Hin köldu lögmál

DSCN3675

Markaðslögmálin eru ekki algild enda þótt keppst hafi verið við að telja okkur trú um það.

Græðgisvæðingin fólst í því að innræta þjóðinni að allt sé falt fyrir peninga og um allt gildi reglan um kaup kaups.

Meira að segja í kirkjunni þótti orðið fínt að tala á markaðsfræðilegum nótum en þeir voru taldir hálfgerðir sperrileggir og skýjaglópar sem vildu blanda einhverri guðfræði í málið.

Hitt og þetta var "sóknarfæri" fyrir kirkjuna.

Í djöfulgangi síðustu ára gleymdum við liljum vallarins sem hvorki vefa né spinna. Samt var Salómon í allri sinni dýrð ekki svo búinn sem ein þeirra.

Við lifum af náð í þessari undursamlegu veröld.

Hver einasti dagur okkar er gjöf. Þegar nýr slíkur býður okkur góðan sig sjálfan er Guð þar að baki.

Guð er aflið sem frelsar þig frá því sem bindur þig á klafa lögmála og kröfuhörku.

Störf þín eru ekki þrældómur undir valdi ópersónulegra lögmála.

Þau eru þjónusta við höfund lífsins.

Myndin: Ásbyrgi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll Svavar. Þetta er fallegur pistill og djúpur. Jafnvel ég verð hrærð við lestur hans. Kannski er það þessi guðdómlega mynd af Ásbyrgi sem bræðir ísinn sem maður brynjar sig með alla daga. Ég er búin að fara norður og var að vona að ég næði messu hjá þér en veit svosem ekkert hvort þú ert þjónandi prestur eða ekki. Ég verð því að sætta mig við að lesa bara pistlana þína í bili. Eflaust hafa kirkjunnar menn verið búnir að taka sóttina líka og aðeins örfáir held ég að hafi haldið uppi einhverjum varnarorðum um hvert stefndi. En, eins og bróðir minn segir alltaf, "Guð er góður" og þetta mun leiða okkur aftur á beinu brautina þessi hnútur sem við höfum fengið á okkar þjóðfélag í dag. Kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 17.8.2009 kl. 23:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband