Bölvun og blessun bjórsins

Ævintýri á AfríkuströndMenn lenda í ólíklegustu ævintýrum í Afríkuferðum eins og fram kemur í bíómyndinni "Ævintýri á Afríkuströnd" með þeim Stephen Boyd, Juliette Greco og David Wayne í aðalhlutverkum.  Þar kemur bjór töluvert við sögu. Má hafa af honum ómælt gagn og eins getur hann orðið til mestu óþurftar eða eins og segir í prógramminu:

"Daginn eftir fá þau hóp svertingja til þess að riðja (sic) veginn. Svertingjarnir höggva tréð í búta og bylta þeim af veginum, en Vic launar þeim með nokkrum kössum af bjór.

Meðan Samúel var veikur, hafði gert hellirigningu, og þegar hann kemur til sjálfs sín aftur og stitt (sic) hefur upp hefur árfarvegur, sem átti að vera þurr eftir kortinu, orðið að straumhörðu fljóti. Vic veður út í það, til þess að kanna botninn, og ákveður að hætta á að koma bílnum yfir. En Samúel neitar þá að fara yfir með þeim í bílnum, svo Vic verður að berja hann og loka inni. Síðan leggja þau Vic og María í fljótið, en í því miðju stendur bíllinn fastur. Þau grípa þá til þess ráðs að létta bílinn með því að bera alla bjórkassana úr honum og yfir á árbakkann. Þetta tekst eftir miklar þrekraunir."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband