Biš

baturBišstaša žykir mörgum afleit og óžęgileg stelling.

Žegar bešiš er gerist ekkert. Tķminn lķšur. Viš ašhöfumst ekkert.

Engu aš sķšur er mikilvęgt aš kunna aš bķša. Almennileg biš er ekki tómt ašgeršarleysi heldur krefst einbeitingar. Sį sem bķšur žarf aš halda vöku sinni.

Žegar viš bķšum, bķšum viš žess sem koma skal. Biš er undirbśningur fyrir framtķš. Viš sjįum ekki inn ķ hana en getum veriš tilbśin fyrir hana žegar hśn kemur ef viš kunnum aš bķša.

Séum viš tilbśin fyrir framtķšina en lįtum hana ekki koma okkur gjörsamlega ķ opna skjöldu höfum viš gert žaš sem ķ okkar valdi stendur til aš hafa įhrif į žaš ókomna hvernig sem žaš veršur.

Biš er lķka traust. Sį sem bķšur leggur įrar sķnar ķ bįt. Hęttir aš hamast į hafinu. Reynir ekki aš troša sér fram fyrir žann sem er į undan ķ röšinni. Treystir žvķ aš röšin komi aš sér. Treystir žvķ aš bišin beri įrangur.

Biš er vinna ķ žeirri trś aš ekki sé til einskis bešiš.

(Myndin meš fęrslunni er af freefoto.com)


« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Athugasemdir

1 Smįmynd: Jśdas

Žetta er meš bestu fęrslum sem ég hef lesiš lengi.  Takk fyrir žetta Svavar.  Margir myndu telja žaš uppgjöf aš leggja įrar ķ bįt og hętta baslinu en žś kemur meš nżjan flöt į žvķ.

Ętli ég bķši ekki bara įfram!

Jśdas, 1.7.2008 kl. 08:28

2 Smįmynd: Steinunn Helga Siguršardóttir

falleg fęrsla, ég er sammįla žér meš bišina, hśn er lķka falleg. viš erum alltaf aš bķša eftir žvķ sem kemur, en aš vera mešvitašur um bišina og nżta sér hana į jįkvęšna hįtt er fallegt !

hafšu fallegan dag ķ dag

steina 

Steinunn Helga Siguršardóttir, 1.7.2008 kl. 12:45

3 Smįmynd: Ašalheišur Įmundadóttir

Žarf mašur žį ekki aš gera neitt ķ bišinni? Eins og frasinn segir, "Eftir hverju ertu aš bķša mašur, komdu žér aš verki"

Ašgeršarleysiš er mér erfišast. Kannski er žolinmęši sś dygš sem mig vantar einna helst...

Ašalheišur Įmundadóttir, 1.7.2008 kl. 13:05

4 Smįmynd: Anna

Nśiš er mikilvęgt en oft veršum viš  aš staldra viš og bķša. Ķ bišinni geta allt eins  falist tękifęri sem hrašferšin greinir ekki svo glatt.

Anna, 1.7.2008 kl. 17:47

5 Smįmynd: Brattur

... mér hefur alltaf žótt ofbošslega erfitt aš bķša... en stundum ef upp koma vandamįl, žį getur veriš gott aš doka viš... oftar en ekki leysist vandamįliš sjįlfkrafa į bištķmanum....

Brattur, 1.7.2008 kl. 19:51

6 Smįmynd: Steingrķmur Helgason

Įn 'Status Quo', hvernig vęri hreyfķng męld ?

Steingrķmur Helgason, 1.7.2008 kl. 22:26

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband