Þagnarskylda og vígsluheit

DSC_0279 

Þögn getur verið gulls ígildi. Vitrir menn kunna ekki bara að orða hugsanir sínar. Þeir kunna líka að þegja.

Prestar eiga að kunna að þegja. Í starfi sínu komast þeir að ýmsu sem ekki má tala um. Stundum er þeim trúað fyrir leyndarmálum í sálgæsluviðtölum. Þann trúnað verða þeir að halda.

Fólk á að geta treyst sálusorgara sínum.

Prestar eru ekki eina stéttin sem þurfa að gæta sérstaklega vel að þagmælskunni. Sálfræðingar, læknar, kennarar og lögreglumenn verða til dæmis líka að kunna að þegja.

Blaðamenn leggja mikla áherslu á halda trúnað. Heyrt hef ég blaðamenn segja að frekar færu þeir í fangelsi en að bregðast trúnaði um heimildarmenn sína.

Þegar prestar eru vígðir gefa þeir loforð. Loforðið er nefnt vígsluheit.

Ég gaf þetta loforð þegar ég vígðist í Hóladómkirkju á sínum tíma. Það stendur skrifað í helgisiðabók þjóðkirkjunnar og stundum les ég það til að minna mig á hverju ég lofaði.

Í þessu vígsluheiti er hvergi minnst á þagmælsku þótt hún sé mikilvæg en meðal þess sem ég lofaði þar fyrir altari dómkirkjunnar er að vaka yfir sálarheill þeirra, sem mér er trúað fyrir og  „styðja lítilmagna og hjálpa bágstöddum" eins og það er orðað.

Börn sem sæta ofbeldi af hendi þeirra sem helst ættu að veita þeim skjól eru lítilmagnar. Ég get varla hugsað mér meiri lítilmagna en slík börn, varnarlaus og minnimáttar, beitt viðbjóðslegu ofbeldi af þeim sem þau treysta og elska.

Prestar sem hafa vitneskju um barnaníð en þegja yfir því eru komnir í lið með níðingunum.

Og þeir hafa tekið afstöðu gegn lítilmagnanum í stað þess að styðja hann.

Sú þögn er rof á vígsluheiti og brot á loforði sem prestarnir gáfu á helgum stað.

Í vígsluheitinu lofaði ég því líka að „vera sannleikanum trúr í kærleika".

Þögnin getur verið gulls ígildi en stundum er ekki til hættulegri lygi en þögnin.

Myndin er af smáfossi í Ólafsfjarðarmúla.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þakk fyrir þetta,, þú ert dýrmæt perla sem ekki bregst þeim er á þurfa að halda..

myndin er flott

petrea (IP-tala skráð) 21.8.2010 kl. 23:00

2 Smámynd: Brattur

Falleg skrif og en fallegri mynd  

Brattur, 21.8.2010 kl. 23:25

3 identicon

En ef níðingurinn játar að Jesú sé bestur.. og að hann iðrist;

Bara svo þú vitir það þá veit ég vel að prestar eru líka menn, að þetta sé áfall fyrir ykkur flesta... well Kannski ekki hann Geir, hann er líka kannski síðasti Geirmaðurinn... Kannski verður hann uppstoppaður.

Eða þannig ;)

DoctorE (IP-tala skráð) 21.8.2010 kl. 23:39

4 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Þú ert stétt þinni til fyrirmyndar með þessum pistli Svavar.

Haraldur Davíðsson, 21.8.2010 kl. 23:39

5 Smámynd: Dingli

Ekki er að, að spyrja. Enn eitt gullkornið frá þér Svavar.

Dingli, 22.8.2010 kl. 01:07

6 identicon

Svavar.

Eg tek undir thad sem Haraldur segir og er honum algerlega sammala.

Bestu kvedjur.

Islendingur (IP-tala skráð) 22.8.2010 kl. 09:13

7 identicon

Svei þeim er hylmir yfir barnaníðing. Börnin eru það dýrmætasta sem við eigum.

Vel skrifaður pistill hjá þér. 

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 22.8.2010 kl. 10:11

8 identicon

Takk fyrir þetta séra Svavar. Þessi mál, öðrum fremur, þarf að ræða af yfirvegun og án ofstækis. Mér finnst gott að lesa þessa hugleiðingu frá þér.

Ólafur Jónsson (IP-tala skráð) 22.8.2010 kl. 11:43

9 Smámynd: Óskar Þorkelsson

takk fyrir þessi orð :)

Óskar Þorkelsson, 22.8.2010 kl. 13:29

10 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Vel orðað - þú gengur á GUÐS vegum..:).

kv. Heilbrigð skynsemi (www.fun.blog.is)

Jakob Þór Haraldsson, 22.8.2010 kl. 13:35

11 identicon

Takk fyrir þetta Svavar. Það er nákvæmlega svona sem á að skilja þagnarskylduna. Virða hana algerlega þar til kemur að lítilmagnanum sem hlýtur að eiga rétt á meiri stuðningi en gerandinn í ofbeldisverki. En nú er það svo að yfirstjórn kirkjunnar hefur ofboðið mér svo ítrekað í viðhorfum og afstöðu að ég mun ekki tilheyra þessum félagsskap eftir morgundaginn. Þessi mannanna verk hafa á hinn bóginn engin áhrif á trú mína, en ég á ekkert vopn annað en að snúa við þeim baki.

Kveðja, Bryndís

Bryndís Símonardóttir (IP-tala skráð) 22.8.2010 kl. 14:35

12 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Skynsamleg og góð afstaða eins og þín var von og vísa.

Sigurður Þór Guðjónsson, 22.8.2010 kl. 14:44

13 identicon

Þessi orð þín Svavar eru afar mikilvæg

Adalsteinsdottir, Kristin (IP-tala skráð) 22.8.2010 kl. 15:04

14 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Vel orðað og rökstutt. - Þessi grundvallarsannindi ætti enginn að mega brjóta niður.

Helgi Jóhann Hauksson, 22.8.2010 kl. 15:13

15 Smámynd: Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Alltaf gott að líta inn á síðuna þína!

Og myndirnar skemtilegar.

Hafðu hjartans þökk!

Kveðja úr Garðabæ.

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 22.8.2010 kl. 17:38

16 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Góður pistill og eina rétta sýnin á þetta mál. Hafðu þakkir.

Guðmundur St Ragnarsson, 22.8.2010 kl. 18:17

17 identicon

Mér leið betur eftir lestur pistils þíns.  Takk fyrir.

Anna (IP-tala skráð) 22.8.2010 kl. 18:35

18 identicon

Það var afskaplega gott að rekast á þennan pistil þinn Svavar, eg var hreint ekki með það á hreinu hverig ég átti að bregðast við jafn hrokafullum ummælum og séra  Geir lét hafa eftir sér og skil ekki reyndar að maðurinn skuli ekki segja af sér embætti, því eitthvað hefur boðskapurinn farið öfugt ofan í þann hrokagikk. En eins og ég sagði takk fyrir og gott er að vita að virðing fyrir einstaklingum sérstaklega börnum skuli enn vera á stefnuskrá Íslensku þjóðkirkjunnar.

Rögnvaldur Ingólfsson (IP-tala skráð) 22.8.2010 kl. 18:50

19 Smámynd: Guðmundur Pálsson

Það eru tvö viðhorf sem takast á og ágætt er að gera greinarmun á. Það eru skriftir að skilningi kaþólsku kirkjunnar sem er sakramenti og Geir Waage er í raun að vísa til þó að hann segi það ekki beinum orðum. Í þeim er presturinn ósnertanlegur af hinum veraldlegu valdhöfum og ber að halda trúnað við skriftabarnið. ( Eins og lögfræðingur gagnvart skjólstæðingi sínum ) En nb. hann á samt ekki að hylma yfir með lögbrjótum heldur hvetja til yfirbótar. Það er svo að segja hans eiginlega rulla í því að færa hlutinn til betri vegar. Vald hans er mjög mikið þó hann bregðist ekki trúnaði.

Hitt fyrirbærið er það sem lútersk evangelisk kirkja kallar trúnaðarsamtal. Það er allt annað. Það eru engar skriftir í þjóðkirkjunni og presturinn er starfsmaður ríkisins. Því fellur hann undir sömu lög og læknar, sálfræðingar ofl. stéttir. Biskupinn er því líklega neyddur til að áminna Geir. Málið allt er afar afhjúpandi um stöðu kirkjunnar og hugmyndaátök innan hennar.

Í þessu liggur vandinn held ég. Ég er samt svolítið hissa að Geir taki upp þetta efni trúnað við skriftir nú þegar kirkjan íslenska er í sárum vegna nýlegra mála. Geir er eiginlega kaþólskur leyfi ég mér að segja enda er Hin heilaga kaþólska kirkja sú eina sem stendur undir nafni og varðveitir hina innstu leyndardóma.  

Guðmundur Pálsson, 22.8.2010 kl. 19:58

20 Smámynd: Óskar Arnórsson

Góður pistill hjá þér Svavar!

Guðmundur Pálsson hérna getur samt ekki stillt sig í að koma því að að engin veit neitt um Guð nema Kaðólikkar! ...

"enda er Hin heilaga kaþólska kirkja sú eina sem stendur undir nafni og varðveitir hina innstu leyndardóma"...
 

Óskar Arnórsson, 22.8.2010 kl. 21:23

21 identicon

Já ég mátti til Óskar  , thetta er mín reynsla. Thad er vel mögulegt ad dadra vid lúterskuna heilt líf á thess ad fatta hvad kristni eiginlega er. Og biskup verdur ad vera skörungur en ekki eins og blautt franskbraud í trúarefnum eins og hin snjalla Ragnhildur Kolka sagdi annars stadar á vefsídu. Annars ber ég lof á pistil Svavars eins og adrir hér. Svavar er biskupsefni engin vafi á thví. Their eru lunknir thessir nordanmenn og ekki er presturinn í Glerárkirkju sídri. Gód kvedja.

Gudmundur Pálsson laeknir (IP-tala skráð) 23.8.2010 kl. 06:53

22 Smámynd: Óskar Arnórsson

Þú ert meiriháttar doktorinn! Ég trúi nú á Guð og er ekki bundin neinum trúarbrögðum eða kirkjum. Hvorki Lúter eða Kaðólsku. Las Biblíunna einu sinni og það er alveg nóg. Enda voða lítil tenging á milli bóka, trúar á Guði og trúarbragða yfirleitt. 

"Maður verður ekki saddur af að lesa matreiðslubók". Bókin er bara leiðarvísir um hvernig laga eigi matinn. Sama á við um Bibliunna, sama hver les hana...

Óskar Arnórsson, 23.8.2010 kl. 10:38

23 identicon

Vel mælt félagi.

Helga Gunnlaugsdóttir (IP-tala skráð) 23.8.2010 kl. 14:05

24 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Kaþólska kirkjan hefur einmitt verið ákaflega fær í því að varðveita "leyndarmál"....

Haraldur Davíðsson, 23.8.2010 kl. 17:45

25 identicon

Góður og þarfur pistill.  Hafðu þökk fyrir.

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 23.8.2010 kl. 19:00

26 Smámynd: Óskar Arnórsson

Kaðólska kirkjan er svona "andlegt Pentagon" þar sem allt er leyndarmál...og kanski allar kirkjur...

Óskar Arnórsson, 23.8.2010 kl. 21:28

27 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Vatikanið hefur alla tíð stýrt því hvað telst boðlegt meðal "sanntrúaðra" og hvað ekki, allt frá heimskulegum lífsstílsreglum til ritskoðunar á biblíunni...

Haraldur Davíðsson, 24.8.2010 kl. 19:42

28 identicon

Alltaf gott að sjá hvað þú hefur að segja um málin, enda vitur og réttlátur maður. Verst er hvað Þjóðkirkjan kemur illa út úr þessu. Hvað finnst þér um það? Framtíð hennar dimm eða líður þetta hjá?

Kv.

Verðandi guðfræðinemi

Darri (IP-tala skráð) 26.8.2010 kl. 00:20

29 Smámynd: Jóhann G. Frímann

Glæsileg mynd!

Jóhann G. Frímann, 2.9.2010 kl. 07:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband