Sekúndan

urHún hefur alltaf töluvert á samviskunni síđasta sekúndan. Dag hvern veldur ţessi örsmáa tímaeining ţví ađ sólarhringur nćr saman endum og er kvaddur hinstu kveđjunni.

Samt lćtur hún sér ekki segjast og heldur áfram ađ láta dagana hverfa. Slíkt er nú iđrunarleysiđ.

Í kvöld hefur ţessi sekúnda meira á samviskunni en ađra daga. Ekki einungis dagurinn er sendur út á tímans rökkurbrautir og ekki bara heill mánuđur, heldur eitt stykki ár.

Allt verđur vitlaust ţegar ţessi sekúnda snappar. Á nokkrum andartökum brenna upp yfir höfđum okkar heilar áttahundruđ milljón krónur. Sekúndan hleypir fram skriđu af árnađaróskum og kossum og rćsir tölvuvírusa sem vakna upp međ glott á vörum.

Sjaldan gefum viđ ţessari sekúndu mikinn gaum. Ţó er ţađ hún sem baggamuninn ríđur. Svo miskunnarlaus og brothćttur er heimur tímans ađ ţar getur ein sekúnda skiliđ á milli feigs og ófeigs.

Nú ţegar viđ lítum til baka sjáum viđ ađ dýrmćtustu kaflar gamla ársins voru oft ekki nema örfáar mínútur. Jafnvel örfáar sekúndur af árinu 2007 verđa gulls ígildi í safnkistu minninganna.

Guđ hellir örlitlum dreitli í tímaglösin okkar og býđur okkur vel ađ njóta.

Dropa eftir dropa, sekúndu eftir sekúndu.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég óska ţér og ţínum gleđilegs árs og friđar.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráđ) 31.12.2007 kl. 16:28

2 Smámynd: Brattur

... alveg hárrétt... ţađ geta veriđ svo lítil brot í tímanum, sem ylja okkur seinna meir... og mjög eru ţau dýrmćt hverjum og einum...

... gleđilegt ár!

Brattur, 31.12.2007 kl. 21:54

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband