Það er eitthvað að mér

musliHamingjan er falboðin á hverju götuhorni. Okkur er sagt að hún sé málið. Sá sé tilgangurinn. Að vera hamingjusöm.

Einkennilegt er það nú samt með þetta hamingjusama fólk. Alltaf þarf það að vera annað fólk en við.

Aldrei er ég almennilega þar á meðal.

Eitthvað hlýtur að vera að mér.

Stundum er ég nefnilega óhamingjusamur.

Fyrir nokkrum árum var verið að ræða hjónabandið og ástina í sjónvarpsþætti. Talið barst að hamingjunni og lyklinum að henni.

Einn gesta þáttarins sagði að sér þætti eiginlega nóg að reyna að lifa heilsusamlegu lífi og borða trefjaríka fæðu næstu fjörutíu árin eða svo. Og spurði síðan:

"Þarf maður að vera alveg trylltur af hamingju líka?"


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er nú oftar en ekki hamingjusamur og hluti af þeirri hamingju er fólgin í því að vita að það er engin sem fylgist með mér hvert fótmál svo hann geti kvalið mig til eilífðar eftir að eg er allur.

Peace

DoctorE (IP-tala skráð) 30.10.2007 kl. 14:07

2 identicon

Afhverju erum við trúleysingjar upp til hópa svona leiðinlegir! Maðurinn má ekki skrifa skemmtilega færslu án þess að reynt er að skjóta á trúnna hans! Það var ekkert tilefni fyrir þessari athugasemd og hún var klén og hallærisleg.

Mér leikur forvitni á að vita hvort við trúleysingjarnir verðum eins og kommarnir í gamla daga, úthúðum kristni og kirkjunni en látum síðan jarðsyngja okkur í kirkju þegar við hrökkvum upp af.  

Bjarki Þór Baldvinsson (IP-tala skráð) 30.10.2007 kl. 14:18

3 Smámynd: Margrét Ingibjörg Lindquist

úff... hamingja er sveigjanlegt og stórt orð... ég er ekki viss um að ég viti nákvæmlega í hverju það fellst... kannski er bara eitthvað að mér..??

Margrét Ingibjörg Lindquist, 30.10.2007 kl. 14:19

4 Smámynd: krossgata

Þetta er skondin saga.  Ég verð bara að viðurkenna að stundum líður mér einmitt þannig:  "Þarf ég að vera tryllt af hamingju líka - er ekki nóg að komast bara gegnum daginn?".

krossgata, 30.10.2007 kl. 14:57

5 identicon

Ég er að vona að ég geti látið skjóta mér út í geim þegar ég drepst ;)
Ef ég er leiðinlegur þá bætir það úr skák að ég er leiðinlegur fólki að kostnaðarlausu

DoctorE (IP-tala skráð) 30.10.2007 kl. 15:09

6 Smámynd: Björg Árnadóttir

Mér finnst fínt að vera hamingjusöm. Dett stundum í smá óhamingju. Verð þá enn ánægðari með hamingju mína þegar óhamingjan líður hjá. Tóm hamingja hlýtur að verða leiðigjörn - og verða þar með hálfgerð óhamingja.

Björg Árnadóttir, 30.10.2007 kl. 16:24

7 Smámynd: Guðni Már Henningsson

Happiness is a warm gun var einusinni sungið...án þess að ég hvað það þýðir!!! Það er búið að skrifa marga lærðar greinar um hamingjuna svo varla er hægt að ætlast til að sú lífsgáta verði leyst hér...en mér finnst commentið hjá þér Bjarki Þór athyglisvert...takk fyrir það.

Guðni Már Henningsson, 30.10.2007 kl. 16:41

8 Smámynd: Vilborg Eggertsdóttir

Kæri Svavar, gæti verið að hamingjan sé eitthvað orð sem við bjuggum til um eitthvað óskilgreint ástand, - afstætt, ~ í heimi skilgreiningarinnar ~ . ástarkv. vilborg

Vilborg Eggertsdóttir, 30.10.2007 kl. 17:13

9 identicon

Sæll og blessaður Séra minn. Ég hef nú um skeið lesið pistlana þína og þykja þeir ágætir. Það er léttir að einhver nennir að velta fyrir sér lífinu og tilganginum á þessu öllu saman en endursegir ekki bara fréttir úr mogganum, þó hann sé svo sem ágætur til síns brúks.

Varðandi hamingjuna; er hún ekki bara leiðin sjálf en ekki takmark í sjálfu sér, gleðjast á hverjum degi yfir því sem þú þó átt en ekki bíða eftir því sem að gæti orðið.

Þegar ég las þennan pistil þinn um gestinn sem fannst nóg um að lifa heilsusamlega og borða trefjar þá rifjaðist upp fyrir mér sagan um Ítalann sem kom hingað upp og fannst nóg um allar þessar trefjar í brauðinu hérna. Heima á Ítalíu þá þurfti hann ekki að gera numero due nema svona á viku fresti en hérna á Íslandi þá var það daglega, óþolandi.

Kv.

Ari Svavars

Ari Svavarsson (IP-tala skráð) 30.10.2007 kl. 17:14

10 identicon

Hamingjan er ekkert sem kemur utanfrá eða hægt er að kaupa.  Hamingjuna finnum við innra með okkur sjálfum án annarra íhlutunar.  Það að gleðjast yfir einföldum hlutum og ekki alltaf vilja gleypa heiminn í einum bita er einhverskonar hamingja.  Vera sjálfum sér nógur og ekki þurfa að leita út fyrir sig til að finna hamingju.  Ég held að við finnum hamingjuna í nægjusemi.

Bryndís Júlíusdóttir (IP-tala skráð) 30.10.2007 kl. 20:54

11 Smámynd: Fishandchips

Sammála Bryndísi.... Það kemur enginn með með hamingjuna til okkar á silfurfati. Verðum víst öll, hvort sem okkar líkar það vel eða illa, að finna hana innra með okkur. En þetta á sér víst allt sér líffræðilegar skilgreiningar, þar sem sálin, vitundin, er víst bara ca. 20 grömm

Og elskið friðinn og strjúkið kviðinn

Fishandchips, 31.10.2007 kl. 02:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband