Eftirlýstur af Interpol

DSC_0088

Nýlega kom til landsins maður sem hefur verið eftirlýstur af Interpol síðustu mánuðina.

Hvar skyldi hann hafa alið manninn meðan alþjóðlegt lögreglulið leitaði hans?

Jú, hann var víst heima hjá sér í Lundúnum en Interpol hefur líklega ekki hugkvæmst að leita hans þar.

Enda eiga menn ekki að vera heima hjá sér ef þeir eru eftirlýstir.

En síðan nennti maðurinn ekki lengur að vera eftirlýstur af Interpol og ákvað að drífa sig heim í yfirheyrslu.

Heim kominn kvað maðurinn það „óskemmtilega reynslu" að vera eftirlýstur af Interpol.

Rather annoying. Quite unpleasant.

Ég er ekki hissa á að maðurinn hafi verið skælbrosandi þegar hann fékk loksins hádegisverðarhlé í yfirheyrslunum því það hlýtur að hafa verið alveg ógeðslega pirrandi að vera eftirlýstur af Interpol.

Myndin: Dropinn holar steininn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Örn Ingólfsson

Já skrítið en kýktu á bloggfærsluna hjá mér ég er kannski of róttækur en svona líður mér og þúsundum Íslendinga!!

Örn Ingólfsson, 19.8.2010 kl. 20:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband