Róttæk megrun

Mér svelgdist á morgunkaffinu þegar ég sá auglýsingu í Blaðinu (bls. 8). Þar var spurt í fyrirsögn: "Þarft þú að losna við aukakíló?" Neðan við spurninguna gaf að líta dökkklæddar manneskjur og neðst stóð nafn fyrirtækisins með lógói:

ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA

Við nánari athugun kom reyndar í ljós að um var að ræða tvær auglýsingar en eitt andartak hélt ég að nú hefðu menn endanlega misst sig í megrunaraðgerðum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Jóna Á. Gísladóttir, 27.3.2007 kl. 17:38

2 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

ljós frá mér

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 27.3.2007 kl. 20:45

3 Smámynd: Vilborg Eggertsdóttir

Já, heyrðu nú datt mér nokkuð í hug, fólk er að tala um að það sé að missa svo og svo mörg kíló, þá spyr ég stundum hvort það hafi fundið þau aftur? Tölum oft um að missa þennan eða hinn, þetta gætu orðið uppgrip fyrir þína stétt.

Vilborg Eggertsdóttir, 28.3.2007 kl. 00:22

4 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Sundum er sagt að menn sjái bara það sem þeir hugsa, he he ... Hvað varst þú að hugsa þegar þú flettir blaðinu? ,.... en að öllu gamni sleppt þá veit ég að þú lítur ekki á samborgarana sem aukakíló og hefði þetta verið tilfellið þá hefði líklega verið fokið í flest skjól. En hvað er til ráða, er e.t.v. nauðsynlagt að senda slíkar auglýsingar í eins konar "grenndarkynningu" áður en þær fá staðsetningu í blaðinu. Lifðu heill félagi

Hólmgeir Karlsson, 28.3.2007 kl. 21:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband