Klerkur einn enskur vaninn af rasisma

Varlega ættu menn að fara í það að hæðast að þjóðum eða helgum mönnum, samanber eftirfarandi frásögn úr Biskupasögum:

"Í Kynn á  Englandi lét maður nokkur, sá er Auðunn hét, gera líkneskju til dýrðar hinum sæla Þorláki biskupi, og er líkneskið var gert og sett í kirkju, þá gekk að klerkur einn enskur, og spurði, hvers líkneski það væri. Honum var sagt, að það var líkneskja Þorláks biskups af Íslandi. Þá hljóp hann með hlátri miklum og spotti í soðhús eitt, og tók mörbjúga, og kom síðan aftur fyrir líkneskið, og rétti bjúgað fram hinni hægri hendi, og mælti svo með spotti til líkneskjunnar: "Viltu mörlandi! Þú ert mörbiskup!" Eftir það vildi hann á burt ganga og mátti hvergi hrærast úr þeim sporum, sem hann stóð, og var höndin krept að bjúganu, og mátti ekki hræra. Dreif þá síðan til fjöldi manna, að sjá þessi fádæmi, og spurðu hann síðan sjálfan, hverju þessi undur sætti; en hann játaði þá glæp sinn fyrir öllum þeim, er við voru staddir og það sáu, en hann sýndi með viðurkenningu sanna iðran, og bað þá er við voru, að þeir skyldu styðja hann með sínum bænum, en hann hét því, að hann skyldi aldrei þess kyns glæp gera síðan. Báðu þeir honum af öllum hug heilsubótar, en almáttugur guð heyrði bæn þeirra, og hinn sæli Þorlákur biskup, og réttist þá höndin, og fór hann þá hvert er hann vildi, og lofuðu allir guð og hinn sæla Þorlák biskup."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Ég get svo svarið það að ég skil hvorki upp né niður í þessu. hvað gerði hann við bjúgað?

Jóna Á. Gísladóttir, 5.6.2007 kl. 22:04

2 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Hann hæddi líkneskið sem var Þorláki til dýrðar,með þessu bjúga og orðum..held ég  en vegna svívirðunnar við líkneskið varð honum refsað með þessari kyrrsetningu!??? Þetta er annars skemmtileg saga. Skildu allar þjóðir eiga samskonar sögur og við? Þ.e. ævintýri, þjóðsögur ofl.!?

Rúna Guðfinnsdóttir, 5.6.2007 kl. 22:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband