ímynda sér. þótt ég telji mig getað tekið yfirvegað mitt í skelfilegum aðstæðum sem ég ætla ekki að lýsa í neinum smáatriðum, séð marga deyja á kvalafullan hátt, gjörsamlega af nauðsynjalausu o.s.f. hafa samt orðið áföll í mínu lífi sem hafa fengið mig til að endurskoða ýmsa hluti. Sem smá dæmi, missti ég 5 ára barnabarn mitt sem bjó hjá mér af slysförum, skömmu seinna framdi yngsta systir mín sjálfsmorð, yngri bróðir minn fannst látinn í íbúð móður minnar sem hann var að sinna í bið eftir hjúkrunarheimili, og sjokkeraðist móðir mín svo mikið, að hún neitaði að trúa að hann væri dáinn, svo hann lá þarna í meira enn 2 sólarhringa þar til önnur systkyni mín komu óvænt í heimsókn. Flutti ég til Íslands sérstaklega til að annast móðir mína því ekki var neitt pláss að fá, en svo slysalega vildi til að meðul sem hún fékk við þvagfæra sýkingu, voru vitlaust afgreidd og í staðin fyrir að hún tæki þau í 10 daga, komu þessu lyf "automatiskt" og mataði ég hana með þessum lyfjum samviskusamlega í þeirri trú að ég væri að hjúkra henni, en það dróg hana til dauða, þar sem þessi "fúkkalyf" eða eitthvað pensillinn lyf, eru baneitruð  í svona langan tíma. Kom líka í ljós of sein að þetta sérstaka lyf er aldrei gein konum, heldur einungis karlmönnum. Þrátt fyrir að ég veit að þetta voru mistök af sjúkrahúslækni, leið mér eins og morðingja, enda kom ég ekki heim til drepa móður mína. Hefur haft svolítil óþægileg áhrif og einnig framkoma Landlæknis, Heilbrigðisráðuneytis og saksóknara. Ég sendi þeim öllum bréf um að ég vildi að þetta yrði rannsakað sem manndráp af gáleysi og ég meðsekur, en hef ekki fengið nein svör. Lögregla sem ég hef unnið með á Íslandi biður mig endilega ekki að leggja fram kæru á sjálfan mig svo það komist hreyfing á þetta mál. Svo eru mörg önnur áföll sem ég er ekkert að telja um hér. En þetta hefur eflaust einhver áhrif hvernig ég tjái mig í dag. Hef þótt vera kurteis að öðrum en er svolítið sveifluóttur út af þessu öllu saman. Svo ef þér þykir ég vera hranalegur, þá hefur þú alveg rétt fyrir þér í því. Ég var ekki svona fyrir 4 árum þegar þessi holskefla af áföllum dundu yfir. þakka þér líka fyrir áhugann um andleg mál sem mér eru ákaflega hugleikinn. það sjálfsagt einhver meining með þessu öllu saman.

Óskar Arnórsson, 14.3.2008 kl. 16:16

12 Smámynd: Svavar Alfreð Jónsson

Mikið er á þig lagt, minn kæri Óskar, og kraftaverki líkast að þú skulir hafa komist í gegnum þetta. Ég bið fyrir þér líka. Með bróðurkveðju.

Svavar Alfreð Jónsson, 14.3.2008 kl. 18:09

13 Smámynd: Óskar Arnórsson

Þakka þér fyrir það Svavar minn! Ég er lifandi enn. Kær kveðja í baráttunni gegn hinu illa, þar erum við alla vega samherjar bróðir sæll.

Óskar Arnórsson, 14.3.2008 kl. 21:12

14 Smámynd: Ingólfur

Og hver á þá að ákveða hvað er rétt og hvað er rangt? Biblían? Kóraninn? Páfinn eða kannski prestar og klerkar?

Það er stórhættulegt siðleysi að láta aðra ákveða fyrir sig hvað er rétt og hvað er rangt. Slíkt er aðeins tilraun til þess að hafna ábyrgð yfir eigin gerðum.

Með góðu uppeldi og samfélagi sem ber virðingu fyrir mannréttindum að þá verða einstaklingarnir ansi góðir að dæma um það hvað er rétt og rangt og líka að fara eftir því.

Og meira að segja viðbjóðin, sem plata unglingsstúlkur með loforðum um betra líf en selja þær síðan hæðstbjóðanda, vita vel að þeir eru að gera rangt. En ég býst þó við því að þeir reyni að finna eitthvað sem segir að þetta sé allt í lagi.

Ingólfur, 17.3.2008 kl. 13:08

15 Smámynd: Ingólfur

Svavar, ég vil ítreka spurninguna hver eigi að ákveða fyrir mann hvað sé rangt og hvað sé rétt, að þínu mati.

Ingólfur, 17.3.2008 kl. 17:56

16 Smámynd: Svavar Alfreð Jónsson

Kæri Ingólfur Harri, fyrirgefðu töfina sem hefur orðið á svarinu. Ég bendi á það sem ég segi í athugasemd hér ofar:

"Ég kalla það þjóðfélag siðlaust þar sem hver ákveður fyrir sig hvað sé rétt og rangt.

Ég kalla það þjóðfélag siðað sem sameinast um ákveðin gildi og helgi mannsins."

Eða finnst þér að hver og einn eigi að fá að ákveða hvort það sé rétt eða rangt að kaupa sér konu til kynlífsþjónustu - eða barn?

Svavar Alfreð Jónsson, 17.3.2008 kl. 18:08

17 Smámynd: Ingólfur

Ég tel að ég einn beri ábyrgð á gerðum mínum. Það sem kann að vera gegn lögum venjum og hefðum samfélagsins getur samt verið það eina rétta að gera. En um það getur maður sjálfur einn dæmt.

Eða var það kannski rangt af Rósu Parks að sitja kyrr í rútunni þegar lögin og venja í samfélaginu sagði að hún ætti að færa sig sökum litarháttar?

Eða var það rangt þegar verkalýðsfélög voru stofnuð og verkalýðurinn tók sér verkfallsréttinn?

Eins eru margir sem afsaka sig með því að segja gerðir sínar löglegir. Jafnvel Stjórnmálamenn taka oft upp þá vörn að segjast ekki hafa brotið nein lög þegar þeir hafa gert eitthvað rangt. En að mínu mati verður ekkert sjálfkrafa rétt við það eitt að það sé löglegt.

Þess vegna verður maður sjálfur að taka afstöðu til þess hvað sé rétt og hvað sé rangt, og þvert á móti því sem þú heldur fram að þá er það einmitt siðlaust samfélag þar sem einstaklingurinn hættir að taka afstöðu til þess hvort gerðir hans séu rangar eða réttar.

Varðandi vændið að þá tel ég að á meðan það er löglegt að þá sé það undir hverjum og einum komið hvort hann telji rétt að kaupa sér kynlífsþjónustu sem kona selur sjálfviljug. Sé maður hins vegar að taka þátt í mannsali með því að kaupa kynlífsþjónustu að þá er alveg ljóst að mínu áliti að það er rangt, alveg sama hvort það er löglegt eða ólöglegt.

Ingólfur, 18.3.2008 kl. 02:30

18 identicon

Ég get verið sammála flestu sem þið allir hafið tjáð ykkur um.  Þó á ég erfitt með að samþykkja að vændi sé einvörðungu glæpur.  Hvort það er siðlaust skal ósagt látið.  Aftur á móti er kynlífsþrælkun glæpur, að sjálfsögðu.  Það er ónáttúra að neyða fólk til kynlífs og mannvonska af svartasta tagi að brjóta þannig gegn fólki, sérstaklega börnum og öðrum þeim sem ekki teljast hafa þroska til kynlífs yfirleitt.  Eins og flestir vita eru tvær eða fleiri hliðar á flestum málum og til er það fólk sem selur sig og nýtur hverrar mínútu af útseldum tíma og fær auk þess fyrir það peninga.  Ekki ónýt fjáröflun og skattfrjáls að auki.  Sjálf mundi ég ekki stunda slíka iðju, en engu að síður nýt ég kynlífs, bara kauplaust.  Þegar um fullorðið fólk er að ræða, get ég ekki séð glæpinn í kynlífsviðskiptum manna á milli, þegar augljóst er að báðir aðilar ganga til viðskiptanna af fúsum og frjálsum vilja.  Og þá er ég auðvitað að tala um fullorðið fólk með sjálfstæða hugsun og laust við sjúkdóma, því að það er líka glæpur að smita rekkjunauta vísvitandi.  Ég mun halda áfram að hafa heldur minna fé handa á milli en ég hefði viljað, því að það hugnast mér ekki að selja mig. 

Kona (IP-tala skráð) 23.3.2008 kl. 14:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband