Á enni Mússólínís

Ennid1(III. hluti brota úr Markafararsögu)

Á fimmta degi ferðarinnar blés hótelstjóri vor, signor Bruno Rapa, til fjallgöngu. Ekið var í vesturátt, upp með ánni Metauro tæpa klukkustund, til móts við Appenínafjöll. Við fylgdum hinum forna rómverska vegi Via Flaminia. Í bílnum fræddi Bruno okkur um svæðið en hann er fæddur og uppalinn í þorpinu Fossombrone og benti okkur stoltur á það þegar við ókum þar hjá.ennid2

Þegar nær dregur fjöllunum liggur vegurinn um svonefnt Furlo-skarð. Þar eru fjöll allhá og snarbrött. Á sínum tíma lét Mússólíní höggvað andlit sitt í fjall í skarðinu. Nú hefur vindurinn og regnið sorfið andlitið svo það er næstum óþekkjanlegt. Kunna menn náttúruöflunum bestu þakkir fyrir það.

Bruno ók áleiðis upp í fjallið en síðan var bílnum lagt og við tók fjallganga. Okkur Mörlöndum þótti hún sæmilega krefjandi en ekki var numið staðar fyrr en tindinum var náð. Þaðan var gengið niður á enni Mússólínis. Sást niður á nef karls. Fallegt var að litast um af enninu. Fyrir neðan okkur sást áin Metauro renna í gegnum Furlo-skarð. Blómlegar sveitir svo langt sem augað eygði. Í vestri risu Appenínafjöll en í austri, þaðan sem við komum, beið Adríahafið.

Ríflega tveggja klukkustunda gangur er upp á ennið. Eftir stutt stopp þar uppi gengum við niður að bílnum. Heima á hóteli beið okkar hádegismatur. Voru honum gerð góð skil.

ennid3

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Vá. Ég yrði lofthrædd. En mikið svakalega er þetta fallegt.

Jóna Á. Gísladóttir, 16.7.2007 kl. 20:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband