Guðsbarn burstar í sér tennurnar

Í fyrramálið þegar þú stendur fyrir framan spegilinn:

Þú ert órakaður - eða ósnyrt og ótilhöfð. Kannski áttirðu erfiða nótt? Varð þér ekki svefnsamt út af áhyggjum?

Augun eru blóðhlaupin og hrukkurnar dýpri en nokkru sinni áður. Þér líst ekkert á það sem þú sérð. Þú vildir vera einhver annar, ekki þú, með þitt líf, heldur einhver sem á betra líf og er betri manneskja en þú.

Mundu þá að þú ert meira en þessi blóðhlaupnu augu og þetta hrukkótta andlit, þessir sáru og slöppu vöðvar, þessi þreytti kroppur og þessi friðlausa sál.

Mundu þá að þú ert barn Guðs. Verksummerki hans eru í þér. Þú ert af himnesku bergi brotinn og þangað stefnir þú. Þú ert meira en þú ert.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg Eggertsdóttir

- You are God, get over it! - bók rituð af Story Waters, hm, mæli með henni.

Vilborg Eggertsdóttir, 2.10.2007 kl. 23:41

2 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Var Hitler barn Gvuðs?

Matthías Ásgeirsson, 2.10.2007 kl. 23:50

3 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Þannig að Hitler var barn Gvuðs sem brást rangt við syndinni!

Hvaða synd þá?

Matthías Ásgeirsson, 3.10.2007 kl. 09:24

4 Smámynd: Svavar Alfreð Jónsson

Ætli Hitler garmurinn hafi nokkuð munað að hann er meira en hann er? Hann trúði jú bara á náttúrulögmálin.

Svavar Alfreð Jónsson, 3.10.2007 kl. 12:23

5 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Hann trúði jú bara á náttúrulögmálin.

Virkilega? Hvernig veistu það?


Hjalti Rúnar Ómarsson, 3.10.2007 kl. 17:23

6 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Láttu ekki svona Hjalti, Hitler trúði bara á náttúrulögmálin vegna þess að hann var vondur trúleysingi eins og við í Vantrú.

Hann var vondur trúleysingi eins og við í Vantrú vegna þess að hann trúði bara á náttúrulögmálin.

Þetta er víst einhver prestalógík sem Svavar Alfreð er að þróa. 

Matthías Ásgeirsson, 3.10.2007 kl. 19:17

7 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Eitthvað orsakasamhengi hlýtur að vera til staðar - ég trúi bara á náttúrulögmál, fer ég ekki bráðum að drepa fólk?

Brynjólfur Þorvarðsson, 3.10.2007 kl. 23:09

8 identicon

Hver er þessi Matthias Ásgeirsson sem ég rekst svo oft á þegar ég skoða síður sem tengjast trúmálum? Hverrar trúar er hann?

Hlynur (IP-tala skráð) 4.10.2007 kl. 02:21

9 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Hlynur, af hverju ertu að spyrja?  Með því að smella á nafnið mitt getur þú fengið meira en nóg af upplýsingum um mig.

Ég virðist vera Hitlerstrúar ef eitthvað er að marka Séra Svavar Alfreð Jónsson - varla lýgur hann.

Matthías Ásgeirsson, 4.10.2007 kl. 09:54

10 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Hver er svo þessi Hlynur eiginlega?

Matthías Ásgeirsson, 4.10.2007 kl. 11:55

11 Smámynd: Haukur Viðar

Þú ert nokkuð gefinn fyrir það að leggja mönnum orð í munn kæri Matthías.

Haukur Viðar, 4.10.2007 kl. 18:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband