Hvít jól á öðrum hnöttum

whitechristmasEinhvers staðar las ég að "White Christmas" væri frægasta jólalagið. Sagan segir að höfundurinn, Irving Berlin, hafi vakað heila nótt við að semja lagið. Morguninn eftir fór hann á skrifstofuna sína og sagði við einkaritarann sinn:

"Gríptu pennann þinn og skrifaðu niður þetta lag. Ég var að semja besta lag sem ég hef nokkurn tíma gert - fjandinn hafið það - ég var að semja besta lag sem nokkurn tíma hefur verið gert!"

Lagið var frumflutt árið 1942 í söngvamyndinni Holiday Inn. Bing Crosby söng það ásamt leikkonunni Marjorie Reynolds en Martha Mears lagði henni til röddina í myndinni.

Því hefur verið haldið fram að ekkert lag, hvorki jólalag né annað, sé flutt jafn oft í útvarpi og þessi óður til hvítra jóla. Gildir þá einu hvort um er að ræða norðlægar slóðir þar sem fönn hylur jörð meirihluta ársins eða suðræn lönd þar sem aldrei fellur snjókorn úr lofti.

Hvít jól virðast einhver arkaískur draumur mannkynsins.

Ef líf er á öðrum hnöttum og vitsmunaverur þar heyra jarðneskar útvarpsbylgjur kynnu þær að draga þá ályktun að jarðarbúar ættu enga ósk heitari og æðri en að eiga hvít jól.

Ef til vill er draumurinn um hvít jól alls ekki svo afleitur?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Heimskan er alheimsböl, sagði nú einhver spekingur. Og þá er lágkúran ekki fátíðari. Draumur um hvít jól er ekkert nema hryðjuverk í smekkleysi.

Sigurður Þór Guðjónsson, 12.12.2007 kl. 11:27

2 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Skemmtileg færsla.

Hvít jól - friðarjól.

Já, kannski er þetta besta lag sem nokkurn tíma hefur verið samið.

Greta Björg Úlfsdóttir, 12.12.2007 kl. 13:19

3 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Yoko Ono er víst búin að samþykkja að láta loga á friðarsúlunni fram yfir sólstöður...

Greta Björg Úlfsdóttir, 12.12.2007 kl. 13:21

4 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Er þetta lag betra en bestu lög Schuberts eða Mozarts - hvílík fjarstæða!

Sigurður Þór Guðjónsson, 12.12.2007 kl. 13:57

5 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Sigurður, - hvort er verra, hvít jól eða smekklaus hryðjuverkamaður?

Greta Björg Úlfsdóttir, 12.12.2007 kl. 14:00

6 Smámynd: Svavar Alfreð Jónsson

White Christmas var besta lag í heimi - að mati höfundar þess. Ég hef heyrt ótalmörg betri. Þetta lag er ekki meðal minna uppáhaldslaga, ekki einu sinni uppáhaldsjólalaga.

Uppáhaldsjólalagið mitt er sænskt og heitir Koppaangen svo ég ljóstri því upp. Það er eftir Pereric Moraeus.

Svo á ég marga uppáhaldsjólasálma.

Svavar Alfreð Jónsson, 12.12.2007 kl. 14:14

7 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Sigurður smekklaust telur

snæhvít jól að dreyma.

Þungbrýn þröngsýnin velur

þokuloft innra að geyma. 

Greta Björg Úlfsdóttir, 12.12.2007 kl. 14:15

8 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ef út í farið þá er "Hvít jól" heldur ekki mitt uppáhalds, á eiginlega ekkert uppáhalds jólalag.

Hins vegar er drengjakórinn eftir Mozart úr Töfraflautunni, sem Íslendingar hafa snúið upp í jólasálm, "Í dag er glatt í döprum hjörtum" minn uppáhalds-jólasálmur.

Greta Björg Úlfsdóttir, 12.12.2007 kl. 14:19

9 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Annars var nú víst ekki mikið um snjó þar suður í Betlehem...nema ef til vill rétt í efstu hlíðum og á fjallatindum...

Greta Björg Úlfsdóttir, 14.12.2007 kl. 02:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband