Fórnir karlaveldisins

Allt fyrir hreinlætiðÞegar við karlarnir réðum öllu er ekki eins og það hafi verið án fórna. Það kemur vel fram í norsku kvikmyndinni  "Allt fyrir hreinlætið" sem byggð var á vinsælli  útvarpssögu eftir snillinginn Evu Ramm, sem nota bene var kona.

Engu að síður tekst henni að lýsa þeim fórnum sem karlar þurftu að færa fyrir að njóta þess sem margir myndu telja sjálfsögð réttindi. Maður bókstaflega klökknar þegar maður heyrir um það sem henti hinn nýbakaða eiginmann herra Sörensen.

Í myndinni er örlögum kvenna lýst á afar raunsæan hátt: Á sunnudögum eru karlarnir í skemmtigöngu en húsmæðurnar þurfa að sjálfsögðu að vera heima til að elda sunnudagssteikina því fátt æsir jafn mikið upp í manni hungrið og góður göngutúr.

Nú fara karlar ekki lengur í svona göngutúra og sunnudagssteikin gamla og góða er þar af leiðandi liðin tíð. Þess í stað eru pantaðar pítsur á laugardagskvöldum sem engum þykja góðar.

Karlaveldið gamla var þó enginn dans á rósum eins og fram kemur í prógramminu en þar segir (og þetta er held ég ekki hægt að toppa):

"Að sjálfsögðu hafa þær húsmæðurnar ekki tíma til að fara með mönnum sínum út á skemmtigöngu á sunnudögum; þær þurfa að hugsa um sunnudagsmatinn. Það kemur því næsta illa við að hurðin hjá Randí skellist í lás á sunnudagsmorgni einu sinni þegar hún er að tala við mótbýliskonu sína, hana frú Hansen, og steikin er í ofninum. Húsvörðurinn er ekki heima, svo að aumingja nýgifti Sörensen verður að klifra upp á þak til að reyna að komast inn um svalagluggann. Það tekst þó ekki vel, því að síðan er hann haltur í myndinni."

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband