Skuldbindingafælni eða gætni?

DSC_0388

Skuldir eru einhverjar tærustu skuldbindingar sem um getur.

Íslendingar skulduðu helling fyrir hrun. Bæði heimili og fyrirtæki.

Þeir voru skuldbundnir í bak og fyrir.

Það var að margra mati ein orsök hrunsins.

Ekki eru þó allir á því.

Þótt Íslendingar séu nú um stundir ein skuldugasta þjóð í heimi telja sumir að hún þurfi endilega að taka á sig enn meiri skuldir.

Sá var boðskapur hádegisfrétta RUV í dag.

Samkvæmt þeim er svokölluð skuldbindingafælni eitt helsta mein þessarar ofurskuldugu þjóðar.

Aðrir benda kannski á að Íslendingar hafi verið óþarflega djarfir og sólgnir í að skuldbinda sig.

Er sú skuldbindingafælni sem felst í því að vilja ekki borga skuldir fyrir aðra og taka ekki hærri lán en maður sér fram á að geta borgað kannski bara gömul og góð gætni eftir allt saman?

Myndin: Hraundrangi frá hinni hliðinni


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dingli

Góður sem fyrr! 

Dingli, 9.7.2010 kl. 07:57

2 identicon

Godann daginn Svavar.

Thakka godann pistil og eins og venjulega, vel ad ordi komist.

Sem Islendingur, lengi busettur erlendis, hef eg oft rekid mig a thessa skuldbindingafœlni hja landanum og furdad mig a.

Falleg og god mynd, eins og alltaf hja ther.

Bestu kvedjur.

Islendingur (IP-tala skráð) 9.7.2010 kl. 10:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband