Kosningablogg viđrinis

Hingađ til hef ég alveg látiđ vera ađ tjá mig um kosningarnar. Ţađ á sér margar skýringar. Sú fyrsta og augljósasta er ađ ekki er beinlínis hörgull á slíkri umfjöllun ţessa dagana. Í öđru lagi finnst mér ţessi umrćđa oft býsna yfirborđskennd og hef takmarkađan áhuga á ađ blanda mér í hana. Mér sýnast allir vera nánast sammála um flest meginatriđi - nema ţá kannski helst um tannlćkningar barna. Liggur ţar hin margfrćga átakalína í íslenskri pólitík?

Svo er ég í ţriđja lagi pólitískt viđrini. Mér gengur bölvanlega ađ átta mig á stjórnmálum hér á landi. Annars vegar finnst mér ég eigi hvergi höfđi mínu ađ ađ halla í hinum mörgu vistarverum íslenska flokkakerfisins og hins vegar finnst mér ég geta átt ţar alls stađar heima. Ég fíla íhaldiđ og finnst flokkurinn trúverđugur ţví hann ţorir stundum ađ taka óvinsćlar ákvarđanir. Samfylkingin höfđar sterklega til jafnađarmannsins í mér og ekki sakar ađ hann Kalli vinur minn Matt er í ţar frambođi, sá öndvegisdrengur. Svo hef ég alltaf veriđ dálítill kryptóframmari. Gamla samvinnuhugsjónin var flott. Hraustir menn og konur ćttu ađ drífa sig í ađ stofna nokkur kaupfélög núna ţegar verslun í landinu er ađ komast á hendur örfárra kapítalista. Annar eđaldrengur er í frambođi fyrir Framsókn hér í Norđaustrinu, Höskuldur Ţórhallsson. Ţar er framtíđarframsóknarmađur á ferđ. Steingrímur Sigfússon er einn af mínum uppáhaldsstjórnmálamönnum, skeleggur og skynsamur og ég held ađ ţađ sé flokknum hans ađ ţakka hversu mikiđ vćgi sjónarmiđ náttúrunnar hafa öđlast í stjórnmálum samtímans. Frjálslyndir hafa líka unniđ mikiđ gagn međ ţví ađ ţreytast ekki á ađ benda á galla kvótakerfisins. Íslandshreyfingin er ađ nokkru leyti óskrifađ blađ en er hćgt annađ en ađ dást ađ hugsjónaeldinum í Ómari? Svo eru sómahjónin Bogga og Gísli ţar á lista.

Svona gćti ég haldiđ lengi áfram og ţiđ sjáiđ, kćru lesendur, ađ ţađ er ekkert áhlaupsverk fyrir mig ađ setja x-iđ á réttan stađ á laugardaginn. Atvinnugóđmenni eins og ég vildi helst geta krossađ viđ öll frambođin. Ţetta blessađa fólk á ekki nema gott eitt skiliđ og ţví er vorkunn ađ vilja stjórnast í sauđţráum, agalausum og neyslutrylltum Mörlandanum.

Ćtli x-iđ mitt lendi ekki hjá ţeim sem ég vorkenni mest. Greyjunum.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sćll Svavar!

Nú langar mig ađ leggja orđ í belg. Ţú talađir um trúverđugleika stjórnmálamanna eđa afla. Ţannig er mjög gott ađ treysta ţeim sem mađur "exar" viđ, ekki satt? Varđandi töskurnar á ţar-síđustu fćrslu ţá er ég ekki alveg ađ átta mig á ţessu:-)Kveđja til ukkar úr Stapasíđunni

Yrsa Hörn Helgadóttir (IP-tala skráđ) 11.5.2007 kl. 19:30

2 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Úllen dúllen doff....

Jóna Á. Gísladóttir, 11.5.2007 kl. 21:38

3 identicon

sćll og blessadur svavar. 

ég man ekki betur en thú og helgi már hafid verid einu hardcore íhaldsmennirnir í MA hér á árum ádur...  

og nú kallar thú thá "grey".

greyin...

kvedja

ápj 

ásgeir páll júlíusson (IP-tala skráđ) 13.5.2007 kl. 20:00

4 Smámynd: Svavar Alfređ Jónsson

Ásgeir Páll! Gaman ađ heyra í ţér, gamli vinur. Ef ţađ er íhaldssemi ađ vilja fara varlega og taka yfirvegađar ákvarđanir ţá er mér sannur heiđur ađ vera talinn ţannig ţenkjandi. Auđvitađ eru sannir íhaldsmenn óttaleg grey. Frjálshyggjufríkin eru búin ađ stórskemma fyrir ţeim Flokkinn. Svo óska ég ţér til hamingju međ ađ hann bróđir ţinn er kominn á ţing. Ţar er enn einn öndvegisdrengur sem ég hefđi mátt minnast á í pistlinum.

Svavar Alfređ Jónsson, 13.5.2007 kl. 20:49

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband