Bæn barnanna

Páskar 2005 - Barnakór

Víða er ófriðlegt í veröldinni og nú hrannast upp ógnvænleg ský yfir Norður-Afríku.

Undir þeim býr fjöldi barna en styrjaldir heimsins bitna ekki síst á þeim.

Í kvöld hugsaði ég til þeirra og mundi þá eftir fallegri bæn sem ég fann á netinu, Bæn barnanna, Prayer of the Children.

Höfundur hennar, Kurt Bestor, bjó um tíma í Júgóslavíu meðan hún var og hét. Þegar ríkið leystist upp og út braust grimmileg borgarastyrjöld var Kurt víðs fjarri en fylgdist agndofa með því í sjónvarpinu hvernig þjóðarbrotin börðust.

Honum var hugsað til barnanna og bænin varð til:

Can you hear the prayer of the children
on bended knee, in the shadow of an unknown room?
Empty eyes with no more tears to cry
turning heavenward toward the light.
Crying," Jesus, help me
to see the morning light of one more day,
but if I should die before I wake,
I pray my soul to take."
Can you feel the hearts of the children
aching for home, for something of their very own.
Reaching hands with nothing to hold onto
but hope for a better day, a better day.
Crying," Jesus, help me
to feel the love again in my own land,
but if unknown roads lead away from home,
give me loving arms, away from harm."
(oooooo la la la la etc etc.)
Can you hear the voice of the children
softly pleading for silence in their shattered world?
Angry guns preach a gospel full of hate,
blood of the innocent on their hands.
Crying," Jesus, help me
to feel the sun again upon my face?
For when darkness clears, I know you're near,
bringing peace again."

Dali čujete sve dječje molitve?

Can you hear the prayer of the children?

Í blaðaviðtali sagði Kurt þetta um börnin sem urðu fórnarlömb í þessum hildarleik:

Those children didn't hate anybody. They didn't care about who owned the land, or who had the power or the money. These are adult neuroses. They just wanted to have a mom and dad and a place to play.

Það sama á við um börnin sem nú eru að þjást og deyja í þessum harða heimi sem við fullorðna fólkið búum þeim.

Börn heimsins vilja eiga mömmu og pabba og stað þar sem þau geta leikið sér í friði.

Ég mæli með þessum útgáfum af Bæn barnanna.

Myndina tók ég fyrir allmörgum árum af barnakórum í Akureyrarkirkju.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg Eggertsdóttir

~ o ~

- ekki þýðir að hrópa á strætum, því sjáandi sjá þeir ekki og heyrandi heyra þeir ekki!

-get ekki séð að það sé neitt annað að gera .......

‘You must be the change you wish to see in the world.’

Mahatma Gandhi

Vilborg Eggertsdóttir, 4.3.2011 kl. 03:34

2 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll Svavar. Það er nú það erfiðasta við stríð og allar þær hörmungar sem því fylgja að vita til þess að það er mesta kvöl fyrir börn og ungviði. Konur fá einnig sinn skerf sem þolendur misþyrminga og upplifunar á eymd barna sinna. Mín vegna mega þessir karlar skjóta hver annan kvölds, morgna og miðjan dag bara ef þeir eru ekki feður ungra barna. Það er nú þannig að þetta er val hvers manns hvort sem það verður til í gegnum kosningar til yfirstjórna eða í mótmælum ýmiskonar.

Verst er þó þau illvirki sem framin eru í nafni Allah gegn sæluvist fyrir sig og sína á himnum. Bestu kveðjur til þín góði maður Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 6.3.2011 kl. 21:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband