Kirkjuna til fólksins!

Góðvinur minn sagði mér að fyrst fólkið kæmi ekki til kirkjunnar þyrfti hún að fara til þess. Það er mikið til í því enda er þessi góðvinur minn óvitlaus maður.

Uppblásin kirkja1Allt er til í henni Ameríku, segja þeir og á netinu rakst ég á þessa upplögðu ferðakirkju. Hana má auðveldlega færa til fólksins, þar sem það er statt hverju sinni.

Meðan hún er óuppblásin fer vel um hana í farmrými meðalstórs sendibíls.Uppblásin kirkja2

 

Þegar komið er á áfangastað er lofti blásið í kirkjuna. Notuð er svipuð tækni og þegar um hoppukastalana vinsælu er að ræða.

 

 Uppblásin kirkja3

Ferðakirkjan tekur sig vel út utanfrá og er öll hin virðulegasta.

 

 Uppblásin kirkja4

Einnig er mjög vistlegt um að litast inni í kirkjunni.

 

 

Svona kirkjur gætu komið sér vel á sumrin, en þá erum við prestarnir einatt á þönum að gefa fólk saman. Sumir velja ólíklegustu staði til slíkra athafna en við sérarnir viljum aftur á móti helst hafa þær í kirkjum.

Með uppblásnum ferðakirkjum væri hægt að taka tillit til beggja sjónarmiða.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Nú hefði amma sagt: ''ekki er öll vitleysan eins'' eða ''Jesús Pétur í allan vetur''.

Jóna Á. Gísladóttir, 17.4.2007 kl. 23:20

2 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Þetta er allt í lagi á meðan prestarnir eru ekki uppblásnir líka og guðsorðið flutt með ipod  ...

Hólmgeir Karlsson, 17.4.2007 kl. 23:35

3 Smámynd: Vilborg Eggertsdóttir

Faðir minn, Eggert Ólafsson, hélt því fram að fókið væri kirkjan, því án þess væri engin kirkja. Samt sem áður er ekkert til sem ekki er breytingum háð og misjafnt hvernig afstaða okkar er þá stundina en auðvitað breytist hún líka.

Vilborg Eggertsdóttir, 17.4.2007 kl. 23:55

4 Smámynd: Svavar Alfreð Jónsson

Ég er innilega sammála honum föður þínum og þess vegna fer það alltaf í taugarnar á mér þegar rætt er um "kirkjunnar menn" eins og þar sé einhver prestaklúbbur á ferðinni. Kirkjan er fólkið og skipulag hennar miðast við það.

Svavar Alfreð Jónsson, 18.4.2007 kl. 09:06

5 Smámynd: Guðmundur Örn Jónsson

Uppblásin kirkja er það sem koma skal. Hún er líka alveg laus við að vera ósmekkleg og það þarf ekkert að borga af henni til ríkisins, nema þá helst venjulegt verð inná tjaldstæði.

Guðmundur Örn Jónsson, 18.4.2007 kl. 14:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband