20.12.2007 | 11:21
Grímseyskur jólastrútur
Í vikunni hitti ég vin minn úr Grímsey í Bónus. Ég sýndi honum hróđugur feng minn í mínum innkaupavagni:
Eitt risavaxiđ skagfirskt lambslćri, einn 6 kílóa kalkúni, tvćr temmilegar hangikjötsrúllur og myndarlegur konfektkassi.
Spurđi svo og sagđi svo hvađ ţeir ćtluđu ađ snćđa ţessi jólin undir norđurheimskautsbaugnum.
Grímseyingurinn sagđist vera í strútsleit.
Allt er ađ breytast í veröldinni. Líka jólasteikin. Í mínu ungdćmi (og er ég ţó ekki gamall) voru rjúpur, svín eđa lömb snćdd undir hátíđartóni séra Bjarna snemma á ađfangadagskvöldi.
Nú á dögum hafa menn á jóladiskunum rjúpur, svín og lömb og ţar ađ auki dádýr, krónhirti, nýsjálenska tudda, hreindýr, kengúrur, fasana, akurhćnur, krókódíla og strúta.
Fyrir jólin minna frystiborđ matvöruverslananna alltaf meira og meira á örkina hans Nóa.
Ţetta er sko fjölmenning sem bragđ er ađ.
Athugasemdir
Fyrir jólin minna frystiborđ matvöruverslananna alltaf meira og meira á örkina hans Nóa.
Ég var nćstum dottin af stólnum ég hló svo innilega. Takk fyrir ţađ, ţađ var gott.
Hildur Inga Rúnarsdóttir (IP-tala skráđ) 20.12.2007 kl. 20:32
Gleđileg jól og ţakkir fyrir áriđ sem er ađ líđa.
Jóhann Elíasson, 22.12.2007 kl. 09:52
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.