Ađ deyja ekki ráđalaus

Prestur nokkur var í sumarfríi á Spáni. Á útimarkađi rakst hann á einkar vel gerđar styttur af guđspjallamönnunum fjórum. Hann keypti stytturnar og gaf kirkjunni sinni ţegar hann kom heim. Ţar var ţeim komiđ fyrir á sérstöku borđi. Á ţví var pappaskilti međ áletruninni "Guđspjallamennirnir Matteus, Markús, Lúkas og Jóhannes".

Skömmu síđar var brotist inn í kirkjuna og einni styttunni stoliđ. Ekki lét prestur ţađ slá sig út af laginu. Hann bjó til nýtt skilti á borđiđ hjá styttunum sem eftir voru og stóđ nú á ţví: "Vitringarnir ţrír, Kaspar, Melkjör og Baltasar"

Enn lét kirkjuţjófurinn til sín taka og stal styttu. Presti datt ekki í hug ađ játa sig sigrađan fyrir ţessum misyndismanni og enda ţótt styttunum hefđi fćkkađ um helming skrifađi hann á skiltiđ viđ ţćr: "Postularnir Pétur og Páll"

Ţjófurinn var ekki síđur stađfastur en klerkur og í ţriđja skiptiđ fór hann inn í kirkjuna í leyfisleysi. Ţá lét hann ekki nćgja ađ stela öđrum postulanum heldur fékk hann útrás fyrir skemmdarfýsn sína á styttunni sem hann skildi eftir, braut m. a. af henni hausinn og hafđi á brott međ sér.

En prestur dó ekki ráđalaus. Nú stóđ á skiltinu á styttuborđinu: "Jóhannes skírari daginn eftir ađ hann var hálshöggvinn"


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guđni Már Henningsson

Takk fyrir ţessa sögu..... prestar ţurfa ađ hafa ráđ undir hverju rifi....sem minnir svo aftur á Adam...

Guđni Már Henningsson, 27.9.2007 kl. 12:18

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Ţarf ekki kristindómurinn sífellt ađ laga sig ađ breyttu umhverfi?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 27.9.2007 kl. 12:22

3 Smámynd: Guđríđur Haraldsdóttir

Snilld!

Guđríđur Haraldsdóttir, 27.9.2007 kl. 12:39

4 Smámynd: krossgata

  Skondin saga.

krossgata, 27.9.2007 kl. 18:58

5 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

Fanney Björg Karlsdóttir, 28.9.2007 kl. 07:17

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband