Trassi

DSC_0676

Einu sinni á ári geta Íslendingar varið nokkrum dögum í þá göfugu iðju að skoða ofan í launaumslag náungans til að sjá hvað hann ber úr býtum fyrir brauðstrit.

Nú er sú mikla gósentíð upp runnin og fjölmiðlar selja landsmönnum tölurnar.

Í gærkvöldi sá undirritaður á vef DV að hann væri með hátt í eina milljón í mánaðarlaun og skipaði sér þar með í þriðja sæti á lista yfir launahæstu presta landsins.

Bronsið í þessari keppni er vafasamur heiður eins og athugasemdirnar við frétt DV sýna.

Í dag fékk ég svo sjálfan álagningarseðilinn. Aftan á honum stendur:

Skattframtal yðar fyrir árið 2011 barst ekki í framtalsfresti. Álagning, sem fram kemur á seðli þessum, byggist því á áætlun ríkisskattstjóra á gjaldstofnum að viðbættu álagi samkvæmt lögum.

Ég lofa að koma réttum tölum á framfæri við fjölmiðla þegar þær liggja fyrir.

Þangað til verður þjóðin að láta sér nægja þá vitneskju að ég er trassi.

Myndin: Júlítungl yfir Látraströnd


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snorri Óskarsson

"Æ,æ, ertu á niðurleið?" Ég var að vona að DV segði satt og rétt frá, að þú værir brautryðjandi í stétt boðandi manna - genginn inn í tímann "þar sem mjólk drýpur af hverju strái!

Gangi þér samt vel í hvaða launaflokki sem þú lendir!

Snorri í Betel

Snorri Óskarsson, 28.7.2011 kl. 11:53

2 identicon

Sæll vertu, síra Svavar!

Má ekki vera, að í reglum skattstjóra sé ritað (efnislega): Skilið á réttum tíma svo þér verðið eigi ofskattaðir"?

 Skil ekki forsetningarlið skattstjóra "í framtalsfresti" , skilur þú?

 Kveðja

BH

Bernharð Haraldsson (IP-tala skráð) 28.7.2011 kl. 15:06

3 Smámynd: Svavar Alfreð Jónsson

Jú, Bernharð, það stendur ábyggilega þar efnislega og ég er ekki að kvarta undan því. Hér er einvörðungu við minn trassaskap að sakast. Starfsfólk skattstofunnar og sýslumanns hefur liðsinnt okkur af mikilli lipurð. Ég er bara að benda á rangar upplýsingar í fjölmiðlum. Ég hef ekki vanist því að tala um að eitthvað sé "í fresti".

Svavar Alfreð Jónsson, 28.7.2011 kl. 16:23

4 Smámynd: Vilborg Eggertsdóttir

- hvaða máli skipta einhverjar tölur á blaði? - eða hver hefur gefið tölunum merkingu? ( Þetta á að vera mjög víðtæk spurning :)

Finnst eins og allt sé að verða hálf - merkingalaust!

- en myndin er falleg, - meiriháttar stilla og fegurð  

Vilborg Eggertsdóttir, 29.7.2011 kl. 00:42

5 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll Svavar. Ég lenti einu sinni í því að fá áætlun á skattinn og það var í eina skiptið sem ég var ánægð með útibússtjóralaunin. Ekki var það þó af því að ég var trassi heldur hafði endurskoðunarskrifstofa sem sá um framtalið sent það eitthvað vitlaust þannig að það skilaði sér ekki. Vona að þú haldir sætinu samt sem áður þ,e, bronsinu, ekkert að því að vera á góðum launum  :) kveðja Kolla

Kolbrún Stefánsdóttir, 29.7.2011 kl. 10:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband