Mesti taugaæsingur kvikmyndasögunnar?

Myrkvaða húsiðAð þessu sinni kíkjum við í prógramm myndarinnar "Myrkvaða húsið" með þeim Glenn Corbett, Patricia Breslin og Lean Arless í aðalhlutverkum. Það hlýtur að hafa kostað einhverja nagsentimetra af nöglum að horfa á þá mynd og lokamínútur hennar hafa verið hrikalega óvæntar og spennandi því á forsíðu prógrammsins er þessu beint til áhorfenda:

"Það eru vinsamleg tilmæli að bíógestir segi ekki öðrum frá endi myndarinnar - og víst er að enginn mun geta setið kyrr í sæti sínu síðustu 15 mínúturnar.!"

Leikstjórinn virðist þó hafa fengið einhverjar áhyggjur af því að hugsanlega hafi hann farið yfir mannúðleg spennumörk í myndinni. Inni í prógrammi er söguþráðurinn rakinn, eins og lög gera ráð fyrir, en skyndilega er því hætt og eftirfarandi varnaðarorð gefin (með stóru letri):

"Á þessu augnabliki biður leikstjórinn þá bíógesti sem ekki þora að horfa á endirinn, að ganga út úr salnum, og gefur til þess eina mínútu - áður en Miriam opnar hurðina."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Það er ekki hægt að segja annað en að margt hafi breyst í markaðssetningunni. ;o)

Jóna Á. Gísladóttir, 25.5.2007 kl. 00:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband