Mundu

munduÞótt einsemd þín sé hundrað ára skaltu muna að Guð er til.

Ekki gleyma því. Settu miða á ísskápinn.

Mundu að kraftaverkin gerast. Þau eru á hverju strái. Í orðsins fyllstu.

Haltu í vonina.

 

Hvað á þá að gera þegar engin verða kraftaverkin og vonirnar bregðast samt?

Lestu þá miðann á ísskápnum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

En getur ekki verið að guð leggi fæð á suma? Svaraðu í alvöru. Ef þú villt.

Sigurður Þór Guðjónsson, 9.11.2007 kl. 00:30

2 identicon

Gott innlegg hjá  þér.  EINSEMD.   Hún er nefnilega furðuleg og getur birst í ótal myndum og tilfinningum eins og við mannfólið eru mörg.

Sigurður það á nú ekki að þurfa að leiðbeina þér svona pennafærum og pennavönum manni, en ég ætla að reyna Sigurður minn.Ég get allavega staðfest það að hann leggur fæð á SATAN.Svo verður þú að hugsa þinn gang,ef þú ert í þeim þankagangi að Guð leggi fæð á suma. (Ég hef nefnilega lesið margt gott og gæfuríkt frá þér)Að endingu,þá LÝK ÉG ÞESSU HÉR MEÐ.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 9.11.2007 kl. 02:17

3 Smámynd: Púkinn

Jú, jú... einsemd er svosem vandamál margre og vel má vera að einhverjir þurfi einhverja andlega hækju til að styðjast við - trú á einhvern "guð", en margir eru nú lausir við þess háttar án þess að finna til nokkurrar einsemdar.

Púkinn, 9.11.2007 kl. 02:51

4 identicon

Mig langar bara að biðja þig að benda mér á eitt staðfest kraftaverk og þá er ég ekki að tala um að þeir sem staðfesta séu trúaðir,  ég vil fá eitthvað eins og að maður hafi fengið tapaðan útlim aftur 1  2  og  bingó
Ef þú getur komið með þetta kraftaverk þá spyr ég í framhaldi af því hvers vegna guð dissar öll börnin sem þurfa virkileg kraftaverk en gælir við þá sem ekki þurfa á þeim að halda(Samkvæmt ykkur)

Þú segir þau um allt þannig að þetta ætti að vera létt mál fyrir þig, þarft kannski að lesa á ísskápinn þinn áður...

DoctorE (IP-tala skráð) 9.11.2007 kl. 08:49

5 Smámynd: Svavar Alfreð Jónsson

Sigurður: Gjarnan svara ég þér í alvöru. Guð er kærleikur. Guð er samt engin marengsterta. Og Guði er ekki hægt að stinga í rassvasann. Er þessi spurning þín ekki spurning Jobs í Jobsbók - því furðulega en stórkostlega riti? Job spurði m. a.: "Hvers vegna hylur þú auglit þitt og lítur á mig sem óvin þinn? Ætlarðu að skelfa skrælnað laufblað, ofsækja visinn reyr þar sem þú gerir mér bitra kosti og lætur mig gjalda æskusynda minna?" (13, 24 - 25)

Svavar Alfreð Jónsson, 9.11.2007 kl. 08:49

6 identicon

Ég átti svo ágætan vin í mörg ár. Hann var laglaus. Við ræddum oft tónlist. Stundum hlustuðum við á Dvorak eða Bach eða Paganini og þá átti hann það til segja: Ég fæ ekkert út úr þessu. 

Óli Ágústar (IP-tala skráð) 9.11.2007 kl. 14:31

7 identicon

Blessaður Púkinn minn,í fullri kurteisi við þig vil ég benda þér á tala VARLEGA og AFAR GÆTILEGA um ANDLEGA HÆKJU.                KANNAST þÚ  við vopn FRUMBYGGJA ÁSTRALÍU.    Það heitir BOOMERANG.   KYNNTU þér sögu þess og eiginleika.     ÞÁ VEIST þÚ KANNSKE HVAÐ ÉG MEINA.    Njóttu helgarinnar á þinn hátt, því enginn er eins og þú. Þú ert spes,því máttu ekki gleyma.   SVO bið ég þess besta fyrir þig og þína. 

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 9.11.2007 kl. 21:25

8 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Jobsbók er fín!

Sigurður Þór Guðjónsson, 9.11.2007 kl. 22:23

9 identicon

Það eru tveir bókstafstrúarhópar sem eru alveg ómissandi í allri umræðu um túmál á netinu, það eru Of og Van - þeir eru alveg lausir við umburðalyndi fyrir skoðunum annar og með á hreinu hverju við hin eigum að trúa. Lúk 23.34

Takk Svavar fyrir góða blogg síðu.

Meddi (IP-tala skráð) 9.11.2007 kl. 22:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband