Kirkjudagur

DSC_0403 

Sunnudaginn 17. nóvember áriđ 1940 var Akureyrarkirkja vígđ. "Veđur var bjart og stillt," segir Sverrir Pálsson í bók sinni, Saga Akureyrarkirkju.

Ár hvert er kirkjudagur Akureyrarkirkju haldinn ţann sunnudag sem nćstur er vígsluafmćlinu. Kirkjudagurinn verđur ţví á morgun, 15. 11. Sunnudagaskólinn verđur í kirkjunni kl. 11, hátíđarmessa kl. 14 og fjáröflun Kvenfélags Akureyrarkirkju, kaffisala og fleira, í Safnađarheimili eftir messu.

Kvenfélagiđ er öflugur bakhjarl starfsins í kirkjunni.

Á vígsludeginum áriđ 1940 flutti arkitekt kirkjunnar, Guđjón Samúelsson, húsameistari ríkisins, ávarp. Ţar sagđi hann m. a.:

Akureyrarkirkja er ađ mínum dómi langveglegasta og fegursta kirkjubygging, sem reist hefur veriđ á Íslandi af lúterskum söfnuđi.

Biskup Íslands, herra Sigurgeir Sigurđsson, vígđi kirkjuna og skömmu síđar minntist hann vígsludagsins í bréfi til vinar síns. Í Sögu Akureyrarkirkju er vitnađ í ţađ bréf:

Vígsludagur Akureyrarkirkju verđur mér minnisstćđur. Kirkjan er stórfögur og vegleg, og hafa Akureyringar veriđ stórhuga og sýnt mikiđ örlćti viđ byggingu hennar. En mest ţótti mér ţó um vert ađ komast ađ raun um, hve hlýtt er í kringum kirkjuna á Akureyri í andlegum skilningi. Ţetta kom mjög greinilega fram vígsludaginn og međ mörgu móti. Mér fannst ţví líkast sem andleg vakning vćri í bćnum ţennan dag.

Mörgum er mjög hlýtt til Akureyrarkirkju og ég biđ ţess ađ ćvinlega verđi hlýtt í kringum hana.

Myndin er af kirkjuvörđum Akureyrarkirkju, Sveini Jónassyni og Stefáni Arnaldssyni, viđ kirkjuna sína.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband