Fjölmiðlar og eigendur þeirra

P1020483 

Merkilegur er leiðarinn í Fréttablaði dagsins. Þar segir um nýleg fjölmiðlalög og ákvæði þeirra um sjálfstæði ritstjórna:

Þessi viðleitni löggjafans til að tryggja ritstjórnarlegt sjálfstæði fjölmiðla er góðra gjalda verð, enda skiptir það miklu máli í lýðræðislegu þjóðfélagi. Hins vegar er það svo að slíkur lagabókstafur og siðareglur fjölmiðla skipta litlu sem engu máli ef vilji eigenda stendur ekki til þess í raun að starfrækja sjálfstæða miðla, þar sem ritstjórnin lýtur ekki eigendavaldi.

Þetta er áréttað í niðurlagi leiðarans:

Eigandi sem vill hafa áhrif á ritstjórn fjölmiðils þarf hvorki að láta lagabókstaf né siðareglur stöðva sig.

Hér virðist maður stýra penna sem talar af reynslu.

Í síðasta bloggi ræddi ég um þann vanda sem fylgir því að búa í fámennu þjóðfélagi. Hann lýsir sér meðal annars í því hér er fjölmiðlamarkaðurinn smár og hægur vandi fyrir fjársterka aðila að ná þar yfirráðum.

Ef það gerist verður upplýsingagjöf til almennings og stýring hinnar þjóðfélagslegu umræðu á fárra höndum.

Til að afstýra því þarf að mínu mati tvennt:

Annars vegar þarf að setja hér lög sem takmarka eignarhald á fjölmiðlum.

Hins vegar þarf að efla Ríkisútvarpið og gera það enn meira þjóðarútvarp en það er.

Myndin er tekin á Þelamörk 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það var reynt árið 2004 að setja lög um takmarkanir á eignarhaldi á fjölmiðlum  en eins og allir vita þá neitað forsetinn að staðfesta þau.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 26.8.2014 kl. 20:51

2 Smámynd: Svavar Alfreð Jónsson

Ætli þjóðinni litist ekki betur á slík lög nú en þá?

Svavar Alfreð Jónsson, 26.8.2014 kl. 22:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband