Fjölskyldufjandsamlegur bær

DSC_0416 

Á Hömrum við Akureyri reka skátar útilífs- og umhverfismiðstöð með miklum myndarbrag.

Þar er starfrækt tjaldsvæði sem hefur verið vinsælt meðal ferðamanna.

Mánudaginn 14. júní síðastliðinn birtist eftirfarandi tilkynning á heimasíðu Hamra:

Tjaldsvæðið að Hömrum um bíladaga 16-20 júní.
Tjaldsvæðið að Hömrum verður opið öllum almennum ferðamönnum eins og venjulega þessa daga. Miðað er við að tjaldsvæðið að Hömrum sé fjölskylduvænt tjaldsvæði og því eru allar umgengnisreglur á svæðinu miðaðar við það. Þetta á sérstaklega við um það að á svæðinu sé umgengni og framkoma gesta til fyrirmyndar og taki mið að fjölskylduvænum gildum s.s. varðandi svefnfrið, umferð bíla o.fl. Akstur innan svæðis á að vera í lágmarki og þar er 15. km. hámarkshraði. Allur akstur er bannaður á milli 24 og 08. Ölvun er bönnuð á svæðinu.

Sama dag var þetta tilkynnt á síðunni:

Tjaldsvæðið við Þórunnarstræti um bíladaga 16-20 júní.
Tjaldsvæðið við Þórunnarstræti verður dagana 16-20 júní sérstaklega ætlað gestum bíladaga og verður í umsjón Bílaklúbbs Akureyrar sem veitir allar nánari upplýsingar um tjaldsvæðið þessa daga. Almennum ferðamönnum er bent á að nýta sér tjaldsvæðið að Hömrum þessa daga en þar má búast við að verði heldur rólegra en á Þórunnarstrætinu.

Þriðja tilkynningin sem sett var inn á síðuna ofangreindan dag var svona:

Bíladagar Tjaldsvæði 2010.
Fyrirkomulag tjaldsvæðismála verður með svipuðu sniði og á síðasta ári. Akureyrarbær, Bílaklúbbur Akureyrar og Hamrar útilífs og umhverfismiðstöð skáta sem er rekstraraðili tjaldsvæðanna hafa gert með sér samkomulag um að Bílaklúbburinn fá tjaldsvæðið við Þórunnarstræti til rekstrar dagana 16-20 júní til að taka þar á móti gestum bíladaga.

Þetta eru býsna merkileg skilaboð.

Í fyrsta lagi er staðhæft að tjaldsvæðið á Hömrum eigi að vera fjölskylduvænt og umgengni gesta eigi að vera til fyrirmyndar. Þar eigi t. d. að vera svefnfriður og ölvun bönnuð.

Í öðru lagi er gestum Bíladaga vísað frá hinum fjölskylduvænu Hömrum á tjaldsvæðið við Þórunnarstræti. Það verði rólegra á Hömrum - en búast megi við látum við Þórunnarstrætið.

Þannig er tjaldsvæðið við Þórunnarstræti auglýst sem valkostur fyrir þá sem hvorki kjósa svefnfrið né fjölskylduvænt umhverfi.

Fyrirmyndargestirnir eru á hinn bóginn velkomnir á Hamra.

Hinir gjöri svo vel og fari á Þórunnarstrætið.

Það sem gleymist í þessu er að tjaldsvæðið við Þórunnarstræti er í miðju íbúðahverfi. Í hverfinu býr ósköp venjulegt fjölskyldufólk.

Fjölskyldufólkið í nágrenni Þórunnarstrætisins þarf auðsýnilega hvorki svefnfrið né fjölskylduvænt umhverfi - enda fékk það hvorugt dagana meðan Bíladagarnir stóðu yfir.

Fleiri en skátarnir telja íbúa hverfisins ekki þurfa svoleiðis.

Í þriðju tilkynningunni á heimasíðu Hamra kemur nefnilega fram, að það fyrirkomulag, að  hafa allt með friði og spekt fyrir utan bæinn en efna til þriggja nátta útihátíðar inni í honum, sé með blessun Akureyrarbæjar.

Myndin: Siglt út Eyjafjörð


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband