Hinir blindu íslensku fjölmiðlar

DSC_0649 

Samkvæmt Skýrslunni góðu brugðust margir í Hruninu vonda.

Fáir þeirra sem brugðust viðurkenna það.

Í skýrslunni kemur fram að íslenskir fjölmiðlar hafi verið meðal þeirra brotlegu.

Fyrrverandi varafréttastjóri Sjónvarpsins skrifar grein í Moggann í dag.

Þar harðneitar hann sök fjölmiðla.

Varafréttastjórinn neitar því að vísu ekki að fjölmiðlar hafi brugðist með því að veita ekki nógu mikið aðhald.

Ég sé ekki betur en að hann neiti því að fjölmiðlar eigi að veita aðhald.

Samkvæmt honum eiga fjölmiðlar bara að birta fréttir. Þeir eiga að taka það sem að þeim er rétt. Þeir eiga ekki að kanna hvort fótur sé fyrir því.

Varafréttastjórinn líkir þeim sem halda því fram að fjölmiðlar eigi að kanna sannleiksgildi frétta við Spaugstofuna, Baggalút, Jón Gnarr eða „aðra snillinga" eins og hann orðar það.

Hann segir það hlutverk fréttamiðla að segja fréttir og reyna að forðast hlutdrægni og pólitíska afstöðu.

Skiptir þá engu máli hvort fréttirnar séu sannar eða lognar?

Eiga fjölmiðlar sem sé ekki að vera gagnrýnir?

Eftir lestur greinarinnar staðfestist ég í þeirri trú að hinir gagnrýnislausu og ófaglegu íslensku fjölmiðlar eigi sinn stóra þátt í því að hagkerfið hrundi.

Íslenskir fjölmiðlar áttu að veita spilltum stjórnmálamönnum og siðlausum viðskiptamönnum aðhald með því að fjalla um þá á gagnrýninn hátt.

Aðhald fjölmiðla felst meðal annars í því að leita sannleikans.

En litlar líkur eru á því að menn kunni að fara með völd sem ekki vilja kannast við að þeir hafi þau.

Myndin er úr Ólafsfjarðarmúla. Við horfum inn Eyjafjörð, sjáum Hrísey og inn á Dalvíkina.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Engan skal undra klúður fjölmiðla ef þetta er almennt attitude þar.  Þeir voru eki eins hlutlausir í að fegra ævintýrirð og bergmála lofgjörðir greiningadeildanna.

Þessi maður hefur gersamlega miiskilið hlutverk sitt og skyldur. Það er nokkuð öruggt að hann hefur enga menntun sem blaðamaður a.m.k. Annað væri stórfurðulegt.

Jón Steinar Ragnarsson, 21.4.2010 kl. 08:17

2 identicon

Ég verð að viðurkenna það að ég upplifði grein Ólafs Sigurðssonar sem enn einn hvítþvottinn. Ömurlegt á slíkt að horfa. Þó er sú glætan í málflutningi hans að smæð miðanna setur þeim þröngar skorður. Það segir þá etv sitt að fréttastofa RUV nýtur mests trausts. Eignarhald fjölmiðla er einnig afar tortryggilegt.

Jakob Hjálmarsson (IP-tala skráð) 21.4.2010 kl. 09:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband