ESB gerir grín að aðildarumsókn Íslands

DSC_0435

Íslensk umræða um Evrópusambandið er eins og margar aðrar umræður á þessu landi: Einhver býður þér í skák og þegar þú sest við borðið er keppinautur þinn búinn að stilla upp mönnunum eins og honum hentar best.

Í hinni „upplýstu" umræðu um Evrópusambandið má helst ekki efast um aðild Íslands að því. Þegar slíkir efasemdarmenn setjast að tafli eru málshefjendur snöggir að raða skákinni sér í hag og staðhæfa, að ekki  sé hægt að tala af viti um aðild Íslands að ESB nema búið sé að ganga frá samningi Íslands um aðild að ESB.

Til að flækja málin gildir reglan um að ekki séu forsendur til að mynda sér skoðun á aðild að ESB nema fyrir liggi aðildarsamningur aðeins um efasemdarmenn. Önnur regla gildir um aðildarsinna. Slíkt fólk þarf ekki aðildarsamning til að mynda sér skoðun á málinu og þegar það er annarsvegar er taflmönnunum í skyndingu endurskipað  og sagt:

Þeir einstaklingar sem styðja Já Ísland hafa margar og ólíkar skoðanir en eru sammála um að framtíð okkar Íslendinga sé betur borgið í samfélagi þjóðanna innan Evrópusambandsins en utan þess,

eins og segir hér.

Nú er það þannig, að helmingur þeirrar ríkisstjórnar, sem sótti um aðild að ESB, vill alls ekki að Ísland gangi í ESB.

Þá er refskákin þannig tefld, að enda þótt Ísland hafi sótt formlega um aðild að ESB, sé í raun ekki verið að sækjast eftir aðild. Umsóknin sé könnun. Það sé verið að skoða í pakkann.

Ísland sótti um aðild að ESB aðeins til að kíkja inn um ESB-dyrnar og sjá hvernig samningi væri hægt að ná.

Með því að stilla taflmönnunum þannig upp telur flokkur sem er á móti því að ganga í ESB sig geta réttlætt það að sækja um aðild að ESB.

Hér væri hægt að setja á langa færslu um  aðild Íslands að ESB, kosti þess og galla. Hér væri líka hægt að skrifa mikinn texta um ástandið í Evrópusambandinu og ríkjandi óvissu um hvernig sambandið verður í framtíðinni.

Ég læt það ógert að sinni. Það sem liggur mér mest á hjarta í þessum pistli er hin sérkennilega framkoma Íslands í þessu máli. Það er nefnilega ekki nóg með að íslenska þjóðin sé beitt blekkingum með því að telja henni trú um að aðildarumsókn sé einhvers konar könnun eða athugun.

Íslensk stjórnvöld virðast telja að þau geti gert Evrópusambandið að peði í pólitískri refskák á Íslandi. Hér var á sínum tíma mynduð ríkisstjórn þannig, að annar ríkisstjórnarflokkanna hótar hinum stjórnarslitum ef hann heldur tryggð við þá stefnu sína, að Ísland eigi ekki heima í Evrópusambandinu.

Þótt ég efist stórlega um að Ísland eigi að ganga í ESB ber ég mikla virðingu fyrir sambandinu. Ég tel mig vera Evrópusinna. Ég sótti menntun til álfunnar og sæki mikið þangað enn. Og Evrópusambandið er auðvitað alvörusamband. Þeir sem óska eftir inngöngu í slík félög gera það af alvöru. Þú sækir ekki um inngöngu í virðulegan golfklúbb með því skilyrði að klúbburinn lagi starf sitt að þér - og hætti jafnvel að iðka golf vegna þess að þú kannt það ekki.

Evrópusambandið á sér ákveðna grunnlöggjöf. Heilar 90.000 síður. Um þær verður ekki samið eins og Evrópusambandið segir sjálft (bls. 6).

Svonefndar aðildarviðræður, sem ESB sjálft varar við að kalla samninga, ganga út á tímasetningar og hvernig staðið verði að upptöku á þessum reglum.

Aðildarferlið er ekki fólgið í því að ESB lagi sig að ríkjunum sem sækja um aðild. Þetta ætti að vera öllum ljóst sem kynnt hafa sér stækkunarreglur sambandsins. Í gær sá talsmaður stækkunarstjóra ESB sig engu að síður knúinn til að árétta þetta við Íslendinga. Hann minnti á að það hefði ekki verið ESB sem óskaði eftir aðild Íslendinga.

The European Union didn't apply for Iceland to become a member,

sagði talsmaðurinn, Peter Stano í viðtali við Bloomberg fréttaveituna og þarf enga stórhúmorista til að fatta skensið í ummælunum.

Til að árétta þetta bætti Stano við, að aðildarferli Íslands hefði hafist þegar Íslendingar hefðu ákveðið að þeir vildu ganga í Evrópusambandið.

When Iceland "decided that they wanted to join we started the process and the member countries agreed with beginning Iceland's accession process,

stendur í fréttinni.

Eðlilega reikna talsmenn Evrópusambandsins með því, að þegar Íslendingar sendu Evrópusambandinu formlega umsókn um aðild, hafi þeir viljað ganga í það. Þannig er það yfirleitt  í samfélagi siðaðra manna. Menn eru ekki að senda félögum umsóknir um inngöngu nema að baki búi vilji til að gerast þar meðlimir.

Ofangreind skilaboð stækkunarstjórans má skilja sem sneið til Íslendinga - með áleggi. Sennilega veit hann, að Íslendingar sóttu ekki um aðild að ESB á þeim forsendum að þeir vildu ganga í sambandið. Umsóknin var liður í pólitískri refskák heima fyrir. Mikill meirihluti þjóðarinnar er andvígur inngöngu og er þar á sama máli og helmingurinn af ríkisstjórninni sem sótti um aðild að sambandinu fyrir hönd þjóðar sinnar.

Þessi framkoma íslenskra stjórnvalda, að sækja um aðild að sambandi án þess að vilja þangað inn, ætti að vera þeim áhyggjuefni, sem láta sér annt um orðspor Íslands í útlöndum og tiltrú manna á stjórnarfari hér.

Þær áhyggjur minnka ekki þegar íslensk stjórnvöld láta ekki nægja að sækja um aðild að ESB á fölskum forsendum heldur hafa þau samþykkt að þiggja milljónir evra í styrki frá ESB. IPA-styrkirnir (Instrument for Pre-Accession Assistance) eru ætlaðir til að laga íslenskt stjórnkerfi að kröfum og grunnreglum Evrópusambandsins.

Íslensk stjórnvöld ætla á hinn bóginn að nota styrkina til að „skoða í pakkann".

Myndin er af Holárfossi í Skíðadal.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er nú ekki flókið þegar á botnin er hvolft.  Það eru  viðræður í gangi.  Svo verður kosið um niðurstöðu þeirra viðræðna.

Norðmenn ástunduðu aðildarviðærður en höfnuðu.  Þeir kíktu í "pakkann" eins og þú kallar það en leist ekki á innihaldið.  Þetta er hin eðililega og lýðræðislega leið.

Þú segir líka:  "Nú er það þannig, að helmingur þeirrar ríkisstjórnar, sem sótti um aðild að ESB, vill alls ekki að Ísland gangi í ESB". 

Hér þarf að ydda hugaspjótið því að ríkisstjórin samþykkti að skorið yrði úr um niðurstöðu aðildarviðræðna við ESB í þjóðaratkvæðagreiðslu.  Þjóðin ræður sem sagt.  Af þessari ástæðu hefur mér t.d alltaf þótt hugmyndur um að hafa þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort halda eigi viðræðum áfram, vera skrýtnar.

Það verður kosið um þetta.

Ef ég væri einarður andstæðingur ESB, myndi ég einmitt fagna því að kosið yrði um þetta hitamál á svo viðkvæmum tímum fyrir ESB.  Þegar stór lönd eru lömuð vegna skuldamála og framtíðin sannarlega óljós.

Svartfellingar eru að kjósa um þetta á næstunni og alveg óljóst með niðurstöðu þeirra kosninga.

Teitur Atlason (IP-tala skráð) 15.8.2012 kl. 06:42

2 Smámynd: Svavar Alfreð Jónsson

Þakka þér ahugasemdina, Teitur. Það er nú reyndar svo að eftir að  Norðmenn höfnuðu samningnum sem búið var að gera við ESB breytti sambandið þessu ferli einmitt til að draga úr líkum á að slíkt geti endurtekið sig. Fyrir þau sem vilja kynna sér hvernig aðlögunarferlið gengur fyrir sig bendi ég á bæklinginn Understanding Enlargement sem ég vísa á í færslunni og er gefinn út af Evrópusambandinu. Jón Bjarnason, fyrrverandi ráðherra, fór einnig yfir þetta ferli í þingræðu (http://www.althingi.is/raeda/140/rad20120524T233302.html) en þar segir hann m. a.: "Þetta er ferillinn sem er og hann er ætíð á forsendum Evrópusambandsins. Þau viðmið sem voru sett í upphafi eru þekkt og þessi ferill Evrópusambandsins varðandi inntöku nýrra aðildarlanda fékk lagastoð með svonefndum Kaupmannahafnarviðmiðum sem mat á því hvort nýtt umsóknarland sé samningstækt eða ekki. Þetta fyrirkomulag var fyrst reynt á hinum tíu nýju aðildarlöndum sem komu inn árið 2002 og síðar við inngöngu Rúmeníu og Búlgaríu og einnig á þeim löndum sem hafa komið í biðröðina síðar, svo sem Tyrkland, Króatía, Makedónía, Svartfjallaland og síðast Ísland. Þetta þýðir í raun að öll löndin þurfa að lúta sömu reglum um málsmeðferð, m.a. reglum um fjárhagslega aðstoð á samningaferlinu öllu. Þetta verklag var ekki í gildi þegar EES-löndin fengu aðild og því ekki raunhæft að bera það saman við samningaferlið þegar þau sóttu um og gerðust, nokkur þeirra, aðilar."

Svavar Alfreð Jónsson, 15.8.2012 kl. 07:48

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir þennan pistil Alfred með þeim betri sem ég hef lesið um þessi mál, og tek undir orð Jóns Bjarnasonar í lokin, þar sem fólk er ennþá að tala um að kíkja í pakkann og sjá hvað við fáum út úr honum.  Þegar löngu er ljóst hvernig þessi svokölluðu samningamál fara fram.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.8.2012 kl. 08:28

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Svavar meinti ég fyrirgefðu, ég var víst eitthvað að flýta mér.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.8.2012 kl. 10:14

5 identicon

Hvert er í raun plan B? Ástandið núna þar sem búið er til gerfiástand með að blása út skuldir ríkisins og hækka gengi krónunnar með gjaldeyrishöftum og gríðarlegum gjaldeyrisvarasjóði sem tekinn er að láni. Það er gríðarlegt peningamagn í umferð og eignabólan er fryst í skjól gjaldeyrishafta og markaðsíhlutunar.

http://blog.pressan.is/andrigeir/2012/07/16/20-ara-froda-eda- Forsenda áætlunar IMF var að hér myndi þjóðarframleiðsla aukast en það er ekki að gerast og umfang ríkisrekstarins er að mörgu leiti líkt því sem var 2007 og við blasir óumflýjanlegt niðurskurðarferli. Þá er náttúrlega skemmtilegra ekki að ræða hvaða stefnu flokkarnir eru með í þessum erfiðu málum þar sem skatttekjurnar duga ekki fyrir velferðarkerfinu og þjóðarkakan er í raun óbreytt þá er umræðan um Icesave, ESB og já Makríldeilan. En það virðist koma fólki á óvart að ESB standi með aðildarríkjum sínum í því máli.

Það má einnig bæta hér við að Ísland sem aðili að EES í 18 ár, síðan 1994 og endurskoðaða EES frá 2004 í 8 ár og að Schengen samkomulaginu síðan 2001. Með aðild að EES og sérstaklega endurskoðaða EES þá erum við sjálfkrafa búin að innleiða löggjöf ESB á mörgum sviðum. Það er í raun stigsmunur á ESB aðild og aðild að EES.

Þessi gríðarlegi tilfinningahiti varðandi ESB, af þeim sem sjálfir sátu í stjórn þegar EES og endurksoðaði EES samingurinn frá 2004 kemur í raun á óvart og er ekkert sérstaklega traustvekjandi. Þetta í raun hefur gert Alþingi að sjálfsafgreiðslustofnun fyrir lög ESB í næstum tvo áratugi, löggjöf sem íslenskur almenningur kemur ekki nálagt. Norsk stjórnvöld hafa með gríðarlegum lobbíisma í Brussel og hafa með digrum sjóðum hálfgert keypt sér völd í gegnum einstök bandalagsríki auk þess nánast lifað ofan í sænsku utanríkissþjónustunni. Íslensk utanríkissþjónusta sem verður kanski ekki annað en símsvari eða internettsíða keppir ekki við þetta. Þar sem aflóga stjórnmálamönnum og flokksgæðingum var smalað í vinnu. Ekki spurt um tungumálakunnáttu eða annað sumir staðsettir í 101 Reykjavík ótrúlegt nokk.

Til að einfelda þetta get ég ekki beint séð hvaða hagsmunum sé í raun fórnað fyrir íslenska þjóð með að ná sem bestum samningi við ESB og ef hann er ekki nógu góður þá höldum við áfram í EES ef við fáum það þrátt fyrir gjaldeyrishöftin en ég get varla ímyndað mér að það sé á varanlegt.

Merkilegt að mörg islensk útgerðarfélög sem segja að það sé dauði fyrir íslenska útgerð að fara í bandalagið meðan þau sum hver eru með allt að 80% af umsvifum sínum innan ESB og geri upp i evrum, það er holur hljómur í þessu, eða hvað? Raunar held ég að það þvingi sig fram stórfelldar umbætur á landbúnaðarstefnu Íslands hvort sem við förum í ESB, sem nú er harla ólíklegt, eða ekki.

Vil benda á að í ár kom gríðarlega vönduð skýrsla á vegum norskra yfirvalda um EES (EØS) samninginn og þar má finna íslenska skírskotanir og raun er það Noregur, smáríkið Ísland og dvergríkið og furstadæmið Licthenstein með um 30.000 íbúa sem eru í EES (Finnland, Svíþjóð og Austurríki sem voru í fyrsta EES voru orðin aðildarríki þegar endurskoðunin var gerð).

Þessi skýrsla setur þetta í ansi skrítið ljós þar sem við höfum meðtekið miklu meira af reglum bandalagsins en flestir gera sér grein fyrir.

Hægt er að nálgast þessa 1000 síðna skírlslu

http://www.regjeringen.no/nb/dep/ud/dok/nou-er/2012/nou-2012-2.html?id=669368

Ragnar (IP-tala skráð) 15.8.2012 kl. 11:39

6 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

@Ragnar - Sjávarútvegur og landbúnaður er ekki hluti af EES samningnum, munurinn á EES og ESB er því grundvallarmunur fyrir íslenska hagsmuni en ekki stigsmunur eins og þú vilt vera láta.

Eggert Sigurbergsson, 15.8.2012 kl. 13:08

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Einmitt það sem ég hugaði Eggert þegar ég las þetta og annað það er líka grundvallar misskilningur að hér sé um samningaferli að ræða hér er einungis um aðlögun að ræða aðlögun að regluverki ESB upp á 100.000 bls sem eru EKKI UMSEMJANLEGAR.

„Í sérstökum bæklingi sem Evrópusambandið hefur gefið út til að útskýra stækkunarferlið er kafli sem heitir Aðlögunarviðræður. Kaflinn hefst á þessum orðum: “Fyrst er mikilvægt að undirstrika að hugtakið „samningaviðræður“ getur verið villandi. Aðlögunarviðræður beinast að skilyrðum og tímasetningum á inngöngu umsóknarríkis, framkvæmd og beitingu ESB-reglna, sem eru upp á 90.000 blaðsíður. Og þessar reglur (líka þekktar sem „acquis“, sem er franska yfir „það sem hefur verið ákveðið“) eru ekki umsemjanlegar. Fyrir umsóknarríki er þetta í grundvallaratriðum spurning um að samþykkja hvernig og hvenær eigi að framkvæma og beita reglum ESB og starfsháttum. Fyrir ESB er mikilvægt að fá tryggingu fyrir dagsetningu og skilvirkni innleiðingar umsóknarríkis á reglunum.““

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.8.2012 kl. 13:53

8 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Margar og ljómandi góðar ágiskanir um samningsferlið og endalok þess, en það er alltaf verið að stynja fram að það verði þjóðaratkvæðagreiðsla um þessa aðild eða samning eða aðlögun eða hvað á að kalla það, en það sama  hvernig kosið verður og hver úrslitin verða þá ræður ekki nein kosning um ingöngu eða ekki ingöngu. Það er einfaldlega strokað út það sem ekki við á í næsta besta Hæstarétti  á íslandi, lengra en svo gengur ekki þetta svokallaða líðræði hér á lendi. Hef ég misst alla trú á öllu og öllum sem koma nálægt þessum sambandsandskota sem á hvergi heima í evrópu eins og allir sjá núna í dag. Það voru bara startríkin sem settu leikreglur fyrir sig og sína, en breyttu þeim svo eftir hentisemi þegar þeir uppgötvuðu hverskonar misfóstur þeir voru búnið að skapa.

Eyjólfur Jónsson, 15.8.2012 kl. 22:35

9 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Sæll hr. Svavar! Þú líkir umsókn Íslands í ESB.við refskák,sem er skemmtileg lýsing á klækjavef reyndustu stjórnarliðanna. Þeir sem tilheyra flokknum sem er á móti inngöngu í sambandið,réttlæta sig með því að umsóknin sé aðeins könnun,varla hafa þeir fylgt henni úr hlaði með þeim orðum er þeir afhentu hana....... Nei hún var handa óupplýstum lýðnum heima,enda töldu þeir sig geta keyrt ferlið í gegn á skemmri tíma,þá var auðvelt að svæfa slóttugt athæfið. Ég held að stjórnarliðar hafi margoft stokkið til Brussel,s að gefa skýrslu um hve erfitt þeir ættu með ,,mótmælendur,, að minnsta kosti heyrist mér það á ágætum vini sem hlerar pólitík á meginlandinu. Mb. Kv.

Helga Kristjánsdóttir, 16.8.2012 kl. 01:22

10 identicon

@Eggert Sigurbergsson

Hélt að það væri augljóst af þessu langa innleggi mínu að EES er í raun næstum ESB aðild nema það að við erum undanskilin örfáum atriðum ma. landbúnaðarstefnan og sjávarútvegsstefnuna og komumst ekki inn í evrusamstarfið ef við svo vildum og gætum.

Við erum ásamt Noregi og dvergríkinu Lichteinstein aðili að EES og höfum í næstum tvo áratugi sjálfkrafa viðurkennt lög ESB og um 70% af lögum bandalagsins án þess að geta neitt um það sagt. Þetta kallast almennt fullveldisafsal og merkilegt að þessir sömu aðilar sem samþykktu endurskoðaða ESB samninginn sem er miklu verri en sá fyrri. Raunar getum við hætt í EES og Schengen sem raunar gekk í gildi á tímum ríkisstjórna Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks en það virðist sem margir þeirra flokksmanna og stuðningsmanna þeirra séu hreinlega ekki búnir að átta sig á þessu þrátt fyrir að næstum 2 áratugir séu frá fyrsta EES og 8 ár frá endurskoðaða EES og 9 ár frá Schengen aðildinni sem er mjög svo merkileg.

Þegar fólk er að tala á móti ESB aðild þá er það álitinn kostur að koma að þeim lögum sem við í raun höfum ekkert um að segja og það þýðir að við setjum okkur undur sjávarútvegstefnuna og landbúnaðarstefnuna. Ef við segjum okkur úr EES þýðir það tvíhliða samning og væntanlega er samnngsstaðan ekkert sérstaklega sterk. Raunar kostar aðild Sviss talsvert miklu meira en EES.

Raunar skil ég ekki þá hættu sem okkur felst í því að semja við bandalagið þegar við í næstum 20 ár höfum viðurkennt lög bandalagsins sem sumir virðast ekki hafa ennþá áttað sig á.

Ragnar (IP-tala skráð) 16.8.2012 kl. 06:17

11 identicon

Raunar tekur þessi umræða á sig mjög svo undarlegar myndir.

Það að Evrópusambandið ásælis auðlindir Íslands er ein skemmtilega skrítin tugga.

Hverjar eru auðlindir Íslands?

1. Fiskveiðar þar er auðlindin fullnýtt og væntanlega mun gríðarlegar hækkanir á olíu gera marga hluti óarðbæra. Raunar er það svo að Íslansk útgerðarfyrirtæki sem telja sér ofboðið að borga fyrir kvóta hér kaupa þetta á fullu verði erlendis og sum með yfir 80% starfseminnar innan ESB og geri upp í Evrum. Raunar er markaðsaðild/tollar á ESB svæðið stærsta hindrunin ef við værum utan EES.

2. Orkan, það er því miður ekkert mikið af óbeislaðri orku á Íslandi sem er gjörlegt og hagkvæmt að vinna og það hefur verið bent á að sameiginleg öll virkjanleg orka á Íslandi nægir varla fyrir 0,1% af orkuþörf ESB.

3. Olían á Drekasvæðinu. Er mögulega til staðar 3 lítil vanmegnug fyrirtæki sóttu, eitt meira að segja óskráð Eykon Oil eftir Eyjólfi Konráði Jónssyni fyrverandi þingmanni.

Sjá nánar í vönduðu orkubloggi Ketils Sigurjónssonar.

Þessi gríðarlega bjartsýni á Íslandi um þetta er algjörlega á skjön við það sem við væri að búast enda reiknast mönnum til að það gæti kostað 1 til 2 miljarða dollara að leita eru um 180-360 miljarðar íslenskra á aflandsgengi dollarans.

http://askja.blog.is/blog/askja/

Dypið er talsvert meira, bergtegundin önnur og þetta fé gæti allt tapast. Klárlega hefur ekkert þessara 3 fyrirtækja sem sótu um fjárhagslega eða tæknilega þekkingu á þessu sviði.

http://askja.blog.is/blog/askja/entry/1250330/

4. Náttúran. Það efast enginn um náttúrufegurð Íslands en því miður er fjöldatúrisminn í raun ein ógnin við náttúru Íslands og virðist illa að því haldið. Betra að fá færri ferðamenn sem greiða meira og því miður hefur ekki farið neitt sérstaklega mikið fyrir gróða af ferðamennsku og mikið viriðst vera skyndigróði og skammsýni. Augljóslega eru stór ósnortin svæði bæði í Suður-Ameríku, víðlendi Kandada og í USA sem og í Norður-Skandinavíu og Rússlandi. Óbyggðir Íslands eru í því samhengi ekki stórar og auðvelt að fylla svæðið.

5. Ekki höfum við málma eða annað á landi sem td. Grænland, Noregur og mörg Afríkuríki.

6. Íslendingar halda sumir að við séum ákaflega vel og mikið menntuð þjóð, það er því miður ekki rétt þótt raunar við séum með heimsmet í fjölda lögfræðinga og fjármálamenntaðs fólks erum við með ákaflega lítið af raungreinamenntuðu fólki miðað við þau lönd sem við viljum líkja okkur við.

Ragnar (IP-tala skráð) 16.8.2012 kl. 06:50

12 Smámynd: Svavar Alfreð Jónsson

"Á árunum 2000 til 2009 tóku gildi í Evrópusambandinu samtals 34.733 tilskipanir, reglur og aðrir löggjörningar. Aðeins rúmlega þrjú þúsund (3.119) af þessum löggjörningum fengu gildi í EES-samningnum, eða 8,9 prósent. Þessar upplýsingarnar eru sóttar úr gagnabönkum og gefa raunsanna mynd af hlutfalli ESB-löggjörninga sem teknir eru upp í EES-samningnum." (Heimild: Heimssýn)

Svavar Alfreð Jónsson, 16.8.2012 kl. 09:26

13 Smámynd: Svavar Alfreð Jónsson

Sjá ennfremur hér & hér.

Svavar Alfreð Jónsson, 16.8.2012 kl. 09:31

14 identicon

Ekki blanda saman lögum og reglugerðum Svavar, án þess að vera neinn sérlegur málsvari skrifræðis eða ESB þá er ekki hægt að skjótast fram hjá því að um margt hefur EES með ESB smáríkinu Noregi, dvergríkinu Íslandi og Lichtenstein tæplega 30 þúsund manna furstadæmi í Alpafjöllum. Raunar eru fleirri lönd í gríðarlegum erfiðleikum önnur en Evrulöndin, nægir helst að nefna Breta sem standa afar illa með pundið meðan td. Svíum vegnar ágætlega með sína krónu innan bandalagsins, allir vita hvernig stendur til hjá skussunum á Grikklandi og illa stjórnuðum ríkjum eins og Spánn, Portúgal þar sem ríkt hefur efnahagsleg stöðnun og skrifræði í meira en áratug, meðan vel gengur í Þýskalandi, Austurríki og Hollandi.

Það búa bráðlega 500 miljónir í löndum tengdu Evrópubandalaginu, þetta er okkar stærsta markaðssvæði, það er styst frá okkur og borga yfirleitt hæstu verðin fyrir okkar fiskafurðir. Klárlega getum við reynt að feta okkur á nýja markaði en munum það að allur þorskafli við Íslandsmið er minna en aukningin á þorskafla í Barentshafinu frá í fyrra til í ár. Þanning að markaðshlutdeild okkar er ekki það stór hryggingarstofn þorsks í Barentshafinu er álitinn 3,5miljón tonn og kvótinn í ár næstum 1 miljón tonn og jafnvel búist við meiri kvóta á næstu árum og síðan bætist við fiskur úr eldi sem er umtalsvert enda í Noregi er það hærri tonnatala en það sem veiðist úr sjó. Auðvitað getum við flutt út fisk annað en til ESB og það er gert og raunar ekkert sem bannar það, ástæðan er einföld verðin eru ekki nógu há og það kostar gríðarlega mikið að vinna ný markaðsvæði og ef minna fæst fyrir okkar útflutningsafurðir þá skolar áfram niður lífskjörum á Íslandi.

Ég held að við getum ekki verið í EES með gjaldeyrishöftum og það mun í raun verða okkur gríðarlegt fjárhagslegt reiðarslag að þurfa að yfirgefa svæðið og vart er samningsstaða okkar gæfuleg í tvíhliða samningum við ESB.

GPD er um 1/3 miðað við Noreg, með ónýtan gjaldmiðil með allt niður um okkur í ríkisútgjöldum og vart lengi að bíða að klippt sé á kortið. Raunar er þessi gjaldeyrisvarasjóður allur tekin að láni með milligöngu IMF.

Það kemur engin norsk króna eða kandaddollar eða annar gjaldmiðill það er bara bull nema hér blakti fáni Noregs eða Kandada við hún það að halda eitthvað annað er gjörsamlega veruleikafyrrt bull. Það að bera saman einhver bláfátæk miðameríkuríki þar sem seðlamagn var mikið við Ísland í dag með yfir 1000 miljarða kanski nærri 1200 af erlendu fé frosið bak við höftin auk þess rafpeninga og annað til þess höfum við enga burði.

Þessu margþvælda Icesave máli er því á engan hátt lokið og lauk ekkert með seinni þjóðaratkvæðagreiðslunni eins og sumir virðast hafa haldið. Einungis óvissan samfara því máli og málaferlum mun draga úr lánstrausti landsins og geta rýrt okkar lánakjör þannig að við gætum þurft að borga þetta margfalt sem svartsýnustu menn hafa spáð, en það er nú önnur saga.

Nei ég skil ekki hvað við eigum að tapa með samningaviðræðum við ESB þar sem við í raun erum komin inn með annan fótin og ilina á hinum fætinum. Að mínu viti þarf að fá það svart á hvítu hvað við fáum eða hvað við fáum ekki sem aðili að ESB í samningum og taka síðan vitræna afstöðu til þess. Það er ekki beint hægt að segja að það séu margir möguleikar í stöðunni fyrir íslenska þjóð og ekki beint hægt að segja að við vöðum í tilboðum. Við þurftum neyðaraðstoð IMF þegar landið var að stöðvast. Ofurskuldugt, fámenn og landfræðilega einangruð eyja í Atlandshafi þar sem við blasir langvarandi efnahagsstöðnun, þar sem ríkir lítið traust á stjórnvöldum og gjaldmiðillin er í höftum eða mun skoppa eins og korktappi á öldum markaða ef þá í raun tekst að koma krónunni á flot sem einum minsta gjaldmiðli í heimi. Minni raunar á að við gjaldþrot Íslandsbanka um 1930 voru gjaldeyrishöft til 30 ára. Það er "vonast til" að hægt er að aflétta þeim 2015.

Þetta verður amk. 20 - 30 ára basl þar sem umræðan mun elta sjálfan sig og já kanski við gætum startað verðbólgu hringdansinn sem var fyrir 25 árum síðan og gleymt þeirri grátlegu staðreynd að verðtryggingin er ekki orsökin heldur afleiðing af ónýtum og óstöðugum gjaldmiðli.

Ragnar (IP-tala skráð) 16.8.2012 kl. 16:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband